Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2016 18:39 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook þar sem hún segir frá veikindum tæplega sex vikna gamallar dóttur hennar. Dóttir Þórdísar greindist nýverið með kíghósta en Þórdís segir fjögur tilfelli hafa greinst árið 2015, eitt árið 2014 en rúmlega 30 árin 2012 og 2013. „Hún er að mér skilst eina skráða tilfellið á árinu. Kíghósti er hættulegur, sérstaklega fyrir börn yngri en sex mánaða. Hún var tæplega sex vikna. Smit getur farið á milli manna án þess að smitberi sýkist sjálfur.“ Hún segir óbólusett börn fleiri en þau þyrftu að vera. „Af því það eru í alvöru foreldrar sem bólusetja ekki börnin sín og fullorðnir geta fengið kíghósta án þess að veikjast svo mikið að þeir kveiki á því hvers kyns er. Kíghósti er bráðsmitandi svo hún getur hafa fengið þetta með milljón mismunandi leiðum en óheppnin er ótrúleg,“ skrifar Þórdís. Hún segir síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og að sérstaklega hafi verið erfitt að horfa upp á barnið sitt agnarsmátt verða blátt í framan í hóstaköstum. Þórdís segir fjölskylduna þó líta á björtu hliðarnar. Kíghóstinn greindist fljótt og stúlkan hefur ekki enn fengið hita, eða í lungun eða þurft aðstoð við að koma sér í gegnum hóstaköstin fyrir utan einstaka súrefnisblástur í nokkrar sekúndur. Hún bendir á að það séu mörg tilfelli þar sem foreldrar láta ekki bólusetja börn sín vegna kíghósta og segir þeim að skammast sín. Þórdís tekur fram í Facebook-færslunni að hún leyfi sér að segja þetta sem mamma, en ekki þingmaður. „Ef þeir foreldrar vildu líta við í einangrunarherbergi Kristínar Fjólu og fylgjast með henni í hóstaköstum, þar sem lífsmörk falla, hún blánar, hóstar sárum hósta og súrefnismettun fellur væru þeir meira en velkomnir. Foreldrar sem höfðu ekki val fyrir mörgum áratugum vildu myndu örugglega taka undir með mér,“ segir Þórdís. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
„Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook þar sem hún segir frá veikindum tæplega sex vikna gamallar dóttur hennar. Dóttir Þórdísar greindist nýverið með kíghósta en Þórdís segir fjögur tilfelli hafa greinst árið 2015, eitt árið 2014 en rúmlega 30 árin 2012 og 2013. „Hún er að mér skilst eina skráða tilfellið á árinu. Kíghósti er hættulegur, sérstaklega fyrir börn yngri en sex mánaða. Hún var tæplega sex vikna. Smit getur farið á milli manna án þess að smitberi sýkist sjálfur.“ Hún segir óbólusett börn fleiri en þau þyrftu að vera. „Af því það eru í alvöru foreldrar sem bólusetja ekki börnin sín og fullorðnir geta fengið kíghósta án þess að veikjast svo mikið að þeir kveiki á því hvers kyns er. Kíghósti er bráðsmitandi svo hún getur hafa fengið þetta með milljón mismunandi leiðum en óheppnin er ótrúleg,“ skrifar Þórdís. Hún segir síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og að sérstaklega hafi verið erfitt að horfa upp á barnið sitt agnarsmátt verða blátt í framan í hóstaköstum. Þórdís segir fjölskylduna þó líta á björtu hliðarnar. Kíghóstinn greindist fljótt og stúlkan hefur ekki enn fengið hita, eða í lungun eða þurft aðstoð við að koma sér í gegnum hóstaköstin fyrir utan einstaka súrefnisblástur í nokkrar sekúndur. Hún bendir á að það séu mörg tilfelli þar sem foreldrar láta ekki bólusetja börn sín vegna kíghósta og segir þeim að skammast sín. Þórdís tekur fram í Facebook-færslunni að hún leyfi sér að segja þetta sem mamma, en ekki þingmaður. „Ef þeir foreldrar vildu líta við í einangrunarherbergi Kristínar Fjólu og fylgjast með henni í hóstaköstum, þar sem lífsmörk falla, hún blánar, hóstar sárum hósta og súrefnismettun fellur væru þeir meira en velkomnir. Foreldrar sem höfðu ekki val fyrir mörgum áratugum vildu myndu örugglega taka undir með mér,“ segir Þórdís.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira