Sigmundur Davíð býður til eigin veislu á sama tíma og Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2016 11:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi til veislu á sama tíma og flokkurinn hefur skipulagt hátíðarhöld í tilefni 100 ára afmælis flokksins. „Almenn reiði“ ríkir í flokknum vegna útspils Sigmundar Davíðs. Kaffid.is greindi fyrst frá.Búið er að undirbúa 100 ára afmælishátíð flokksins í nokkurn tíma og fer afmælishátíðin fram í Þjóðleikhúsinu næstkomandi föstudag. Þar mun Sigurður Ingi Jóhannson, formaður flokksins, flytja ávarp, en eftir athöfn verður móttaka í þjóðleikhúsinu. Í gær bauð Framsóknarfélag Akureyrar til morgunverðarfundar í tilefni afmælisins. Sigmundur afboðaði komu sína þangað í sms-skilaboðum en bauð flokksmönnum einnig til veislu næstkomandi föstudag á Akureyri, klukkstund áður en afmælishátíð flokksins fer fram í Reykjavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir „almenn reiði“ i flokknum vegna þessa útspils Sigmundar Davíð sem þykir mjög einangraður innan þingflokks Framsóknarflokksins. Athygli vakti þegar Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að Framsóknarflokkurinn yrði að leysa deilur í eigin röðum áður en að hann gæti gert sér vonir um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini sem á sæti á Alþingi sem ekki hefur komið að slíkum viðræðum eftir þingkosningar. Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð tókust á um formannsembættið í september. Sigmundur Davíð sakaði Sigurð Inga um að svíkja loforð sitt um að bjóða sig ekki fram gegn sér en eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir yfirgaf Sigmundur Davíð sal Háskólabíós þar sem kosningin fór fram. Sigmundur Davíð hefur sagt að flokknum hefði gengið betur í þingkosningunum í október hefði hann stýrt skútunni. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Sigmundur hafa lagt drög að kosningabaráttu sem hefði skilað 19 prósent fylgi, í stað 11,5 prósenta fylgi flokksins í kosningunum. Ljóst er að Sigmundur Davíð er umdeildir á meðal flokksmanna en mikið var um útstrikanir á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Alls var strikað 817 sinnum yfir nafn Sigmundar Davíðs. Það þýðir að um 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins í kjördæminu strikuðu yfir nafn hans á kjörseðlinum í október. Í yfirlýsingu frá Sigmundi Davíð eftir þingkosningar sagði hann ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Sagði hann að fólk úr öðrum kjördæmum hefði reynt að fella sig úr fyrsta sæti lista flokksins í Norðaustur-kjördæmi. „Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki,“ sagði Sigmundur Davíð. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi til veislu á sama tíma og flokkurinn hefur skipulagt hátíðarhöld í tilefni 100 ára afmælis flokksins. „Almenn reiði“ ríkir í flokknum vegna útspils Sigmundar Davíðs. Kaffid.is greindi fyrst frá.Búið er að undirbúa 100 ára afmælishátíð flokksins í nokkurn tíma og fer afmælishátíðin fram í Þjóðleikhúsinu næstkomandi föstudag. Þar mun Sigurður Ingi Jóhannson, formaður flokksins, flytja ávarp, en eftir athöfn verður móttaka í þjóðleikhúsinu. Í gær bauð Framsóknarfélag Akureyrar til morgunverðarfundar í tilefni afmælisins. Sigmundur afboðaði komu sína þangað í sms-skilaboðum en bauð flokksmönnum einnig til veislu næstkomandi föstudag á Akureyri, klukkstund áður en afmælishátíð flokksins fer fram í Reykjavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir „almenn reiði“ i flokknum vegna þessa útspils Sigmundar Davíð sem þykir mjög einangraður innan þingflokks Framsóknarflokksins. Athygli vakti þegar Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að Framsóknarflokkurinn yrði að leysa deilur í eigin röðum áður en að hann gæti gert sér vonir um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini sem á sæti á Alþingi sem ekki hefur komið að slíkum viðræðum eftir þingkosningar. Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð tókust á um formannsembættið í september. Sigmundur Davíð sakaði Sigurð Inga um að svíkja loforð sitt um að bjóða sig ekki fram gegn sér en eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir yfirgaf Sigmundur Davíð sal Háskólabíós þar sem kosningin fór fram. Sigmundur Davíð hefur sagt að flokknum hefði gengið betur í þingkosningunum í október hefði hann stýrt skútunni. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Sigmundur hafa lagt drög að kosningabaráttu sem hefði skilað 19 prósent fylgi, í stað 11,5 prósenta fylgi flokksins í kosningunum. Ljóst er að Sigmundur Davíð er umdeildir á meðal flokksmanna en mikið var um útstrikanir á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Alls var strikað 817 sinnum yfir nafn Sigmundar Davíðs. Það þýðir að um 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins í kjördæminu strikuðu yfir nafn hans á kjörseðlinum í október. Í yfirlýsingu frá Sigmundi Davíð eftir þingkosningar sagði hann ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Sagði hann að fólk úr öðrum kjördæmum hefði reynt að fella sig úr fyrsta sæti lista flokksins í Norðaustur-kjördæmi. „Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki,“ sagði Sigmundur Davíð. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira