Sigmundur Davíð býður til eigin veislu á sama tíma og Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2016 11:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi til veislu á sama tíma og flokkurinn hefur skipulagt hátíðarhöld í tilefni 100 ára afmælis flokksins. „Almenn reiði“ ríkir í flokknum vegna útspils Sigmundar Davíðs. Kaffid.is greindi fyrst frá.Búið er að undirbúa 100 ára afmælishátíð flokksins í nokkurn tíma og fer afmælishátíðin fram í Þjóðleikhúsinu næstkomandi föstudag. Þar mun Sigurður Ingi Jóhannson, formaður flokksins, flytja ávarp, en eftir athöfn verður móttaka í þjóðleikhúsinu. Í gær bauð Framsóknarfélag Akureyrar til morgunverðarfundar í tilefni afmælisins. Sigmundur afboðaði komu sína þangað í sms-skilaboðum en bauð flokksmönnum einnig til veislu næstkomandi föstudag á Akureyri, klukkstund áður en afmælishátíð flokksins fer fram í Reykjavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir „almenn reiði“ i flokknum vegna þessa útspils Sigmundar Davíð sem þykir mjög einangraður innan þingflokks Framsóknarflokksins. Athygli vakti þegar Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að Framsóknarflokkurinn yrði að leysa deilur í eigin röðum áður en að hann gæti gert sér vonir um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini sem á sæti á Alþingi sem ekki hefur komið að slíkum viðræðum eftir þingkosningar. Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð tókust á um formannsembættið í september. Sigmundur Davíð sakaði Sigurð Inga um að svíkja loforð sitt um að bjóða sig ekki fram gegn sér en eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir yfirgaf Sigmundur Davíð sal Háskólabíós þar sem kosningin fór fram. Sigmundur Davíð hefur sagt að flokknum hefði gengið betur í þingkosningunum í október hefði hann stýrt skútunni. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Sigmundur hafa lagt drög að kosningabaráttu sem hefði skilað 19 prósent fylgi, í stað 11,5 prósenta fylgi flokksins í kosningunum. Ljóst er að Sigmundur Davíð er umdeildir á meðal flokksmanna en mikið var um útstrikanir á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Alls var strikað 817 sinnum yfir nafn Sigmundar Davíðs. Það þýðir að um 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins í kjördæminu strikuðu yfir nafn hans á kjörseðlinum í október. Í yfirlýsingu frá Sigmundi Davíð eftir þingkosningar sagði hann ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Sagði hann að fólk úr öðrum kjördæmum hefði reynt að fella sig úr fyrsta sæti lista flokksins í Norðaustur-kjördæmi. „Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki,“ sagði Sigmundur Davíð. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi til veislu á sama tíma og flokkurinn hefur skipulagt hátíðarhöld í tilefni 100 ára afmælis flokksins. „Almenn reiði“ ríkir í flokknum vegna útspils Sigmundar Davíðs. Kaffid.is greindi fyrst frá.Búið er að undirbúa 100 ára afmælishátíð flokksins í nokkurn tíma og fer afmælishátíðin fram í Þjóðleikhúsinu næstkomandi föstudag. Þar mun Sigurður Ingi Jóhannson, formaður flokksins, flytja ávarp, en eftir athöfn verður móttaka í þjóðleikhúsinu. Í gær bauð Framsóknarfélag Akureyrar til morgunverðarfundar í tilefni afmælisins. Sigmundur afboðaði komu sína þangað í sms-skilaboðum en bauð flokksmönnum einnig til veislu næstkomandi föstudag á Akureyri, klukkstund áður en afmælishátíð flokksins fer fram í Reykjavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir „almenn reiði“ i flokknum vegna þessa útspils Sigmundar Davíð sem þykir mjög einangraður innan þingflokks Framsóknarflokksins. Athygli vakti þegar Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að Framsóknarflokkurinn yrði að leysa deilur í eigin röðum áður en að hann gæti gert sér vonir um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini sem á sæti á Alþingi sem ekki hefur komið að slíkum viðræðum eftir þingkosningar. Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð tókust á um formannsembættið í september. Sigmundur Davíð sakaði Sigurð Inga um að svíkja loforð sitt um að bjóða sig ekki fram gegn sér en eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir yfirgaf Sigmundur Davíð sal Háskólabíós þar sem kosningin fór fram. Sigmundur Davíð hefur sagt að flokknum hefði gengið betur í þingkosningunum í október hefði hann stýrt skútunni. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Sigmundur hafa lagt drög að kosningabaráttu sem hefði skilað 19 prósent fylgi, í stað 11,5 prósenta fylgi flokksins í kosningunum. Ljóst er að Sigmundur Davíð er umdeildir á meðal flokksmanna en mikið var um útstrikanir á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Alls var strikað 817 sinnum yfir nafn Sigmundar Davíðs. Það þýðir að um 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins í kjördæminu strikuðu yfir nafn hans á kjörseðlinum í október. Í yfirlýsingu frá Sigmundi Davíð eftir þingkosningar sagði hann ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Sagði hann að fólk úr öðrum kjördæmum hefði reynt að fella sig úr fyrsta sæti lista flokksins í Norðaustur-kjördæmi. „Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki,“ sagði Sigmundur Davíð. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira