Karl Lagerfeld velur íslenskt Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2016 17:00 Lagerfeld þekkir tískubransann inn og út. Hér má sjá umfjöllun Vouge og forsíðu blaðsins. Tískukóngurinn Karl Lagerfeld notar íslenskar húðvörur en þetta kemur fram í nýjasta tölublaði franska Vogue. Íslensku húðdroparnir EGF Serum og 30 Day Treatment frá BIOEFFECT eru til umfjöllunar í desemberblaði franska Vogue sem hluti af húðvörum sem Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi Chanel tískuhússins, notar í sinni húðumhirðu. Karl sjálfur hafði umsjón yfir efnistök og hönnun desemberútgáfu Vogue. „Við erum mjög ánægð og þakklát fyrir svona jákvæða umfjöllun þar sem íslenskar vörur, sem keppa á markaði þar sem samkeppni er gífurlega hörð, skulu vera sérvaldar af einum mesta áhrifavaldi í þessum geira og birtast í jafn virtu tímariti sem hið franska Vogue sannarlega er,“ segir Hildur Ársælsdóttir, markaðsstjóri BIOEFFECT sem er dótturfyrirtæki Orf Líftækni og bætir hún því við að þetta sé gríðarlega viðurkenning á vörum BIOEFFECT. „Það er líka gaman að segja frá því að Karl Lagerfeld hefur notað vörurnar okkar í nokkur ár og er tryggur viðskiptavinur en hann verslar BIOEFFECT í Colette í París,“ segir hún ennfremur. Karl Lagerfeld prýðir forsíðu blaðsins sjálfur að þessu sinni. Tíska og hönnun Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískukóngurinn Karl Lagerfeld notar íslenskar húðvörur en þetta kemur fram í nýjasta tölublaði franska Vogue. Íslensku húðdroparnir EGF Serum og 30 Day Treatment frá BIOEFFECT eru til umfjöllunar í desemberblaði franska Vogue sem hluti af húðvörum sem Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi Chanel tískuhússins, notar í sinni húðumhirðu. Karl sjálfur hafði umsjón yfir efnistök og hönnun desemberútgáfu Vogue. „Við erum mjög ánægð og þakklát fyrir svona jákvæða umfjöllun þar sem íslenskar vörur, sem keppa á markaði þar sem samkeppni er gífurlega hörð, skulu vera sérvaldar af einum mesta áhrifavaldi í þessum geira og birtast í jafn virtu tímariti sem hið franska Vogue sannarlega er,“ segir Hildur Ársælsdóttir, markaðsstjóri BIOEFFECT sem er dótturfyrirtæki Orf Líftækni og bætir hún því við að þetta sé gríðarlega viðurkenning á vörum BIOEFFECT. „Það er líka gaman að segja frá því að Karl Lagerfeld hefur notað vörurnar okkar í nokkur ár og er tryggur viðskiptavinur en hann verslar BIOEFFECT í Colette í París,“ segir hún ennfremur. Karl Lagerfeld prýðir forsíðu blaðsins sjálfur að þessu sinni.
Tíska og hönnun Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira