Formaður Félags grunnskólakennara: „Þurfum meiri sátt á meðal okkar“ Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. desember 2016 19:13 Frá undirritun kjarasamningsins í nóvember síðastliðnum. vísir/stefán Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 55 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann. 42 prósent höfnuðu honum hins vegar. Þá kvaðst Ólafur ekki átta sig á því hvort að þeir kennarar sem sögðu upp störfum í aðdraganda samningsins og skömmu eftir hann myndu draga þær til baka þar sem uppsagnir fara ekki í gegnum Félag grunnskólakennara. Aðspurður hvort að það væri kominn friður innan kennarastéttarinnar sagði Ólafur: „Við skulum allavega orða það þannig að við eigum verk fyrir höndum líka inn á við. Við þurfum að taka og ræða þessi mál líka saman inn á við sem stétt. Við þurfum meiri sátt á meðal okkar og það er líka verkefni sem er framundan en við erum allavega með þetta í höndunum núna og núna þurfum við að halda áfram.“ Þá sagði Ólafur það alveg ljóst að hljóðið í kennurum hefði verið og væri enn þungt. Það er mikið verk að vinna og þó að samningurinn sé samþykktur að þá er mikil vinna framundan við að vinna úr þeim málum sem við stöndum frami fyrir. Sú vinna þarf að fara strax í gang.“ Hvaða vinna er það? „Það er verið að skoða innihaldið í skólakerfinu og það þarf líka aða halda áfram að lagfæra launin. Það þarf að skoða vinnuaðstæður kennara. Þetta þarf allt að fara í gang.“ Samningstíminn er stuttur eða út nóvember á næsta ári. Aðspurður hvort að kennarar muni nýta tímann til að ná til dæmis launum framhaldsskólakennara sagði hann: „Það er alveg ljóst að tíminn sem er til stefnu er ekki langur. Sú vinna þarf að fara strax í gang. Hvort hún fari í gang strax í þessari viku eða eftir helgi það veit ég ekki en fyrir jól fer hún af stað og auðvitað verður markmiðið að efla og styrkja kennarastarfið bæði í launum og í vinnuaðstæðum. Því meira því betra.“ Ólafur kvaðst ekki líta svo á að það væri ákveðinn sigur fyrir samninganefnd Félags grunnskólakennara að ná kjarasamningi í gegn í þriðju tilraun. „Þetta er búið að vera erfitt og þetta er niðurstaðan núna og okkar bíður bara vinna. Það eiginlega bara það sem er. Við fáum núna tækifæri til þess að halda áfram. Það er ákveðið tækifæri í stöðunni með sveitarfélögunum og vonandi með nýjum menntamálaráðherra. Það þarf að vara í alvarlega skoðun og vonandi auðnast okkur að gera gott úr þessu.“ Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 55 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann. 42 prósent höfnuðu honum hins vegar. Þá kvaðst Ólafur ekki átta sig á því hvort að þeir kennarar sem sögðu upp störfum í aðdraganda samningsins og skömmu eftir hann myndu draga þær til baka þar sem uppsagnir fara ekki í gegnum Félag grunnskólakennara. Aðspurður hvort að það væri kominn friður innan kennarastéttarinnar sagði Ólafur: „Við skulum allavega orða það þannig að við eigum verk fyrir höndum líka inn á við. Við þurfum að taka og ræða þessi mál líka saman inn á við sem stétt. Við þurfum meiri sátt á meðal okkar og það er líka verkefni sem er framundan en við erum allavega með þetta í höndunum núna og núna þurfum við að halda áfram.“ Þá sagði Ólafur það alveg ljóst að hljóðið í kennurum hefði verið og væri enn þungt. Það er mikið verk að vinna og þó að samningurinn sé samþykktur að þá er mikil vinna framundan við að vinna úr þeim málum sem við stöndum frami fyrir. Sú vinna þarf að fara strax í gang.“ Hvaða vinna er það? „Það er verið að skoða innihaldið í skólakerfinu og það þarf líka aða halda áfram að lagfæra launin. Það þarf að skoða vinnuaðstæður kennara. Þetta þarf allt að fara í gang.“ Samningstíminn er stuttur eða út nóvember á næsta ári. Aðspurður hvort að kennarar muni nýta tímann til að ná til dæmis launum framhaldsskólakennara sagði hann: „Það er alveg ljóst að tíminn sem er til stefnu er ekki langur. Sú vinna þarf að fara strax í gang. Hvort hún fari í gang strax í þessari viku eða eftir helgi það veit ég ekki en fyrir jól fer hún af stað og auðvitað verður markmiðið að efla og styrkja kennarastarfið bæði í launum og í vinnuaðstæðum. Því meira því betra.“ Ólafur kvaðst ekki líta svo á að það væri ákveðinn sigur fyrir samninganefnd Félags grunnskólakennara að ná kjarasamningi í gegn í þriðju tilraun. „Þetta er búið að vera erfitt og þetta er niðurstaðan núna og okkar bíður bara vinna. Það eiginlega bara það sem er. Við fáum núna tækifæri til þess að halda áfram. Það er ákveðið tækifæri í stöðunni með sveitarfélögunum og vonandi með nýjum menntamálaráðherra. Það þarf að vara í alvarlega skoðun og vonandi auðnast okkur að gera gott úr þessu.“
Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26