Viðskipti erlent

Fleiri skipta úr Macbook í Surface

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Surface Book frá Microsoft. 
Mynd/Microsoft
Surface Book frá Microsoft. Mynd/Microsoft
Aldrei hafa fleiri skipt út MacBook fartölvu sinni fyrir Surface Book fartölvu frá Microsoft. Þetta segir í bloggfærslu á vefsíðu Microsoft um velgengni Surface-línunnar. Auk nýrrar Surface Book hefur Surface Studio borðtölvan hlotið mikið lof tækniblaðamanna Vestanhafs.

Microsoft býður viðskiptavinum upp á að skila inn notaðri MacBook tölvu fyrir nýja Surface Book og fá þar með afslátt. Þaðan kemur tölfræðin sem Microsoft styðst við í bloggfærslunni en birtir þó ekki.

Skýtur Microsoft þar föstum skotum á Apple og segir í færslunni að ástæðan sé meðal annars „vonbrigði með nýja MacBook Pro, einkum á meðal fagfólks“.

Þá segir einnig að aldrei hafi selst fleiri Surface tölvur í einum mánuði en í nóvember síðastliðnum. Verslanakeðjan Best Buy hafi selt allar sínar birgðir á fyrsta degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×