Bregðist við hækkandi húsnæðisverði Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að hækkun fasteignaverðs skýrist af hærra lóðaverði. Öðrum þáttum í byggingarkostnaði sé ekki um að kenna. Vísir/Ernir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir áhyggjum af lóðaskorti í bréfi til stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Eygló segir mikla ábyrgð hvíla á sveitarfélögunum, að tryggja nægjanlegt framboð á lóðum til að tryggja að húsnæðisverð hækki ekki eins mikið og sést hafi undanfarin ár. „Það er líka mjög mikilvægt að menn fari vel yfir nauðsyn gjaldtöku sem hefur líka aukist sem hluti af kostnaði við byggingu húsnæðis,“ segir Eygló. Þegar farið er í stór verkefni, eins og að tryggja nægt framboð af húsnæði, þá verði allir að koma að borðinu, segir Eygló, og vera tilbúnir til að leggja eitthvað á sig. Hún segir sveitarfélögin ekki hafa brugðist við erindinu. Ráðherrann leggur til að samþykkt verði 1.200 milljóna króna viðbótarfjárveiting á fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár vegna stofnfjárframlaga frá Íbúðalánasjóði til uppbyggingar á leiguíbúðum fyrir efnaminna fólk. Gert var ráð fyrir 1.500 milljóna króna framlagi í fjárlögum en eftir breytinguna mun framlagið nema 2.700 milljónum.Eygló Harðardóttir, forsíða LífsinsGreiðsla stofnframlaganna var ákveðin í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ýmsar aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði. Í þessu skyni skyldi stefnt að byggingu 5-600 íbúða árlega á árunum 2016 til 2019 með árlegum framlögum úr ríkissjóði sem samanlagt myndu nema sex milljörðum króna. Í minnisblaði ráðherra frá 23. september sagði að óvíst væri hvort 1,5 milljarðar á fjárlögum 2016 dygðu til að byggja þær 500-600 íbúðir sem ráðgerðar voru í yfirlýsingunni, meðal annars vegna hærra íbúðaverðs. Nú hefur verið ákveðið að Íbúðalánasjóður, fyrir hönd ríkisins, muni afgreiða stofnframlög fyrir 2.700 milljónir vegna byggingar eða kaupa á 450 íbúðum. Í minnisblaði ráðherra segir að meginskýringin á þessari miklu hækkun sé mun hærra íbúðaverð en lagt var til grundvallar í fjárlögum. Það sé um 28 milljónir króna að meðaltali samanborið við 17-18 milljónir í forsendum fjárlaga. Stóru atriðin í mikilli hækkun íbúðaverðs umfram forsendur fjárlaga felist í fimm þáttum; hærra lóðarmati, stærra húsnæði, staðsetningu húsnæðis, hækkun hlutfalls stofnframlaga í meðförum Alþingis og bílastæðum/bílskýlum sem eru inni í kostnaðinum. „Meginástæðan fyrir auknum kostnaði er ekki byggingarkostnaðurinn sjálfur, heldur snýr hún að hlutum eins og lóðaverði, eins og kröfum sem snúa að bílastæðum eða bílskýlum, vegna þess að menn eru að fara í stærra húsnæði en við vorum búin að áætla og þetta eru allt þættir sem við eigum að geta haft áhrif á,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir áhyggjum af lóðaskorti í bréfi til stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Eygló segir mikla ábyrgð hvíla á sveitarfélögunum, að tryggja nægjanlegt framboð á lóðum til að tryggja að húsnæðisverð hækki ekki eins mikið og sést hafi undanfarin ár. „Það er líka mjög mikilvægt að menn fari vel yfir nauðsyn gjaldtöku sem hefur líka aukist sem hluti af kostnaði við byggingu húsnæðis,“ segir Eygló. Þegar farið er í stór verkefni, eins og að tryggja nægt framboð af húsnæði, þá verði allir að koma að borðinu, segir Eygló, og vera tilbúnir til að leggja eitthvað á sig. Hún segir sveitarfélögin ekki hafa brugðist við erindinu. Ráðherrann leggur til að samþykkt verði 1.200 milljóna króna viðbótarfjárveiting á fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár vegna stofnfjárframlaga frá Íbúðalánasjóði til uppbyggingar á leiguíbúðum fyrir efnaminna fólk. Gert var ráð fyrir 1.500 milljóna króna framlagi í fjárlögum en eftir breytinguna mun framlagið nema 2.700 milljónum.Eygló Harðardóttir, forsíða LífsinsGreiðsla stofnframlaganna var ákveðin í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ýmsar aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði. Í þessu skyni skyldi stefnt að byggingu 5-600 íbúða árlega á árunum 2016 til 2019 með árlegum framlögum úr ríkissjóði sem samanlagt myndu nema sex milljörðum króna. Í minnisblaði ráðherra frá 23. september sagði að óvíst væri hvort 1,5 milljarðar á fjárlögum 2016 dygðu til að byggja þær 500-600 íbúðir sem ráðgerðar voru í yfirlýsingunni, meðal annars vegna hærra íbúðaverðs. Nú hefur verið ákveðið að Íbúðalánasjóður, fyrir hönd ríkisins, muni afgreiða stofnframlög fyrir 2.700 milljónir vegna byggingar eða kaupa á 450 íbúðum. Í minnisblaði ráðherra segir að meginskýringin á þessari miklu hækkun sé mun hærra íbúðaverð en lagt var til grundvallar í fjárlögum. Það sé um 28 milljónir króna að meðaltali samanborið við 17-18 milljónir í forsendum fjárlaga. Stóru atriðin í mikilli hækkun íbúðaverðs umfram forsendur fjárlaga felist í fimm þáttum; hærra lóðarmati, stærra húsnæði, staðsetningu húsnæðis, hækkun hlutfalls stofnframlaga í meðförum Alþingis og bílastæðum/bílskýlum sem eru inni í kostnaðinum. „Meginástæðan fyrir auknum kostnaði er ekki byggingarkostnaðurinn sjálfur, heldur snýr hún að hlutum eins og lóðaverði, eins og kröfum sem snúa að bílastæðum eða bílskýlum, vegna þess að menn eru að fara í stærra húsnæði en við vorum búin að áætla og þetta eru allt þættir sem við eigum að geta haft áhrif á,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira