Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2016 13:30 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, viðurkennir að fyrstu árin í atvinnumennskunni hafi verið honum erfið, en hann fór 16 ára gamall í unglingaakademíu AZ Alkmaar í Hollandi. Fyrirliðinn segir frá fyrstu skrefunum í atvinnumennskunni líkt og aðrir strákanna okkar í aukefni myndarinnar Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. „Það var stórt stökk upp á við fyrir Akureyring að fara til Hollands og á þeim tímapunkti hugsaði ég að nú væri kominn tími til að gera þetta almennilega fyrst maður var kominn út í þetta,“ segir Aron sem átti erfitt uppdráttar til að byrja með. „Ég hringdi oft hágrenjandi í mömmu á kvöldin af því að mér leið illa í Hollandi. Ég fékk alltaf sama svarið frá þeirri gömlu. Hún benti á að félagar mínir myndu gefa aðra höndina fyrir að vera á sama stað og ég var á. Það hvatti mig alltaf meira og meira til að ná sem lengst.“ Aron Einar segir frá því að hann hafi ekki verið sá besti þegar hann fór út en gamla íslenska viðhorfið sem íslenskum fótboltamönnum hefur svo oft verið hrósað fyrir kom honum á endanum jafnlangt og raun ber vitni. „Það var mikill gæðamunur á mér og jafnöldrum mínum í Hollandi en það sem við Íslendingar höfum yfir aðrar þjóðir er viðhorfið,“ segir hann. „Á einhverjum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég var farinn að ná samherjum mínum í gæðum en ég hafði enn þá þennan vilja til að ná lengra en þeir,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, viðurkennir að fyrstu árin í atvinnumennskunni hafi verið honum erfið, en hann fór 16 ára gamall í unglingaakademíu AZ Alkmaar í Hollandi. Fyrirliðinn segir frá fyrstu skrefunum í atvinnumennskunni líkt og aðrir strákanna okkar í aukefni myndarinnar Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. „Það var stórt stökk upp á við fyrir Akureyring að fara til Hollands og á þeim tímapunkti hugsaði ég að nú væri kominn tími til að gera þetta almennilega fyrst maður var kominn út í þetta,“ segir Aron sem átti erfitt uppdráttar til að byrja með. „Ég hringdi oft hágrenjandi í mömmu á kvöldin af því að mér leið illa í Hollandi. Ég fékk alltaf sama svarið frá þeirri gömlu. Hún benti á að félagar mínir myndu gefa aðra höndina fyrir að vera á sama stað og ég var á. Það hvatti mig alltaf meira og meira til að ná sem lengst.“ Aron Einar segir frá því að hann hafi ekki verið sá besti þegar hann fór út en gamla íslenska viðhorfið sem íslenskum fótboltamönnum hefur svo oft verið hrósað fyrir kom honum á endanum jafnlangt og raun ber vitni. „Það var mikill gæðamunur á mér og jafnöldrum mínum í Hollandi en það sem við Íslendingar höfum yfir aðrar þjóðir er viðhorfið,“ segir hann. „Á einhverjum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég var farinn að ná samherjum mínum í gæðum en ég hafði enn þá þennan vilja til að ná lengra en þeir,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00