Vill að brugðist verði við offramleiðslunni Sveinn Arnarson skrifar 16. desember 2016 07:00 Afurðastöðvarnar segja ekki mikla framlegð í lambakjöti eins og staðan er í dag. Vísir/Pjetur Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar þingsins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segir auðvelt að færa fyrir því rök að framleitt sé of mikið af lambakjöti í dag. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir gríðarlega mikilvægt að stöðva offramleiðslu á lambakjöti. Í fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi er áætlað að setja eitt hundrað milljónir króna í markaðsátak til að reyna að selja lambakjöt erlendis. Er talið að birgðir muni aukast og verðfall verði á innlendum mörkuðum ef ekki næst að selja um átta hundruð til eitt þúsund tonn af lambakjöti á erlenda markaði. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessorMeð öðrum orðum eiga landsmenn að greiða fyrir útflutningi og því viðhalda hærra verði til sín þegar þeir kaupa lambakjöt að mati Þórólfs Matthíassonar. „Þetta er auðvitað galið að ætla neytendum að greiða fyrir afsetningu á afurð sem er sannarlega offramleidd hér á landi,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að hætta þeim fíflalátum og ráðast að rót vandans sem er offramleiðsla.“ Haraldur Benediktsson segir mýmörg dæmi fyrir því að erlend ríki kaupi afurðir af bændum til afsetningar. „Bandaríkjamenn keyptu osta fyrir milljarða Bandaríkjadollara fyrir ekki svo margt löngu og Evrópusambandið hefur verið að kaupa gríðarmikið af mjólkurkvóta til að mynda. Slíkt kerfi er ekki til hér. Það er hægt að færa fyrir því rök að við séum að framleiða of mikið í núverandi ástandi, en þær aðstæður eru líklega tímabundnar,“ segir Haraldur. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og formaður markaðsráðs kindakjöts segir styrkingu krónunnar og Úkraínudeiluna valda erfiðleikum en að neytendur og bændur séu í sama liði. „Alþjóðlegur samanburður á smásöluverði sýnir jafnframt að verð á lambakjöti til neytenda er mjög lágt hér á landi,“ segir hann. „Ríkisstjórn Íslands lofaði sérstöku framlagi haustið 2016 til að bregðast við þessu tímabundna ástandi eins og fram kemur í fjáraukalögum sem nú eru til meðferðar hjá Alþingi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar þingsins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segir auðvelt að færa fyrir því rök að framleitt sé of mikið af lambakjöti í dag. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir gríðarlega mikilvægt að stöðva offramleiðslu á lambakjöti. Í fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi er áætlað að setja eitt hundrað milljónir króna í markaðsátak til að reyna að selja lambakjöt erlendis. Er talið að birgðir muni aukast og verðfall verði á innlendum mörkuðum ef ekki næst að selja um átta hundruð til eitt þúsund tonn af lambakjöti á erlenda markaði. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessorMeð öðrum orðum eiga landsmenn að greiða fyrir útflutningi og því viðhalda hærra verði til sín þegar þeir kaupa lambakjöt að mati Þórólfs Matthíassonar. „Þetta er auðvitað galið að ætla neytendum að greiða fyrir afsetningu á afurð sem er sannarlega offramleidd hér á landi,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að hætta þeim fíflalátum og ráðast að rót vandans sem er offramleiðsla.“ Haraldur Benediktsson segir mýmörg dæmi fyrir því að erlend ríki kaupi afurðir af bændum til afsetningar. „Bandaríkjamenn keyptu osta fyrir milljarða Bandaríkjadollara fyrir ekki svo margt löngu og Evrópusambandið hefur verið að kaupa gríðarmikið af mjólkurkvóta til að mynda. Slíkt kerfi er ekki til hér. Það er hægt að færa fyrir því rök að við séum að framleiða of mikið í núverandi ástandi, en þær aðstæður eru líklega tímabundnar,“ segir Haraldur. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og formaður markaðsráðs kindakjöts segir styrkingu krónunnar og Úkraínudeiluna valda erfiðleikum en að neytendur og bændur séu í sama liði. „Alþjóðlegur samanburður á smásöluverði sýnir jafnframt að verð á lambakjöti til neytenda er mjög lágt hér á landi,“ segir hann. „Ríkisstjórn Íslands lofaði sérstöku framlagi haustið 2016 til að bregðast við þessu tímabundna ástandi eins og fram kemur í fjáraukalögum sem nú eru til meðferðar hjá Alþingi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira