Lögreglan minnkar eftirlit við Gullna hringinn Benedikt Bóas skrifar 16. desember 2016 07:00 Gullfoss í Klakaböndum með ferðamenn sér við hlið. Vísir/GVA „Við teljum að við þessar aðstæður sé ekki rétt að draga úr eftirliti á meðan ferðamönnum er enn að fjölga,“ segir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, en fjármagn til að sinna eftirliti við Gullna hringinn, í Öræfum, á hálendinu og í uppsveitum Árnessýslu var ekki á fjárlögum. „Það segir sig sjálft að það mun draga úr getu okkar að sinna eftirliti á þessum stöðum,“ bætir hann við. Hann er þó bjartsýnn á að fjármagnið muni skila sér en það var metið á ársgrundvelli 102 milljónir króna. Lögregluumdæmi Suðurlands er gríðarlega stórt og víðfeðmt. Nær frá Höfn í Hornafirði í austri að Hveragerði. Þar eru flestar af náttúruperlum landsins og flestir ferðamenn sem koma hingað keyra um umdæmið. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu 132 þúsund ferðamenn hingað til lands í nóvember en þeir voru 21 þúsund í sama mánuði árið 2010. Um 55 prósent sögðu í könnun ráðsins í september hafa farið að skoða perlur Suðurlands. Kjartan segir að 36 lögreglumenn séu fastráðnir hjá lögregluembættinu og tveir í sértæku umferðareftirliti en betur má ef duga skal. „Við gerum okkur von um að þetta fjármagn komi til baka - verður maður ekki að vera bjartsýnn,“ segir lögreglustjórinn. Bæjarráð Hornafjarðar skoraði á Alþingi að setja aukið fjármagn til lögreglustjóraembættisins á fundi sínum á mánudag og sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsti yfir vonbrigðum með fjárlögin. „Til grundvallar þessum fjárheimildum frá fyrra ári lá vönduð undirbúningsvinna m.t.t. fjölgunar ferðamanna og verulega aukinnar umferðar. Þegar litið er til aukinnar umferðar og fjölgunar slysa er þessi niðurstaða með öllu óásættanleg enda skerðist verulega hvort tveggja, öryggi íbúa umdæmisins og annarra vegfarenda,“ segir í ályktun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Við teljum að við þessar aðstæður sé ekki rétt að draga úr eftirliti á meðan ferðamönnum er enn að fjölga,“ segir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, en fjármagn til að sinna eftirliti við Gullna hringinn, í Öræfum, á hálendinu og í uppsveitum Árnessýslu var ekki á fjárlögum. „Það segir sig sjálft að það mun draga úr getu okkar að sinna eftirliti á þessum stöðum,“ bætir hann við. Hann er þó bjartsýnn á að fjármagnið muni skila sér en það var metið á ársgrundvelli 102 milljónir króna. Lögregluumdæmi Suðurlands er gríðarlega stórt og víðfeðmt. Nær frá Höfn í Hornafirði í austri að Hveragerði. Þar eru flestar af náttúruperlum landsins og flestir ferðamenn sem koma hingað keyra um umdæmið. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu 132 þúsund ferðamenn hingað til lands í nóvember en þeir voru 21 þúsund í sama mánuði árið 2010. Um 55 prósent sögðu í könnun ráðsins í september hafa farið að skoða perlur Suðurlands. Kjartan segir að 36 lögreglumenn séu fastráðnir hjá lögregluembættinu og tveir í sértæku umferðareftirliti en betur má ef duga skal. „Við gerum okkur von um að þetta fjármagn komi til baka - verður maður ekki að vera bjartsýnn,“ segir lögreglustjórinn. Bæjarráð Hornafjarðar skoraði á Alþingi að setja aukið fjármagn til lögreglustjóraembættisins á fundi sínum á mánudag og sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsti yfir vonbrigðum með fjárlögin. „Til grundvallar þessum fjárheimildum frá fyrra ári lá vönduð undirbúningsvinna m.t.t. fjölgunar ferðamanna og verulega aukinnar umferðar. Þegar litið er til aukinnar umferðar og fjölgunar slysa er þessi niðurstaða með öllu óásættanleg enda skerðist verulega hvort tveggja, öryggi íbúa umdæmisins og annarra vegfarenda,“ segir í ályktun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira