Læknaráð segir framlag til Landspítalans ófullnægjandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2016 11:28 Vísir/Vilhelm Læknaráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhuggjum af ófullnægjandi ríkisframlagi til spítalans í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Ráðið telur að það geti hafi alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemi og faglega stöðu heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá segir stjórn ráðsins að Alþingi verði að bregðast við. Í tilkynningu frá læknaráði segir að vöxtur í starfsemi Landspítalans haldi áfram eins og við sé að búast miðað við fjölgun landsmanna, öldrun þjóðarinnar, aukna byrði langvinnra sjúkdóma og fjölgun ferðamanna. Þá segir að útgjaldarammi spítalans í frumvarpinu sé ekki í takt við þessa þróun. Á föstu verðlagi sé framlag til reksturs fyrir árið 2017 sambæranlegt við árið 2005, en 2,8 milljörðum lægra en 2008. „Þetta telur læknaráð Landspítala óásættanlegt og ógn við það hlutverk sem sjúkrahúsinu er ætlað að gegna. Uppsöfnuð viðbótarfjárþörf Landspítalans 2017 er metin tæpir 12 milljarðar króna miðað við fjárlög 2016 og alls 66 milljarðar króna á næstu 5 árum.“ Enn fremur segir ráðið að án slíkrar innspýttingar í rekstur spítalans sé hætta á ófullnægjandi framþróun í heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá kalli núverandi frumvarp á samdrátt og skerðingu þjónustunnar. Það sé ógn við öryggi sjúklinga og heilbrigðiskerfi landsmanna til lengri og skemmri tíma. Þá bendir læknaráð á að núverandi fjárlagafrumvarp sé í fullkominni andstöðu við yfirlýsingar forsætisráðherra og annarra sem undirrituð var í tengslum við kjarasamning lækna í byrjun árs 2015. Þar stóð: „Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd“. Hins vegar séu útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi 8,8 prósent af vergri landsframleiðslu en 9,6 til 11,1 prósent á hinum Norðulöndunum. Alþingi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Læknaráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhuggjum af ófullnægjandi ríkisframlagi til spítalans í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Ráðið telur að það geti hafi alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemi og faglega stöðu heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá segir stjórn ráðsins að Alþingi verði að bregðast við. Í tilkynningu frá læknaráði segir að vöxtur í starfsemi Landspítalans haldi áfram eins og við sé að búast miðað við fjölgun landsmanna, öldrun þjóðarinnar, aukna byrði langvinnra sjúkdóma og fjölgun ferðamanna. Þá segir að útgjaldarammi spítalans í frumvarpinu sé ekki í takt við þessa þróun. Á föstu verðlagi sé framlag til reksturs fyrir árið 2017 sambæranlegt við árið 2005, en 2,8 milljörðum lægra en 2008. „Þetta telur læknaráð Landspítala óásættanlegt og ógn við það hlutverk sem sjúkrahúsinu er ætlað að gegna. Uppsöfnuð viðbótarfjárþörf Landspítalans 2017 er metin tæpir 12 milljarðar króna miðað við fjárlög 2016 og alls 66 milljarðar króna á næstu 5 árum.“ Enn fremur segir ráðið að án slíkrar innspýttingar í rekstur spítalans sé hætta á ófullnægjandi framþróun í heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá kalli núverandi frumvarp á samdrátt og skerðingu þjónustunnar. Það sé ógn við öryggi sjúklinga og heilbrigðiskerfi landsmanna til lengri og skemmri tíma. Þá bendir læknaráð á að núverandi fjárlagafrumvarp sé í fullkominni andstöðu við yfirlýsingar forsætisráðherra og annarra sem undirrituð var í tengslum við kjarasamning lækna í byrjun árs 2015. Þar stóð: „Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd“. Hins vegar séu útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi 8,8 prósent af vergri landsframleiðslu en 9,6 til 11,1 prósent á hinum Norðulöndunum.
Alþingi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira