Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2016 18:55 Sjómenn lögðu niður störf klukkan átta og héldu til hafnar. Vísir/Vilhelm Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. Ótímabundið verkfall sjómanna hófst klukkan átta á miðvikudagskvöld en þeir hafa nú í annað sinn á árinu fellt kjarasamninga við útgerðarfyrirtæki. Hvað fer þjóðarbúið á mis við þegar veiðar og vinnsla eru annars vegar vegna verkfalls sjómanna? Íslensk fyrirtæki selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 640 milljónir króna á dag samkvæmt tölum sem fréttastofan aflaði hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Á viku eru þetta rúmlega 7,2 milljarðar króna. Á þriggja mánaða tímabili í desember, janúar og febrúar næstkomandi var áætlað að Íslendingar myndu selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 57,6 milljarða króna. Það er því ljóst að verkfall sjómanna verður mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúið ef það dregst á langinn.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsVísirTelur langa og erfiða deilu framundan „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar auðvitað bítur. Menn telja sig komna út í horn. Sjómenn segja okkur það jeð því að fella í annað skiptið kjarasamning sem borinn er á borð fyrir þá. Ef þetta er orðið svona þá þarf eitthvað meira að koma til heldur en það sem var í boði,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. En hver er kjarninn í ágreiningu sjómanna og útgerðarfyrirtækja? Upplifun þessara aðila af kjaraviðræðunum er mjög ólík. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær gær að „erfitt væri að lækna ósætti sem ekki væri hönd á festandi.“ Sjómenn hafa aðallega lagt áherslu á mönnun skipa sem þeir telja óboðlega og þátttöku sjómanna í olíukostnaði sem þeir eru ósáttir við. Þá vilja þeir hækkun sjómannaafsláttar. „Lausnin er að ganga að öllum okkar kröfum. Það er bara þannig. Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því að þegar tveir deila er stundum erfitt að finna lausnir. Mig grunar að þetta geti orðið löng og erfið deila,“ segir Valmundur. Verkfall sjómanna Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. Ótímabundið verkfall sjómanna hófst klukkan átta á miðvikudagskvöld en þeir hafa nú í annað sinn á árinu fellt kjarasamninga við útgerðarfyrirtæki. Hvað fer þjóðarbúið á mis við þegar veiðar og vinnsla eru annars vegar vegna verkfalls sjómanna? Íslensk fyrirtæki selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 640 milljónir króna á dag samkvæmt tölum sem fréttastofan aflaði hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Á viku eru þetta rúmlega 7,2 milljarðar króna. Á þriggja mánaða tímabili í desember, janúar og febrúar næstkomandi var áætlað að Íslendingar myndu selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 57,6 milljarða króna. Það er því ljóst að verkfall sjómanna verður mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúið ef það dregst á langinn.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsVísirTelur langa og erfiða deilu framundan „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar auðvitað bítur. Menn telja sig komna út í horn. Sjómenn segja okkur það jeð því að fella í annað skiptið kjarasamning sem borinn er á borð fyrir þá. Ef þetta er orðið svona þá þarf eitthvað meira að koma til heldur en það sem var í boði,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. En hver er kjarninn í ágreiningu sjómanna og útgerðarfyrirtækja? Upplifun þessara aðila af kjaraviðræðunum er mjög ólík. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær gær að „erfitt væri að lækna ósætti sem ekki væri hönd á festandi.“ Sjómenn hafa aðallega lagt áherslu á mönnun skipa sem þeir telja óboðlega og þátttöku sjómanna í olíukostnaði sem þeir eru ósáttir við. Þá vilja þeir hækkun sjómannaafsláttar. „Lausnin er að ganga að öllum okkar kröfum. Það er bara þannig. Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því að þegar tveir deila er stundum erfitt að finna lausnir. Mig grunar að þetta geti orðið löng og erfið deila,“ segir Valmundur.
Verkfall sjómanna Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira