Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Þorgeir Helgason skrifar 17. desember 2016 07:00 Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. „Við erum að klára fiskinn á mánudaginn. Við reynum að fá einhvern afla frá smábátum en það verður óverulegt magn, sérstaklega núna yfir háveturinn. Á meðan verkfallið varir sjáum við fram á að það verði lítil sem engin vinna í boði,“ segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda. Verkfall sjómanna hófst á miðvikudagskvöld þegar helstu stéttarfélög sjómanna höfnuðu kjarasamningum í kosningu. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands höfnuðu samningnum. Verkfallið hefur mikil áhrif á fiskvinnslu í landinu og áætlar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að það verði til þess að sjö þúsund manns leggi niður störf. Sigurður hefur áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist á meðan verkfallið varir. „Norðmenn munu geta útvegað fiskinn sem við getum ekki á meðan verkfallið varir. Þeir eru harðir sölumenn og munu ekki sleppa tökunum af mörkuðunum svo létt nái þeir að taka þá yfir,“ segir Sigurður. Hann segist sjá fram á mikið tap í rekstri og verið sé að leita leiða til að lágmarka skaðann. „Það er djöfullegt að þetta skuli gerast,“ bætir hann við. Sigurður vonast til þess að deilan verði leyst fljótlega því annars sé mikið atvinnuleysi fram undan hjá fiskvinnslustarfsfólki. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að engin vinnsla sé í gangi hjá Síldarvinnslunni. „Það er augljóst að á meðan flotinn er í landi, þá erum við ekki að vinna,“ segir Gunnþór. „Fiskvinnslan í Hnífsdal kláraði að vinna þann fisk sem var til í gær,“ segir Sveinn Guðjónsson, verksmiðjustjóri vinnslunnar. Framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Stefán Friðriksson, reiknar með að vinnslan geti starfað fram á þriðjudag, en þá muni um hundrað manns þurfa að hætta störfum. Verkfall sjómanna kom engum í opna skjöldu og hefur verð fiskafurða hækkað mikið síðustu vikuna. „Ég er nokkuð viss um að á meðan verkfallið varir muni verð á fiski hækka áfram. Það hækkaði strax í þessari viku og það hækkaði töluvert í nóvember þegar sjómenn fóru í verkfall þá,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofnunar fiskmarkaða. Í tilkynningu frá Reiknistofnun fiskmarkaða segir að ekkert uppboð verði á fiskafurðum í dag af augljósum ástæðum. „Það er auðvitað út af verkfallinu, það er svo lítið magn til sölu og okkur fannst ekki forsvaranlegt að kalla út alla tugi eða hundruð manna fyrir nokkra tugi tonna af fiski,“ segir Eyjólfur en í gær seldust um tuttugu tonn af fiski á uppboði fiskmarkaða en að meðaltali eru seld um 350 tonn á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við erum að klára fiskinn á mánudaginn. Við reynum að fá einhvern afla frá smábátum en það verður óverulegt magn, sérstaklega núna yfir háveturinn. Á meðan verkfallið varir sjáum við fram á að það verði lítil sem engin vinna í boði,“ segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda. Verkfall sjómanna hófst á miðvikudagskvöld þegar helstu stéttarfélög sjómanna höfnuðu kjarasamningum í kosningu. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands höfnuðu samningnum. Verkfallið hefur mikil áhrif á fiskvinnslu í landinu og áætlar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að það verði til þess að sjö þúsund manns leggi niður störf. Sigurður hefur áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist á meðan verkfallið varir. „Norðmenn munu geta útvegað fiskinn sem við getum ekki á meðan verkfallið varir. Þeir eru harðir sölumenn og munu ekki sleppa tökunum af mörkuðunum svo létt nái þeir að taka þá yfir,“ segir Sigurður. Hann segist sjá fram á mikið tap í rekstri og verið sé að leita leiða til að lágmarka skaðann. „Það er djöfullegt að þetta skuli gerast,“ bætir hann við. Sigurður vonast til þess að deilan verði leyst fljótlega því annars sé mikið atvinnuleysi fram undan hjá fiskvinnslustarfsfólki. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að engin vinnsla sé í gangi hjá Síldarvinnslunni. „Það er augljóst að á meðan flotinn er í landi, þá erum við ekki að vinna,“ segir Gunnþór. „Fiskvinnslan í Hnífsdal kláraði að vinna þann fisk sem var til í gær,“ segir Sveinn Guðjónsson, verksmiðjustjóri vinnslunnar. Framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Stefán Friðriksson, reiknar með að vinnslan geti starfað fram á þriðjudag, en þá muni um hundrað manns þurfa að hætta störfum. Verkfall sjómanna kom engum í opna skjöldu og hefur verð fiskafurða hækkað mikið síðustu vikuna. „Ég er nokkuð viss um að á meðan verkfallið varir muni verð á fiski hækka áfram. Það hækkaði strax í þessari viku og það hækkaði töluvert í nóvember þegar sjómenn fóru í verkfall þá,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofnunar fiskmarkaða. Í tilkynningu frá Reiknistofnun fiskmarkaða segir að ekkert uppboð verði á fiskafurðum í dag af augljósum ástæðum. „Það er auðvitað út af verkfallinu, það er svo lítið magn til sölu og okkur fannst ekki forsvaranlegt að kalla út alla tugi eða hundruð manna fyrir nokkra tugi tonna af fiski,“ segir Eyjólfur en í gær seldust um tuttugu tonn af fiski á uppboði fiskmarkaða en að meðaltali eru seld um 350 tonn á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira