Verkfallið mun koma illa við fiskverkunarfólk jóhann k. jóhannsson skrifar 17. desember 2016 13:43 Verkfall sjómanna hófst á miðvikudaginn var. mynd(visir Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands að oft væri talað um að verkföll ættu ekki að bitna á þriðja aðila, en ef þau gerðu það ekki þá myndu þau ekki bíta. Verkfall sjómanna sem hófst á miðvikudagskvöld kostar þjóðarbúið stórar fjárhæðir og hefur áhrif á störf fjölda fólks sem vinnur við fiskvinnslu. Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að fiskur sé að klárast hjá fiskvinnslum.Fiskverkunarfólk sent heim Jón Steinar Elíasson er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. „Það er allt að verða tómt. Það er ekkert annað sem tekur við, það verður bara að senda fólkið heim. Það verður eitthvað af smábátum en það er nú varla til að byggja á. Þetta hefur auðvitað slæm áhrif, það er engin spurning. Auðvitað þarf að greiða fólkinu laun og það er skaði af þessu. Ekki bara skaði fyrir fyrirtækin, gagnvart launum fólksins, heldur líka gagvart mörkuðum.“ Jón segir að tíminn milli jóla og nýárs og fyrstu tvær vikurnar í janúar séu góður sölutími fyrir ferskan fisk og fullyrðir að mikið sé í húfi. Sigurður Bessason formaður Eflingar.Tekjuskerðing óhjákvæmileg Verkfall sjómanna hefur áhrif á störf þúsunda í landi sem starfa í fiskvinnslu. Sigurður Bessason formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi að verkfallið væri enn ekki farið að hafa áhrif en stutt væri í það þar sem fiskur færi að klárast. „Við erum náttúrulega að vinna með þessi mál þessa dagana og væntanlega mun þetta skýrast betur næstu vikuna." Þegar fiskur klárast er engin vinna fyrir fólk í fiskvinnslum. „Við höfum látið skoða þetta og það er okkar mat að þetta fólk eigi rétt á atvinnuleysisbótum í framhaldinu. Ég veit hins vegar líka að verið er að skoða þessar reglur innan Vinnumálastofnunar og ég á ekki von á því að þar verði komist að einhverri annarri niðurstöðu,“ sagði Sigurður. Slíkt gæti haft í för með sér tekjuskerðingu fyrir þessa starfsmenn. „Það er hluti af því sem gerist, þegar vinna fellur niður, að atvinnuleysisbætur eru mun lægri en hefðbundnar launatekjur." Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands að oft væri talað um að verkföll ættu ekki að bitna á þriðja aðila, en ef þau gerðu það ekki þá myndu þau ekki bíta. Verkfall sjómanna sem hófst á miðvikudagskvöld kostar þjóðarbúið stórar fjárhæðir og hefur áhrif á störf fjölda fólks sem vinnur við fiskvinnslu. Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að fiskur sé að klárast hjá fiskvinnslum.Fiskverkunarfólk sent heim Jón Steinar Elíasson er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. „Það er allt að verða tómt. Það er ekkert annað sem tekur við, það verður bara að senda fólkið heim. Það verður eitthvað af smábátum en það er nú varla til að byggja á. Þetta hefur auðvitað slæm áhrif, það er engin spurning. Auðvitað þarf að greiða fólkinu laun og það er skaði af þessu. Ekki bara skaði fyrir fyrirtækin, gagnvart launum fólksins, heldur líka gagvart mörkuðum.“ Jón segir að tíminn milli jóla og nýárs og fyrstu tvær vikurnar í janúar séu góður sölutími fyrir ferskan fisk og fullyrðir að mikið sé í húfi. Sigurður Bessason formaður Eflingar.Tekjuskerðing óhjákvæmileg Verkfall sjómanna hefur áhrif á störf þúsunda í landi sem starfa í fiskvinnslu. Sigurður Bessason formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi að verkfallið væri enn ekki farið að hafa áhrif en stutt væri í það þar sem fiskur færi að klárast. „Við erum náttúrulega að vinna með þessi mál þessa dagana og væntanlega mun þetta skýrast betur næstu vikuna." Þegar fiskur klárast er engin vinna fyrir fólk í fiskvinnslum. „Við höfum látið skoða þetta og það er okkar mat að þetta fólk eigi rétt á atvinnuleysisbótum í framhaldinu. Ég veit hins vegar líka að verið er að skoða þessar reglur innan Vinnumálastofnunar og ég á ekki von á því að þar verði komist að einhverri annarri niðurstöðu,“ sagði Sigurður. Slíkt gæti haft í för með sér tekjuskerðingu fyrir þessa starfsmenn. „Það er hluti af því sem gerist, þegar vinna fellur niður, að atvinnuleysisbætur eru mun lægri en hefðbundnar launatekjur."
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00
Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00
Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27