Fjölmargir mættu til að sjá hið gamla lifna við - Myndir Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2016 17:00 66°Norður hélt skemmtilega kynningu á nýrri afmælislínu af tilefni 90 ára afmælis fyrirtækisins á dögunum. Íslenska útivistarmerkið á rætur að rekja til ársins 1926 þegar stofnandi þess, Hans Kristjánsson, hóf að framleiða fatnað á íslenska sjómenn. Í tilefni afmælisins hefur verið gerð lítil afmælislína þar sem finna má nokkrar flíkur sem ættu að vera landsmönnum vel kunnar. Um er að ræða endurgerðir af vinsælum flíkum í gegnum tíðina en einnig nýjar þar sem sóttur hefur verið innblástur í arfleifð fyrirtækisins. Á meðal flíka sem má finna í línunni er Kría útivistarjakkinn sem var ansi áberandi á tíunda áratugnum. Hann er núna kominn í óbreyttu sniði en úr tæknilegu efni frá Polartec sem gerir hann að mjög góðan alhliða útivistarjakka í 90‘s sniði. Í línunni má einnig finna Kríu flíspeysuna og Kraft gallann sem varla þarf að kynna fyrir Íslendingum. Kraft gallinn var nánast einkennisbúningur íslenskra ungmenna á tímabili og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að festa sig aftur í sessi. Margt góðra gesta kíkti á kynninguna sem haldin var í verslun 66°Norður á Laugavegi. Logi Petro spilaði tónlist og myndaðist góð stemmning á meðan kynningunni stóð. Hér að ofan má sjá myndir úr teitinu. Tíska og hönnun Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
66°Norður hélt skemmtilega kynningu á nýrri afmælislínu af tilefni 90 ára afmælis fyrirtækisins á dögunum. Íslenska útivistarmerkið á rætur að rekja til ársins 1926 þegar stofnandi þess, Hans Kristjánsson, hóf að framleiða fatnað á íslenska sjómenn. Í tilefni afmælisins hefur verið gerð lítil afmælislína þar sem finna má nokkrar flíkur sem ættu að vera landsmönnum vel kunnar. Um er að ræða endurgerðir af vinsælum flíkum í gegnum tíðina en einnig nýjar þar sem sóttur hefur verið innblástur í arfleifð fyrirtækisins. Á meðal flíka sem má finna í línunni er Kría útivistarjakkinn sem var ansi áberandi á tíunda áratugnum. Hann er núna kominn í óbreyttu sniði en úr tæknilegu efni frá Polartec sem gerir hann að mjög góðan alhliða útivistarjakka í 90‘s sniði. Í línunni má einnig finna Kríu flíspeysuna og Kraft gallann sem varla þarf að kynna fyrir Íslendingum. Kraft gallinn var nánast einkennisbúningur íslenskra ungmenna á tímabili og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að festa sig aftur í sessi. Margt góðra gesta kíkti á kynninguna sem haldin var í verslun 66°Norður á Laugavegi. Logi Petro spilaði tónlist og myndaðist góð stemmning á meðan kynningunni stóð. Hér að ofan má sjá myndir úr teitinu.
Tíska og hönnun Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira