Guðni Th. brýndi fyrir þingmönnum að endurheimta traust á Alþingi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2016 14:46 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands setti í dag 146. löggjafaþing Vísir/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, brýndi fyrir þingmönnum að endurreisa traust almennings á Alþingi í þingsetningarávarpi sínu. 146. löggjafaþing Íslendinga var sett í dag. Þing er nú sett við óvenjulegar aðstæður en rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Engin ríkisstjórn hefur verið mynduð og í ávarpi sínu minntist Guðni Th. á hvernig fyrri forsetar hefðu glímt við sambærilegar aðstæður. „Í dag er þess minnst að rétt öld er liðin frá fæðingu Kristjáns Eldjárns en árin 1968 til 1980 má segja að þá hafi verið nær samfelld stjórnarkreppa,“ sagði Guðni Th. og bætti því við að Kristján hefði haft það að leiðarljósi að ekki mætti útiloka neinn flokk frá stjórnarmyndunarviðræðum. Sagði Guðni að ætla mætti að almenningi hafi þótt það til vansa hve illa þinginu gekk að mynda ríkisstjórnir á þeim árum. Athyglisvert væri þó að Alþingi hefði áfram notið traust almennings. Ekki væri þó hægt að segja það sama í dag. „Fleira hrundi en bankar,“ sagði Guðni Th. „Fólki fannst þingið hafa brugðist,“ og vísaði Guðni Th. til þess að frá hruninu haustið 2008 hefur traust almennings á Alþingi minnkað mikið og mælst á bilinu tíu til tuttugu prósent.„Endurheimt trausts er senn möguleg og brýn. Nú er lag að auka vegsemd þingsins og virðingu. Takast vissulega á í þingsal, deila hart ef svo ber undir en bæta vinnubrögðin, viðmótið, reglur og þingsköp.“ Alþingi Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, brýndi fyrir þingmönnum að endurreisa traust almennings á Alþingi í þingsetningarávarpi sínu. 146. löggjafaþing Íslendinga var sett í dag. Þing er nú sett við óvenjulegar aðstæður en rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Engin ríkisstjórn hefur verið mynduð og í ávarpi sínu minntist Guðni Th. á hvernig fyrri forsetar hefðu glímt við sambærilegar aðstæður. „Í dag er þess minnst að rétt öld er liðin frá fæðingu Kristjáns Eldjárns en árin 1968 til 1980 má segja að þá hafi verið nær samfelld stjórnarkreppa,“ sagði Guðni Th. og bætti því við að Kristján hefði haft það að leiðarljósi að ekki mætti útiloka neinn flokk frá stjórnarmyndunarviðræðum. Sagði Guðni að ætla mætti að almenningi hafi þótt það til vansa hve illa þinginu gekk að mynda ríkisstjórnir á þeim árum. Athyglisvert væri þó að Alþingi hefði áfram notið traust almennings. Ekki væri þó hægt að segja það sama í dag. „Fleira hrundi en bankar,“ sagði Guðni Th. „Fólki fannst þingið hafa brugðist,“ og vísaði Guðni Th. til þess að frá hruninu haustið 2008 hefur traust almennings á Alþingi minnkað mikið og mælst á bilinu tíu til tuttugu prósent.„Endurheimt trausts er senn möguleg og brýn. Nú er lag að auka vegsemd þingsins og virðingu. Takast vissulega á í þingsal, deila hart ef svo ber undir en bæta vinnubrögðin, viðmótið, reglur og þingsköp.“
Alþingi Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira