3,8 milljarða áhrif skattalækkana „algjör lágmarksáhrif í stóra samhenginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2016 15:56 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir ræddu tekjuöflun ríkisins á þingi í dag. visir/anton brink Heildaráhrif þeirra lækkuna á tekjuskatti einstaklinga sem taka gildi um áramótin eru 3,8 milljarðar. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála-og efnahagsráðherra, umræðu um fjárlagafrumvarp á Alþingi í dag. Sagði Bjarni að þessir 3,8 milljarðar væru „algjör lágmarksáhrif í stóra samhenginu“ þar sem heildartekjur ríkisins væru 770 milljarðar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, veitti Bjarna andsvar eftir framsöguræðu hans og spurði ráðherrann hvort það hefði ekki verið skynsamlegt að fresta gildistöku skattlækkananna þar sem uppsöfnuð fjárfestingaþörf væri mikil, eins og fjármálaráðherra hafði einmitt komið inn á í framsöguræðu sinni.Mikil uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu Nefndi Katrín meðal annars ófjármagnaða samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir kosningarnar í október en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu vantar 15 milljarða upp á til að hún sé fullfjármögnuð. „Ástæða þess að hún var samþykkt var ekki sú að það væru kosningar framundan heldur vitum við að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu, ekki bara vegna niðurskurðar síðustu ára heldur einnig vegna fjölgunar ferðamanna og aukins álags á vegakerfið. Það þarf að afla tekna fyrir þessum framkvæmdum og ég spyr því ráðherrann hvernig hann sér fyrir sér að þingið muni nálgast þetta verkefni,“ sagði Katrín.Ekki hægt að gera allt í einu Bjarni minnti á að í fjárlagafrumvarpinu væru ýmis krónutölugjöld hækkuð umfram verðlag og í því væri fólgin ákveðin mótvægisaðgerð. Ráðherrann sagði mjög auðvelt að koma upp í pontu á þingi og benda á að meiri fjármuni vantaði í ýmis verkefni. „En við þurfum að kunna okkur magamál í útgjöldum. Við getum ekki gert allt í einu. Við erum nýbúin að stórhækka laun. [...] Við ætlum að byggja nýjan Landspítala. Við erum að forgangsraða fjármunum í laun á sama tíma og við erum að auka framlög til menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins og má ég minna á það að við höfum aukið framlög til almannatrygginga um 20 milljarða á 12 mánuðum.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. 7. desember 2016 15:20 Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00 Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Heildaráhrif þeirra lækkuna á tekjuskatti einstaklinga sem taka gildi um áramótin eru 3,8 milljarðar. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála-og efnahagsráðherra, umræðu um fjárlagafrumvarp á Alþingi í dag. Sagði Bjarni að þessir 3,8 milljarðar væru „algjör lágmarksáhrif í stóra samhenginu“ þar sem heildartekjur ríkisins væru 770 milljarðar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, veitti Bjarna andsvar eftir framsöguræðu hans og spurði ráðherrann hvort það hefði ekki verið skynsamlegt að fresta gildistöku skattlækkananna þar sem uppsöfnuð fjárfestingaþörf væri mikil, eins og fjármálaráðherra hafði einmitt komið inn á í framsöguræðu sinni.Mikil uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu Nefndi Katrín meðal annars ófjármagnaða samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir kosningarnar í október en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu vantar 15 milljarða upp á til að hún sé fullfjármögnuð. „Ástæða þess að hún var samþykkt var ekki sú að það væru kosningar framundan heldur vitum við að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu, ekki bara vegna niðurskurðar síðustu ára heldur einnig vegna fjölgunar ferðamanna og aukins álags á vegakerfið. Það þarf að afla tekna fyrir þessum framkvæmdum og ég spyr því ráðherrann hvernig hann sér fyrir sér að þingið muni nálgast þetta verkefni,“ sagði Katrín.Ekki hægt að gera allt í einu Bjarni minnti á að í fjárlagafrumvarpinu væru ýmis krónutölugjöld hækkuð umfram verðlag og í því væri fólgin ákveðin mótvægisaðgerð. Ráðherrann sagði mjög auðvelt að koma upp í pontu á þingi og benda á að meiri fjármuni vantaði í ýmis verkefni. „En við þurfum að kunna okkur magamál í útgjöldum. Við getum ekki gert allt í einu. Við erum nýbúin að stórhækka laun. [...] Við ætlum að byggja nýjan Landspítala. Við erum að forgangsraða fjármunum í laun á sama tíma og við erum að auka framlög til menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins og má ég minna á það að við höfum aukið framlög til almannatrygginga um 20 milljarða á 12 mánuðum.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. 7. desember 2016 15:20 Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00 Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. 7. desember 2016 15:20
Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00
Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53