Vill alls ekki enda ferillinn á tapleiknum á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2016 18:00 Roy Hodgson í leiknum á móti Íslandi. Vísir/Getty Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, sagði starfi sínu lausu aðeins nokkrum mínútum eftir tap á móti Íslandi á EM í fótbolta í Frakklandi. Enska landsliðið tapaði þá 2-1 á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins og Englendingar fóru heim með skottið á milli lappanna. Roy Hodgson hætti áður en ensku fjölmiðlarnir fengu færi á að taka hann almennilega í gegn á síðum sínum en orðspor hans sem knattspyrnuþjálfara var vissulega mjög laskað eftir svona óvænt tap á móti nýliðum Íslands. Roy Hodgson er orðinn 69 ára gamall og búinn að vera að þjálfa í fjóra áratugi. Það bjuggust því flestir við því að karlinn myndi „fara á eftirlaun“ og hætta knattspyrnuþjálfun. Hodgson er hinsvegar ekki á því að hætta og í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali eftir sjokkið í Nice í júní þá sagði hann fréttamanni Sky Sports að hann væri að leita sér að nýju starfi í þjálfun. „Mig langar að koma til baka og hef aldrei liðið betur. Aldur hefur aldrei skipt máli og ég er í fínu formi,“ sagði Hodgson. „Ég tel að þú verðir betri þjálfari með meiri reynslu og maður verður vissulega viturri með árunum,“ sagði Hodgson. „Ég verð bara að bíða og sjá hvað býðst. Ég er ekkert að flýta mér sérstaklega. Ég hef reyndar aldrei verið atvinnulaus í meira en einn eða tvo mánuði í einu. Þessi fjórir til fimm mánuður hafa samt ekkert skaðað mig, sagði Hodgson. „Ég vona að mér bjóðist eitthvað áhugavert starf og það fólk sem vill fá mig viti að þá fái þann þjálfara sem það býst við að fá, sagði Hodgson. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, sagði starfi sínu lausu aðeins nokkrum mínútum eftir tap á móti Íslandi á EM í fótbolta í Frakklandi. Enska landsliðið tapaði þá 2-1 á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins og Englendingar fóru heim með skottið á milli lappanna. Roy Hodgson hætti áður en ensku fjölmiðlarnir fengu færi á að taka hann almennilega í gegn á síðum sínum en orðspor hans sem knattspyrnuþjálfara var vissulega mjög laskað eftir svona óvænt tap á móti nýliðum Íslands. Roy Hodgson er orðinn 69 ára gamall og búinn að vera að þjálfa í fjóra áratugi. Það bjuggust því flestir við því að karlinn myndi „fara á eftirlaun“ og hætta knattspyrnuþjálfun. Hodgson er hinsvegar ekki á því að hætta og í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali eftir sjokkið í Nice í júní þá sagði hann fréttamanni Sky Sports að hann væri að leita sér að nýju starfi í þjálfun. „Mig langar að koma til baka og hef aldrei liðið betur. Aldur hefur aldrei skipt máli og ég er í fínu formi,“ sagði Hodgson. „Ég tel að þú verðir betri þjálfari með meiri reynslu og maður verður vissulega viturri með árunum,“ sagði Hodgson. „Ég verð bara að bíða og sjá hvað býðst. Ég er ekkert að flýta mér sérstaklega. Ég hef reyndar aldrei verið atvinnulaus í meira en einn eða tvo mánuði í einu. Þessi fjórir til fimm mánuður hafa samt ekkert skaðað mig, sagði Hodgson. „Ég vona að mér bjóðist eitthvað áhugavert starf og það fólk sem vill fá mig viti að þá fái þann þjálfara sem það býst við að fá, sagði Hodgson.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira