Innlent

Hunsa ákvörðun og hækka ekki

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Stjórn SASS fundaði á Selfossi.
Stjórn SASS fundaði á Selfossi. vísir/pjetur
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur að tillögu formanns ákveðið að þóknanir sem samtökin greiða til stjórnar og fulltrúa í ráðum og nefndum á vegum samtakanna hækki ekki í samræmi við síðustu ákvörðun kjararáðs frá 29. október.

Þetta var samþykkt samhljóða þrátt fyrir ákvörðun ársþings samtakanna viku fyrir hækkunina frá kjararáði um að laun fylgdu þingfararkaupi.

„Þess í stað skulu laun áfram taka mið af fyrri ákvörðun kjararáðs og skal það gilda þar til Alþingi hefur tekið málið til umfjöllunar,“ segir í bókun stjórnarinnar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×