Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2016 20:58 Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gagnrýninn á ríkisstofnanir í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þar var hann sérstaklega harðorður í garð háskólanna og aðila innan heilbrigðiskerfisins sem hann gagnrýndi fyrir að tala í auknum mæli við fjölmiðla um fjárvöntun, í stað þess að gera það við þing og fjárlaganefnd. „Á síðastliðnum árum hefur mér þótt það færast í vöxt að ríkisaðilar fari beint til fjölmiðla með sín mál. Fyrir nokkrum mánuðum sáum við til dæmis að háskólarnir vörðu talsverðu fé með heilsíðu auglýsingum til að benda á að það skorti á að fjárveitingar væru í samræmi við væntingar þeirra“ sagði Bjarni sem gagnrýndi einnig einstaka ríkisaðila innan heilbrigðiskerfisins fyrir að útlista og sundurliða fjárvöntun sína í fjölmiðlum. „Áður átti þetta samtal sér stað fyrst og fremst við þingið og fjárlaganefnd í tengslum við fjárlagagerðina. Mér þykir þetta ekki mjög heillavænleg þróun“ sagði Bjarni. Þá benti Bjarni jafnframt á að samkvæmt lögum beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur ákveðið. „Það þykir í dag ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm að því fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar.“ „Hér þarf Alþingi að spyrja sig: hver dregur línuna? Hvað ætla menn að gera þegar ríkisaðilar koma fram eins og þeim beri ekki skylda til að hlýta lögum Alþingis í þessu efnum? Í mínum huga er það býsna alvarlegt mál.“ Alþingi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gagnrýninn á ríkisstofnanir í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þar var hann sérstaklega harðorður í garð háskólanna og aðila innan heilbrigðiskerfisins sem hann gagnrýndi fyrir að tala í auknum mæli við fjölmiðla um fjárvöntun, í stað þess að gera það við þing og fjárlaganefnd. „Á síðastliðnum árum hefur mér þótt það færast í vöxt að ríkisaðilar fari beint til fjölmiðla með sín mál. Fyrir nokkrum mánuðum sáum við til dæmis að háskólarnir vörðu talsverðu fé með heilsíðu auglýsingum til að benda á að það skorti á að fjárveitingar væru í samræmi við væntingar þeirra“ sagði Bjarni sem gagnrýndi einnig einstaka ríkisaðila innan heilbrigðiskerfisins fyrir að útlista og sundurliða fjárvöntun sína í fjölmiðlum. „Áður átti þetta samtal sér stað fyrst og fremst við þingið og fjárlaganefnd í tengslum við fjárlagagerðina. Mér þykir þetta ekki mjög heillavænleg þróun“ sagði Bjarni. Þá benti Bjarni jafnframt á að samkvæmt lögum beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur ákveðið. „Það þykir í dag ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm að því fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar.“ „Hér þarf Alþingi að spyrja sig: hver dregur línuna? Hvað ætla menn að gera þegar ríkisaðilar koma fram eins og þeim beri ekki skylda til að hlýta lögum Alþingis í þessu efnum? Í mínum huga er það býsna alvarlegt mál.“
Alþingi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira