Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 22:45 Íslenskt stuðningsfólk á EM í Frakklandi. Vísir/Samsettar myndir frá Getty Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Ísland sló í gegn á EM í Frakklandi í sumar, bæði strákarnir inn á vellinum með því að komast alla leið í átta liða úrslitin en líka stuðningsfólkið sem streymdi til Frakklands og málaði stúkurnar bláar. Víkingsklappið hjálpaði íslenska stuðningsfólkinu að fanga athygli heimsins þar sem leikmenn og stuðningsfólk sameinaðasti í að búa til magnað stemningu eftir leiki íslenska liðsins. Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Þeir klikkuðu að sjálfsögðu ekki á því að velja íslenska stuðningsfólkið en eins og eru tilnefndir stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Stuðningsmenn ADO Den Haag í Hollandi eru tilnefndir fyrir að koma með mikinn fjölda af leikfangadýrin og henda til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia barnaspítalanum í Rotterdam. Þá eru stuðningsmenn Liverpool og Dortmund tilnefndir fyrir að syngja saman „You´ll never walk alone” fyrir leik liðsins í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram daginn fyrir 27 ára minningarafmæli vegna Hillsborough harmleiksins. Stuðningsmenn Dortmund sungu lagið á þýsku með stuðningsmönnum Liverpool sem virðingarvott við þá sem létust í slysinu hræðilega. Ísland kom sér í sviðsljósið með flottri framkomu sinni í Frakklandi í sumar og nú getur íslenska þjóðin hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA. Það er hægt að fara inn á heimasíðu FIFA og kjósa bestu stuðningsmennina.Kosningin fer fram hér en 9. janúar kemur í ljós hver fær verðlaunin. Nú er bara að passa upp á að allir kjósi og að allir kjósi rétt. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Ísland sló í gegn á EM í Frakklandi í sumar, bæði strákarnir inn á vellinum með því að komast alla leið í átta liða úrslitin en líka stuðningsfólkið sem streymdi til Frakklands og málaði stúkurnar bláar. Víkingsklappið hjálpaði íslenska stuðningsfólkinu að fanga athygli heimsins þar sem leikmenn og stuðningsfólk sameinaðasti í að búa til magnað stemningu eftir leiki íslenska liðsins. Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Þeir klikkuðu að sjálfsögðu ekki á því að velja íslenska stuðningsfólkið en eins og eru tilnefndir stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Stuðningsmenn ADO Den Haag í Hollandi eru tilnefndir fyrir að koma með mikinn fjölda af leikfangadýrin og henda til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia barnaspítalanum í Rotterdam. Þá eru stuðningsmenn Liverpool og Dortmund tilnefndir fyrir að syngja saman „You´ll never walk alone” fyrir leik liðsins í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram daginn fyrir 27 ára minningarafmæli vegna Hillsborough harmleiksins. Stuðningsmenn Dortmund sungu lagið á þýsku með stuðningsmönnum Liverpool sem virðingarvott við þá sem létust í slysinu hræðilega. Ísland kom sér í sviðsljósið með flottri framkomu sinni í Frakklandi í sumar og nú getur íslenska þjóðin hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA. Það er hægt að fara inn á heimasíðu FIFA og kjósa bestu stuðningsmennina.Kosningin fer fram hér en 9. janúar kemur í ljós hver fær verðlaunin. Nú er bara að passa upp á að allir kjósi og að allir kjósi rétt.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira