Viðskipti erlent

Faðir Big Mac hamborgarans allur

Atli Ísleifsson skrifar
Delligatti varð 98 ára gamall.
Delligatti varð 98 ára gamall. Mynd/Twitter/McDonald's
Michael „Jim“ Delligatti, maðurinn sem fann upp Bic Mac hamborgarann, er látinn, 98 ára að aldri.

Delligatti fékk hugmyndina að því að hafa tvöfaldan skammt af öllu – buffi, káli, osti, gúrku, lauk og bleiku sósunni – á veitingastað í Unionville í Pennsylvaníu-ríki árið 1967. Alls rak hann 48 McDonald's staði þegar mest var.

Skyndibitakeðjan McDonald‘s lýsir Delligatti sem „goðsagnakenndum“ sem hafi varanlega mótað vörumerkið McDonald's.

Bic Mac hamborgarinn var mun matarmeiri en annað á matseðlinum þegar hann var kynntur til leiks í þá daga. Þá naut borgarinn einnig sérstakra vinsælda vegna „leynisósu“ sinnar.

Delligatti andaðist á mánudag í Pittsburgh.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×