Fidel Castro látinn níræður að aldri Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 09:04 Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu Vísir/Getty Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, lést kl 03:29 í nótt að íslenskum tíma, níræður að aldri. BBC greinir frá. Bróðir hans tilkynnti þjóðinni þetta seint um kvöldið að staðartíma og lýsti yfir þjóðarsorg sem standa ætti í nokkra daga. Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók formlega við stjórn árið 2008 eftir að hafa tímabundið tekið við stjórn landsins árið 2006. Castro er sá pólitískur leiðtogi á 20. öld sem setið hefur hvað lengst á stjórnarstóli án þess að bera konunglegan titil. Hann var bæði dáður og umdeildur þar sem stuðningsmenn hans lofuðu hann fyrir að afhenda Kúbu aftur í hendur íbúanna á meðan að aðrir sökuðu hann um að standa að baki kúgandi stjórnaraðgerðum. Fidel Castro tók við stjórnartaumunum árið 1959 þegar stuðningsmenn hans veltu herstjóranum Fulgencio Batista af valdastóli við ánægjulegar undirtektir margra. Tveimur árum seinna sagði hann í yfirlýsingu að Kúba væri nú kommúnískt ríki sem styddi Sovétríkin en eins og kunnugt er var kalt á milli Fidel Castro og leiðtoga Bandaríkjanna í Washington DC á tímum Kalda stríðsins. Þrátt fyir að á móti blési, meðal annars fyrir tilstilli hótana Bandaríkjanna um innrás og nokkrar morðtilraunir af hendi Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, þá héldu Castro og pólitískar hugmyndir hans velli. Castro hafði haldið sig utan sviðsljóssins í þó nokkurn tíma en skrifaði þó blaðagreinar endrum og eins. Hann kom síðast opinberlega fram í apríl á þessu ári þegar hann hélt ræðu á síðasta þingdegi Kommúnistaflokksins. Þar lagði hann áherslu á að hugmyndir kommúnista væru enn í gildi og skiptu máli fyrir sigur þjóðarinnar. Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa tjáð sig og sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hann hafa verið eina þekktustu persónu 20.aldarinnar og að hans yrði sárt saknað. Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, sagði Castro hafa verið mikinn vin landsins. Ekki virðast þó allir vera miður sín vegna þessa og hafa meðal annars brotist út fagnaðarlæti í Miami en þar búa margir Kúbumenn. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, lést kl 03:29 í nótt að íslenskum tíma, níræður að aldri. BBC greinir frá. Bróðir hans tilkynnti þjóðinni þetta seint um kvöldið að staðartíma og lýsti yfir þjóðarsorg sem standa ætti í nokkra daga. Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók formlega við stjórn árið 2008 eftir að hafa tímabundið tekið við stjórn landsins árið 2006. Castro er sá pólitískur leiðtogi á 20. öld sem setið hefur hvað lengst á stjórnarstóli án þess að bera konunglegan titil. Hann var bæði dáður og umdeildur þar sem stuðningsmenn hans lofuðu hann fyrir að afhenda Kúbu aftur í hendur íbúanna á meðan að aðrir sökuðu hann um að standa að baki kúgandi stjórnaraðgerðum. Fidel Castro tók við stjórnartaumunum árið 1959 þegar stuðningsmenn hans veltu herstjóranum Fulgencio Batista af valdastóli við ánægjulegar undirtektir margra. Tveimur árum seinna sagði hann í yfirlýsingu að Kúba væri nú kommúnískt ríki sem styddi Sovétríkin en eins og kunnugt er var kalt á milli Fidel Castro og leiðtoga Bandaríkjanna í Washington DC á tímum Kalda stríðsins. Þrátt fyir að á móti blési, meðal annars fyrir tilstilli hótana Bandaríkjanna um innrás og nokkrar morðtilraunir af hendi Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, þá héldu Castro og pólitískar hugmyndir hans velli. Castro hafði haldið sig utan sviðsljóssins í þó nokkurn tíma en skrifaði þó blaðagreinar endrum og eins. Hann kom síðast opinberlega fram í apríl á þessu ári þegar hann hélt ræðu á síðasta þingdegi Kommúnistaflokksins. Þar lagði hann áherslu á að hugmyndir kommúnista væru enn í gildi og skiptu máli fyrir sigur þjóðarinnar. Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa tjáð sig og sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hann hafa verið eina þekktustu persónu 20.aldarinnar og að hans yrði sárt saknað. Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, sagði Castro hafa verið mikinn vin landsins. Ekki virðast þó allir vera miður sín vegna þessa og hafa meðal annars brotist út fagnaðarlæti í Miami en þar búa margir Kúbumenn.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira