Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2016 10:30 Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú trúðafaraldur í Grafarvogi. Íbúar þar hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. Þegar húsráðendur líta í átt að glugganum blasir við þeim óhugnanleg sjón. Trúðsandlit starir beint inn um gluggann og hefur þetta orðið til þess að nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglu sem er nú með málið til rannsóknar. Einnig hefur því verið haldið fram að manneskjur með trúðsgrímur hafi elt börn í hverfinu. Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki og það séu ekki einstaklingar á fullorðinsaldri.Alda sem fer yfir heiminn Þetta á sér rót í trúðaæði sem hefur gengið um heiminn undanfarna mánuði. Þessi alda sem nú fer yfir heiminn má rekja aftur til síðastliðins ágústmánaðar þegar níu ára strákur í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sagði móður sinni frá því að tveir karlmenn með trúðagrímur fyrir andlitinu hefðu reynt að lokka hann inn í skóg. Í október síðastliðnum höfðu slíkar tilkynningar borist úr nánast öllum ríkjum Bandaríkjanna,, Ástralíu, Bretlandi, Brasilíu, Chile, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Króatíu, Finnlandi, Þýskalandi, Írlandi, Mexíkó, Nýja Sjálandi, Hollandi, Singapúr, Spáni, Sviss. Undanfari þessara hrekkja er rakinn til ársins 2013 þegar ógnvænlegur trúður sást í Northampton í Englandi. Þar voru að verki þrír kvikmyndagerðarmenn sem voru að herma eftir trúðinum Pennywise úr hrollvekju Stephen King, It.Í mars árið 2014 byrjaði ítalski hrekkjalómurinn Matteo Moroni frá Perugia, sem er með YouTube-rásina DM Pranks, að hrella fólk klæddur sem ógnvekjandi trúður. Myndböndin af hrekkjunum fenguð mörg hundruð milljón áhorfa.Elta uppi trúða Í júlí í fyrra sást manneskja í trúða-klæðnaði við Rosehill-kirkjugarðinn í Chicago. Hann stóð þar og beið eftir að einhver sæi hann, þegar honum var veitt athygli byrjaði hann hægt og rólega að veifa þeim sem horfðu á hann. Hann lét sig svo hverfa inn í skóg en lögregla náði ekki að upplýsa hver var á bak við þennan hrekk. Í október síðastliðnum fóru að berast fregnir af því í Bandaríkjunum að fólk væri farið að elta uppi trúða. Lögreglan í Bandaríkjunum sagði að það væri ekki réttlætanlegt að ráðast á fólk einfaldlega af því að það hafði klætt sig upp sem trúð, en bætti við að fólk ætti að hafa samband samstundis við lögreglu ef það yrði vart við ógnvekjandi hegðun trúðs. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um málið: Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú trúðafaraldur í Grafarvogi. Íbúar þar hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. Þegar húsráðendur líta í átt að glugganum blasir við þeim óhugnanleg sjón. Trúðsandlit starir beint inn um gluggann og hefur þetta orðið til þess að nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglu sem er nú með málið til rannsóknar. Einnig hefur því verið haldið fram að manneskjur með trúðsgrímur hafi elt börn í hverfinu. Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki og það séu ekki einstaklingar á fullorðinsaldri.Alda sem fer yfir heiminn Þetta á sér rót í trúðaæði sem hefur gengið um heiminn undanfarna mánuði. Þessi alda sem nú fer yfir heiminn má rekja aftur til síðastliðins ágústmánaðar þegar níu ára strákur í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sagði móður sinni frá því að tveir karlmenn með trúðagrímur fyrir andlitinu hefðu reynt að lokka hann inn í skóg. Í október síðastliðnum höfðu slíkar tilkynningar borist úr nánast öllum ríkjum Bandaríkjanna,, Ástralíu, Bretlandi, Brasilíu, Chile, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Króatíu, Finnlandi, Þýskalandi, Írlandi, Mexíkó, Nýja Sjálandi, Hollandi, Singapúr, Spáni, Sviss. Undanfari þessara hrekkja er rakinn til ársins 2013 þegar ógnvænlegur trúður sást í Northampton í Englandi. Þar voru að verki þrír kvikmyndagerðarmenn sem voru að herma eftir trúðinum Pennywise úr hrollvekju Stephen King, It.Í mars árið 2014 byrjaði ítalski hrekkjalómurinn Matteo Moroni frá Perugia, sem er með YouTube-rásina DM Pranks, að hrella fólk klæddur sem ógnvekjandi trúður. Myndböndin af hrekkjunum fenguð mörg hundruð milljón áhorfa.Elta uppi trúða Í júlí í fyrra sást manneskja í trúða-klæðnaði við Rosehill-kirkjugarðinn í Chicago. Hann stóð þar og beið eftir að einhver sæi hann, þegar honum var veitt athygli byrjaði hann hægt og rólega að veifa þeim sem horfðu á hann. Hann lét sig svo hverfa inn í skóg en lögregla náði ekki að upplýsa hver var á bak við þennan hrekk. Í október síðastliðnum fóru að berast fregnir af því í Bandaríkjunum að fólk væri farið að elta uppi trúða. Lögreglan í Bandaríkjunum sagði að það væri ekki réttlætanlegt að ráðast á fólk einfaldlega af því að það hafði klætt sig upp sem trúð, en bætti við að fólk ætti að hafa samband samstundis við lögreglu ef það yrði vart við ógnvekjandi hegðun trúðs. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um málið:
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira