Heimir segir Skotum að nýta sér hlutverk lítilmagnans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2016 17:15 Heimir Hallgrímsson fagnar sigri í landsleik. Vísir/Getty Frækinn sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og gerir enn. Englendingar hafa verið í sárum síðan - skipt tvívegis um landsliðsþjálfara á aðeins örfáum mánuðum en freista þess nú að komast aftur á rétta braut með góðum árangri í undankeppni HM 2018. Skotar hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu síðan 1998 og mæta Englendingum á Wembley annað kvöld í undankeppni HM. Skoskir fjölmiðlar rifja af því tilefni upp sigur Íslands á Englandi í sumar og birti skoska dagblaðið Daily Record viðtal við Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska liðsins, í gær. Sjá einnig: Lagerbäck: Enginn Englendingur tók af skarið gegn Íslandi „Það voru engin leyndarmál þennan dag nema leikgreining okkar og fá leikmenn til að trúa á verkefnið,“ sagði Heimir.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/gettyVorum pressulausir og það var lykilatriði „Sálfræðin spilaði mjög stórt hlutverk í sigri okkar. Við höfðum þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna okkar og knattspyrnuáhugamanna víða um heim,“ sagði hann enn fremur. „Við gátum leyft okkur að fara inn í leikinn pressulausir. Það er lykilatriði þegar maður er lítilmagni og auðveldar manni að ná því besta fram.“ „Leikmenn voru afslappaðir og þegar leikurinn hófst fundum við að þetta yrði okkar dagur - jafnvel þó að þeir hafi skorað snemma í leiknum. Okkur tókst að jafna mínútu síðar og allt sem við höfðum planlagt gekk upp.“ Heimir segir að með réttum undirbúningi séu lítilmagnanum allir vegir færir. Þeir hafi vitað allt um enska liðið en Englendingar lítð um það íslenska. Hann bendir einnig á að Lars Lagerbäck hafi aldrei tapað fyrir Englandi á hans landsliðsferli og að það sé líklega engin tilviljun. „Hann notaði örugglega alltaf sama uppleggið gegn Englandi. Öflugan og þéttan varnarleik. Þegar England spilar við Ísland, Svíþjóð og líklega Skotland þá vita Englendingar að þeir eru með betri leikmenn í sínum röðum. Þolinmæði og nánast tortryggin nálgun á leikinn er það sem færði okkur velgengni.“ EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Frækinn sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og gerir enn. Englendingar hafa verið í sárum síðan - skipt tvívegis um landsliðsþjálfara á aðeins örfáum mánuðum en freista þess nú að komast aftur á rétta braut með góðum árangri í undankeppni HM 2018. Skotar hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu síðan 1998 og mæta Englendingum á Wembley annað kvöld í undankeppni HM. Skoskir fjölmiðlar rifja af því tilefni upp sigur Íslands á Englandi í sumar og birti skoska dagblaðið Daily Record viðtal við Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska liðsins, í gær. Sjá einnig: Lagerbäck: Enginn Englendingur tók af skarið gegn Íslandi „Það voru engin leyndarmál þennan dag nema leikgreining okkar og fá leikmenn til að trúa á verkefnið,“ sagði Heimir.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/gettyVorum pressulausir og það var lykilatriði „Sálfræðin spilaði mjög stórt hlutverk í sigri okkar. Við höfðum þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna okkar og knattspyrnuáhugamanna víða um heim,“ sagði hann enn fremur. „Við gátum leyft okkur að fara inn í leikinn pressulausir. Það er lykilatriði þegar maður er lítilmagni og auðveldar manni að ná því besta fram.“ „Leikmenn voru afslappaðir og þegar leikurinn hófst fundum við að þetta yrði okkar dagur - jafnvel þó að þeir hafi skorað snemma í leiknum. Okkur tókst að jafna mínútu síðar og allt sem við höfðum planlagt gekk upp.“ Heimir segir að með réttum undirbúningi séu lítilmagnanum allir vegir færir. Þeir hafi vitað allt um enska liðið en Englendingar lítð um það íslenska. Hann bendir einnig á að Lars Lagerbäck hafi aldrei tapað fyrir Englandi á hans landsliðsferli og að það sé líklega engin tilviljun. „Hann notaði örugglega alltaf sama uppleggið gegn Englandi. Öflugan og þéttan varnarleik. Þegar England spilar við Ísland, Svíþjóð og líklega Skotland þá vita Englendingar að þeir eru með betri leikmenn í sínum röðum. Þolinmæði og nánast tortryggin nálgun á leikinn er það sem færði okkur velgengni.“
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti