Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. nóvember 2016 18:45 Vísir/ÞÞ Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. Útgerðarmenn hafa fundað í allan dag og samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir bjartsýni meðal þeirra sem og sjómannaforystunnar fyrir fundinn á morgun. Aðeins sjö skip úr öllum fiskiskipaflota landsins voru úti á hafi í dag en þau eru þó öll á leiðinni í land. Verkfall sjómanna getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan fisk á erlendum mörkuðum dragist verkfallið á langinn. Markaðsaðilar leitast ekki eftir því að verkfallið leysist heldur leita annað ef varan er ekki til. Þrátt fyrir að tæplega tveir sólarhringar séu liðnir frá því að verkfallið hófst eru enn nokkur skip úti á sjó og sum þeirra langt úti á hafi og getur það tekið þau allt að viku að koma inn til hafnar. Þegar fréttastofan leit við hjá Vaktstöð Siglinga í dag mátti sjá einungis sjö fiskiskip úti til lands. Útgerðarmenn hafa áhyggjur af því að langvarandi vinnustöðvun myndi hafa verulega slæm áhrif á markaði erlendis dragist það á langinn. Formaður Sjómannasambandsins tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum auðvitað ábyrgir hinu megin við borðið líka og við berum ábyrgð á þessu verkfalli ásamt þeim og við erum hluti af deilunni og okkar að leysa hana eins og þeirra,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Ísland nú seinni partinn. Útgerðarmenn veittu ekki í viðtal í dag vegna deilunnar en hittust á fundi þar sem farið var yfir stöðuna og bjuggust við að funda fram eftir kvöldi. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari staðfesti í dag að hún hefur boðað deiluaðila á sinn fund á morgun klukkan fjögur þar sem reynt verður að koma á sáttum svo hægt verði að aflýsa verkfallinu. Valmundur segir að sjómannaforystan hafi hitt útgerðarmenn í dag þar sem náðst hafi að leysa úr nokkrum málum. „Við erum búnir að vera að hittast í dag, útgerðarmenn og sjómannaforystan, og það hafa gengið á milli okkar sendingar og það má segja að við séum bjartsýnni heldur en í gær allavega. Það er ekkert mikið sem stendur út af í raun og veru. Vélstjórarnir búnir að semja og við kannski reynum að gera eitthvað á svipuðum nótum en kannski vonandi eitthvað meira en það kemur bara í ljós,“ sagði Valmundur. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Ólga ríkir á vinnumarkaði, að mati ríkissáttasemjara. Hún segir traust vera forsendu fyrir breyttu kjarasamningslíkani, en skortur er á trausti eftir bankahrunið. Segir of mörgum vinnudeilumálum vera vísað til félagsdóms. 12. nóvember 2016 07:00 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. Útgerðarmenn hafa fundað í allan dag og samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir bjartsýni meðal þeirra sem og sjómannaforystunnar fyrir fundinn á morgun. Aðeins sjö skip úr öllum fiskiskipaflota landsins voru úti á hafi í dag en þau eru þó öll á leiðinni í land. Verkfall sjómanna getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan fisk á erlendum mörkuðum dragist verkfallið á langinn. Markaðsaðilar leitast ekki eftir því að verkfallið leysist heldur leita annað ef varan er ekki til. Þrátt fyrir að tæplega tveir sólarhringar séu liðnir frá því að verkfallið hófst eru enn nokkur skip úti á sjó og sum þeirra langt úti á hafi og getur það tekið þau allt að viku að koma inn til hafnar. Þegar fréttastofan leit við hjá Vaktstöð Siglinga í dag mátti sjá einungis sjö fiskiskip úti til lands. Útgerðarmenn hafa áhyggjur af því að langvarandi vinnustöðvun myndi hafa verulega slæm áhrif á markaði erlendis dragist það á langinn. Formaður Sjómannasambandsins tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum auðvitað ábyrgir hinu megin við borðið líka og við berum ábyrgð á þessu verkfalli ásamt þeim og við erum hluti af deilunni og okkar að leysa hana eins og þeirra,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Ísland nú seinni partinn. Útgerðarmenn veittu ekki í viðtal í dag vegna deilunnar en hittust á fundi þar sem farið var yfir stöðuna og bjuggust við að funda fram eftir kvöldi. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari staðfesti í dag að hún hefur boðað deiluaðila á sinn fund á morgun klukkan fjögur þar sem reynt verður að koma á sáttum svo hægt verði að aflýsa verkfallinu. Valmundur segir að sjómannaforystan hafi hitt útgerðarmenn í dag þar sem náðst hafi að leysa úr nokkrum málum. „Við erum búnir að vera að hittast í dag, útgerðarmenn og sjómannaforystan, og það hafa gengið á milli okkar sendingar og það má segja að við séum bjartsýnni heldur en í gær allavega. Það er ekkert mikið sem stendur út af í raun og veru. Vélstjórarnir búnir að semja og við kannski reynum að gera eitthvað á svipuðum nótum en kannski vonandi eitthvað meira en það kemur bara í ljós,“ sagði Valmundur.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Ólga ríkir á vinnumarkaði, að mati ríkissáttasemjara. Hún segir traust vera forsendu fyrir breyttu kjarasamningslíkani, en skortur er á trausti eftir bankahrunið. Segir of mörgum vinnudeilumálum vera vísað til félagsdóms. 12. nóvember 2016 07:00 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Ólga ríkir á vinnumarkaði, að mati ríkissáttasemjara. Hún segir traust vera forsendu fyrir breyttu kjarasamningslíkani, en skortur er á trausti eftir bankahrunið. Segir of mörgum vinnudeilumálum vera vísað til félagsdóms. 12. nóvember 2016 07:00
Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30