Guðmundur í Brim segir verkfall sjómanna arfavitlaust: „Hann skiptir engu máli“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 20:21 Guðmundur Kristjánsson í Brim og Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. Vísir „Við tökum ekkert mark á Guðmundi,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, um ummæli Guðmundar Kristjánsson í Brim í kvöldfréttum Sjónvarpsins en þar sagði hann verkfall sjómanna vera það arfavitlausasta sem hann hefur orðið vitni að. Guðmundur sagði aðalkröfurnar í kjaradeilum sjómanna og útgerðarmanna hafa varðað verðlagningu á fiski en hann sagðist hafa skilið það svo að sú deila hefði verið leyst fyrir verkfall. Síðan hafi komið upp krafa um að fella niður nýsmíðagjald á sjómenn, sem var umdeilt meðal útgerðarmanna, en að lokum var samþykkt að fella það niður.„Ekki hægt að samþykkja svoleiðis vitleysu“ Guðmundur sagði að skömmu fyrir verkfall hafi komið fram krafa um hversu margir eigi að vera í áhöfn á uppsjávarskipum. „Það er alveg af og frá að sjómannaforystan geti ráðið því hvernig skip eru mönnuð og komið með þá kröfu til dæmis að kokkur á uppsjávarskipi sem er að elda fyrir 7 - 8 karla eigi bara að vera í eldhúsinu allan sólarhringinn. Það er ekki hægt að samþykkja svoleiðis vitleysu,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Var haft eftir Valmundi Valmundssyni í kvöldfréttum Sjónvarpsins að með fámennri áhöfn sé meiri hætta á að reglur um hvíldartíma séu brotnar en Guðmundur í Brim sagði skipstjórann bera ábyrgð á því að hvíldartíminn sé virtur og hann sé bundinn í lög. „Hvaða skip er Valmundur að tala um, hann getur ekki verið ábyrgðarlaus núna. Hann er að senda mörg þúsund manns í verkfall. Þetta er milljarða tjón fyrir samfélagið og hann verður að koma og segja nákvæmlega hvaða skip þetta eru og við verðum þá að grípa inn í með honum og laga þetta,“ sagði Guðmundur.Taka ekki mark á Guðmundi Vísir bar þessi ummæli Guðmundar undir Valmund sem svaraði á móti að sjómenn taki ekkert mark á Guðmundi. „Hann er bara persona non grata í okkar augum,“ segir Valmundur og á þar við að Guðmundur sé með öllu ómarktækur að þeirra mati. „Hann skiptir engu máli. Það er bara þannig að það skipta allir félagsmenn í okkar samtökum jafn miklu máli. Í hans samtökum er farið eftir hvað menn borga mikið og hvað þeir eiga mikinn kvóta, við bara vinnum ekki þannig. Ef við teljum að það sé brotið á rétti einhvers í okkar samtökum þá berjumst við fyrir hann, og það á við um alla okkar félagsmenn. Ef þeir væru með sín samtök þannig uppbyggð, útgerðarmenn, þá værum við ekkert í verkfalli núna,“ segir Valmundur. Þessi ummæli Guðmundar rista því grunnt að mati Valmundar. „Þó einhver einn kall rífi kjaft sem vill fara út á sjó. Við látum það ekki á okkur fá, hann getur bara verið í landi eins og hinir,“ segir Valmundur.Bjartsýni fyrir sáttafund á morgun Guðmundur sagði þetta verkfall vera milljarða tjón fyrir samfélagið en Valmundur tekur ekki undir þau orð. „Ekki ennþá allavega. Það kostar ef menn vilja ekki tala við okkur, það kostar fyrir þá og kostar fyrir okkur.“Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. Útgerðarmenn hafa fundað í allan dag og samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir bjartsýni meðal þeirra sem og sjómannaforystunnar fyrir fundinn á morgun.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um fyrirhugaðan sáttafund á morgun. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51 Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
„Við tökum ekkert mark á Guðmundi,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, um ummæli Guðmundar Kristjánsson í Brim í kvöldfréttum Sjónvarpsins en þar sagði hann verkfall sjómanna vera það arfavitlausasta sem hann hefur orðið vitni að. Guðmundur sagði aðalkröfurnar í kjaradeilum sjómanna og útgerðarmanna hafa varðað verðlagningu á fiski en hann sagðist hafa skilið það svo að sú deila hefði verið leyst fyrir verkfall. Síðan hafi komið upp krafa um að fella niður nýsmíðagjald á sjómenn, sem var umdeilt meðal útgerðarmanna, en að lokum var samþykkt að fella það niður.„Ekki hægt að samþykkja svoleiðis vitleysu“ Guðmundur sagði að skömmu fyrir verkfall hafi komið fram krafa um hversu margir eigi að vera í áhöfn á uppsjávarskipum. „Það er alveg af og frá að sjómannaforystan geti ráðið því hvernig skip eru mönnuð og komið með þá kröfu til dæmis að kokkur á uppsjávarskipi sem er að elda fyrir 7 - 8 karla eigi bara að vera í eldhúsinu allan sólarhringinn. Það er ekki hægt að samþykkja svoleiðis vitleysu,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Var haft eftir Valmundi Valmundssyni í kvöldfréttum Sjónvarpsins að með fámennri áhöfn sé meiri hætta á að reglur um hvíldartíma séu brotnar en Guðmundur í Brim sagði skipstjórann bera ábyrgð á því að hvíldartíminn sé virtur og hann sé bundinn í lög. „Hvaða skip er Valmundur að tala um, hann getur ekki verið ábyrgðarlaus núna. Hann er að senda mörg þúsund manns í verkfall. Þetta er milljarða tjón fyrir samfélagið og hann verður að koma og segja nákvæmlega hvaða skip þetta eru og við verðum þá að grípa inn í með honum og laga þetta,“ sagði Guðmundur.Taka ekki mark á Guðmundi Vísir bar þessi ummæli Guðmundar undir Valmund sem svaraði á móti að sjómenn taki ekkert mark á Guðmundi. „Hann er bara persona non grata í okkar augum,“ segir Valmundur og á þar við að Guðmundur sé með öllu ómarktækur að þeirra mati. „Hann skiptir engu máli. Það er bara þannig að það skipta allir félagsmenn í okkar samtökum jafn miklu máli. Í hans samtökum er farið eftir hvað menn borga mikið og hvað þeir eiga mikinn kvóta, við bara vinnum ekki þannig. Ef við teljum að það sé brotið á rétti einhvers í okkar samtökum þá berjumst við fyrir hann, og það á við um alla okkar félagsmenn. Ef þeir væru með sín samtök þannig uppbyggð, útgerðarmenn, þá værum við ekkert í verkfalli núna,“ segir Valmundur. Þessi ummæli Guðmundar rista því grunnt að mati Valmundar. „Þó einhver einn kall rífi kjaft sem vill fara út á sjó. Við látum það ekki á okkur fá, hann getur bara verið í landi eins og hinir,“ segir Valmundur.Bjartsýni fyrir sáttafund á morgun Guðmundur sagði þetta verkfall vera milljarða tjón fyrir samfélagið en Valmundur tekur ekki undir þau orð. „Ekki ennþá allavega. Það kostar ef menn vilja ekki tala við okkur, það kostar fyrir þá og kostar fyrir okkur.“Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. Útgerðarmenn hafa fundað í allan dag og samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir bjartsýni meðal þeirra sem og sjómannaforystunnar fyrir fundinn á morgun.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um fyrirhugaðan sáttafund á morgun.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51 Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51
Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45