GRRM og HBO enn í viðræðum um aðra GOT þáttaröð Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2016 14:51 George R.R. Martin. Vísir/Getty Viðræður standa enn yfir á milli George R.R. Martin og forsvarsmanna HBO um nýja þáttaröð upp úr bókum GRRM, A Song of Ice and Fire. Game of Thrones þáttaröðinni geysivinsælu mun ljúka árið 2018, en af nógu er að taka úr söguheimi GRRM. Í nýlegu viðtalið við Entertainment Weekly sagði Casey Bloys, dagskrárstjóri HBO, að verið væri að ræða hugmyndir um hvað sjónvarpsþættirnir gætu fjallað um. Hann segir þó að viðræðurnar séu enn á frumstigi. Þá er vert að taka fram að svo virðist sem að ekki sé búið að ákveða að fullu hve margir þættir verða í áttundu og síðustu þáttaröðinni. EW spurði Bloys hvort að fregnir af því að hún yrði átta þættir væru sannar, en hann svaraði á þá leið að ekkert lægi fyrir. Næsta þáttaröð, sem sýnd verður næsta sumar, verður sjö þættir og talið var að sú áttunda yrði sex þættir. Meðal þess sem undirrituðum þætti gaman að sjá í nýjum þáttum er uppreisn Robert Baratheon, konungsins sem dó í fyrstu þáttaröðinni. Þá væri einnig hægt að gera þætti um sigurför Aegon „The Conqueror“ Targaryen og systra hans Visenya og Rhaenys en þau lögðu Westeros undir sig og sameinuðu sex af konungsdæmunum sjö. GRRM hefur þó skapað risastóran söguheim þar sem nóg er af sögum til að gera skil í sjónvarpi. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Viðræður standa enn yfir á milli George R.R. Martin og forsvarsmanna HBO um nýja þáttaröð upp úr bókum GRRM, A Song of Ice and Fire. Game of Thrones þáttaröðinni geysivinsælu mun ljúka árið 2018, en af nógu er að taka úr söguheimi GRRM. Í nýlegu viðtalið við Entertainment Weekly sagði Casey Bloys, dagskrárstjóri HBO, að verið væri að ræða hugmyndir um hvað sjónvarpsþættirnir gætu fjallað um. Hann segir þó að viðræðurnar séu enn á frumstigi. Þá er vert að taka fram að svo virðist sem að ekki sé búið að ákveða að fullu hve margir þættir verða í áttundu og síðustu þáttaröðinni. EW spurði Bloys hvort að fregnir af því að hún yrði átta þættir væru sannar, en hann svaraði á þá leið að ekkert lægi fyrir. Næsta þáttaröð, sem sýnd verður næsta sumar, verður sjö þættir og talið var að sú áttunda yrði sex þættir. Meðal þess sem undirrituðum þætti gaman að sjá í nýjum þáttum er uppreisn Robert Baratheon, konungsins sem dó í fyrstu þáttaröðinni. Þá væri einnig hægt að gera þætti um sigurför Aegon „The Conqueror“ Targaryen og systra hans Visenya og Rhaenys en þau lögðu Westeros undir sig og sameinuðu sex af konungsdæmunum sjö. GRRM hefur þó skapað risastóran söguheim þar sem nóg er af sögum til að gera skil í sjónvarpi.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira