Rjúpnaskytta saknað: Erfiðar aðstæður til leitar á Snæfellsnesi Ásgeir Erlendsson skrifar 6. nóvember 2016 09:43 Skytturnar héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit. Vísir/Loftmyndir Leit að tveimur rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi sem staðið hefur yfir í hálfan sólarhring hefur enn engan árangur borið. Aðstæður til leitar í nótt voru erfiðar en liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Reykjanesi og allt norður í Skagafjörð tekur nú þátt í leitinni. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan hálfellefu í gærkvöldi til leitar að tveimur rjúpnaskyttum sem í gærmorgun héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar höfðu mennirnir tveir dvalið í sumarbústað í eigu fjölskyldu annars þeirra en meira er ekki vitað um ferðir þeirra. Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í leitinni auk þess sem áætlunarhópur Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið kallaður saman í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð til að aðstoða við skipulagningu leitaraðgerða. Einar Þór Strand í aðgerðarstjórn Landsbjargar á Snæfellsnesi segir aðstæður hafa verið erfiðar til leitar í nótt þar sem dimm þoka hefur legið yfir leitarsvæðinu, sem er erfitt yfirferðar. „Við tókum í nótt hraðleit á svæðinu eins og hægt var en það var náttúrulega ekkert skyggni, bæði myrkur og þoka,“ segir Einar. „Nú er kominn auka mannskapur á svæðið og þeir eru að fara að ganga upp í þessum töluðu orðum.“ Þegar taka hátt í áttatíu manns þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina í nótt, meðal annars til að reyna að staðsetja síma mannanna, og verður mögulega kölluð aftur út í dag. Einar segist þó telja að hún kæmi að litlu gagni sem stendur vegna þess hve lélegt skyggni er. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg mun björgunarsveitarfólki á leitarsvæðinu fjölga verulega eftir því sem líður á morguninn. Einar segir þó ekki hvern sem er geta tekið þátt í leitinni. Leitarsvæðið er mjög bratt, nokkuð um skriður á svæðinu og nánast ekkert skyggni, sem fyrr segir. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Leit að tveimur rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi sem staðið hefur yfir í hálfan sólarhring hefur enn engan árangur borið. Aðstæður til leitar í nótt voru erfiðar en liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Reykjanesi og allt norður í Skagafjörð tekur nú þátt í leitinni. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan hálfellefu í gærkvöldi til leitar að tveimur rjúpnaskyttum sem í gærmorgun héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar höfðu mennirnir tveir dvalið í sumarbústað í eigu fjölskyldu annars þeirra en meira er ekki vitað um ferðir þeirra. Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í leitinni auk þess sem áætlunarhópur Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið kallaður saman í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð til að aðstoða við skipulagningu leitaraðgerða. Einar Þór Strand í aðgerðarstjórn Landsbjargar á Snæfellsnesi segir aðstæður hafa verið erfiðar til leitar í nótt þar sem dimm þoka hefur legið yfir leitarsvæðinu, sem er erfitt yfirferðar. „Við tókum í nótt hraðleit á svæðinu eins og hægt var en það var náttúrulega ekkert skyggni, bæði myrkur og þoka,“ segir Einar. „Nú er kominn auka mannskapur á svæðið og þeir eru að fara að ganga upp í þessum töluðu orðum.“ Þegar taka hátt í áttatíu manns þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina í nótt, meðal annars til að reyna að staðsetja síma mannanna, og verður mögulega kölluð aftur út í dag. Einar segist þó telja að hún kæmi að litlu gagni sem stendur vegna þess hve lélegt skyggni er. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg mun björgunarsveitarfólki á leitarsvæðinu fjölga verulega eftir því sem líður á morguninn. Einar segir þó ekki hvern sem er geta tekið þátt í leitinni. Leitarsvæðið er mjög bratt, nokkuð um skriður á svæðinu og nánast ekkert skyggni, sem fyrr segir.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira