Áberandi meira um útstrikanir í Norðausturkjördæmi en vanalega Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2016 10:31 Nafn Ólafs Thors var ritað á einum kjörseðli sem greiddur var utan kjörfundar. Vísir/Valli „Það var áberandi meira um útstrikanir að þessu sinni. Fljótt á litið virðist það þó ekki hafa áhrif á röðun lista,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gestur segir að einn maður hafi verið áberandi meira strikaður út en aðrir, en eitthvað hafi verið um útstrikanir hjá öllum flokkum. Yfirkjörstjórnir vinna nú að því að taka saman gögn um útstrikanir sem verða svo sendar til landskjörstjórnar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi er búist við að skýrsla verði birt á mánudaginn eftir viku. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir að mun minna hafi verið um útstrikanir í kjördæminu en oft áður. Hlutfallið hafi verið hæst hjá Sjálfstæðisflokknum, þar sem frambjóðendur höfðu verið strikaðir út eða röð breytt í 3,3 prósent tilvika. Þetta hafi þó einungis verið um 286 kjörseðla að ræða. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður, segir að lítið hafi verið haft við kjörseðla í kjördæminu, minna vanalega. Sérstaka athygli vakti þó að á einum kjörseðlinum, sem greiddur var utan kjörfundar, hafi nafn Ólafs Thors verið ritað. Kristján G. Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að enn sé verið að taka saman gögn sem verði svo send landskjörstjórn. Ekki náðist í formenn yfirkjörstjórna í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjögur nýleg dæmi eru um það að frambjóðendur hafi verið færðir neðar á lista vegna útstrikana kjósenda. Þetta gerðist síðast árið 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Sama ár færðist Árni Johnsen neðar á lista flokksins í Suðurkjördæmi.Uppfært 15:05: Samkvæmt heimildum fréttastofu voru langflestar útskrikanir í Norðausturkjördæmi á lista Framsóknarflokksins. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
„Það var áberandi meira um útstrikanir að þessu sinni. Fljótt á litið virðist það þó ekki hafa áhrif á röðun lista,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gestur segir að einn maður hafi verið áberandi meira strikaður út en aðrir, en eitthvað hafi verið um útstrikanir hjá öllum flokkum. Yfirkjörstjórnir vinna nú að því að taka saman gögn um útstrikanir sem verða svo sendar til landskjörstjórnar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi er búist við að skýrsla verði birt á mánudaginn eftir viku. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir að mun minna hafi verið um útstrikanir í kjördæminu en oft áður. Hlutfallið hafi verið hæst hjá Sjálfstæðisflokknum, þar sem frambjóðendur höfðu verið strikaðir út eða röð breytt í 3,3 prósent tilvika. Þetta hafi þó einungis verið um 286 kjörseðla að ræða. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður, segir að lítið hafi verið haft við kjörseðla í kjördæminu, minna vanalega. Sérstaka athygli vakti þó að á einum kjörseðlinum, sem greiddur var utan kjörfundar, hafi nafn Ólafs Thors verið ritað. Kristján G. Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að enn sé verið að taka saman gögn sem verði svo send landskjörstjórn. Ekki náðist í formenn yfirkjörstjórna í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjögur nýleg dæmi eru um það að frambjóðendur hafi verið færðir neðar á lista vegna útstrikana kjósenda. Þetta gerðist síðast árið 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Sama ár færðist Árni Johnsen neðar á lista flokksins í Suðurkjördæmi.Uppfært 15:05: Samkvæmt heimildum fréttastofu voru langflestar útskrikanir í Norðausturkjördæmi á lista Framsóknarflokksins.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00