Hlýindin ekki hægt að tengja beint við hlýnun jarðar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. október 2016 21:30 Hlýindin á landinu undanfarnar vikur eru óvenjuleg en ekki hægt að tengja þau beint við hlýnun jarðar að mati veðurfræðings. Áfram verður hlýtt í veðri á morgun en svo fer að kólna með tilheyrandi éljum samkvæmt Veðurstofu Íslands. Meðalhitastig í október hefur verið í kringum níu gráður síðustu þrjár vikur og þarf að leita 60 ár aftur í tímann til þess að finna viðlíka hitastig í jafnlangan tíma. Hlýindi undanfarna daga hafa verið mönnum ofarlega í huga en síðastliðinn sólarhring féll snjór í efri hluta Bláfjalla og Esjunnar. Á Hellisheiði varaði vegagerðin við hálku og krapa og sömu sögu var að segja af Kjósaskarði og Fróðárheiði. Þá var hálka á Nesjavallavegi, í Bröttubrekku, í Mikladal og á Hrafneyrarheiði. Trausti Jónsson hefur fylgst með veðurfarinu á Íslandi í áratugi og segir margt óvenjulegt við þann háa hita sem hefur verið í október en rík sunnan átt hefur verið á landinum sem stafar af óvenju miklu háþrýsti svæði yfir norðurlöndunum. „Þetta er farið að verða óvenjulegt. Þetta er búið að standa núna í þrjár vikur og við höfum ekki fengið svona hlýjar þrjár vikur á nákvæmlega þessum tíma árs síðan 1959,“ segir Trausti. Trausti segir að svona hlýindi sé ekki hægt að tengja beint við hlýnun jarðar og bætir því við að októbermánuður núna á seinni áratugum hefur verið frekar kaldur ef frá er talið árið í ár. Það gæti þó farið að breytast. „Ég held að það sé ekki beinlínis gert ráð fyrir kulda. Okkur finnst svalt vegna þess hve hefur verið hlýtt. Trausti segir að í meðal lagi á lögnum tíma hefur alhvít jörð komið fyrst á höfuðborgarsvæðinu fyrstu dagana í nóvember. Hann hvetur fólk til þess að fara að draga fram úlpurnar, líklegt sé að fyrsta snjókoman sé ekki langt undan. Veður Tengdar fréttir Snjór í Bláfjöllum en sólin skín á Akureyri Fyrsti dagur vetrar var á laugardaginn og vafalítið eru einhverjir farnir að dusta rykið af skíðunum og snjóbrettunum. 24. október 2016 14:23 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Hlýindin á landinu undanfarnar vikur eru óvenjuleg en ekki hægt að tengja þau beint við hlýnun jarðar að mati veðurfræðings. Áfram verður hlýtt í veðri á morgun en svo fer að kólna með tilheyrandi éljum samkvæmt Veðurstofu Íslands. Meðalhitastig í október hefur verið í kringum níu gráður síðustu þrjár vikur og þarf að leita 60 ár aftur í tímann til þess að finna viðlíka hitastig í jafnlangan tíma. Hlýindi undanfarna daga hafa verið mönnum ofarlega í huga en síðastliðinn sólarhring féll snjór í efri hluta Bláfjalla og Esjunnar. Á Hellisheiði varaði vegagerðin við hálku og krapa og sömu sögu var að segja af Kjósaskarði og Fróðárheiði. Þá var hálka á Nesjavallavegi, í Bröttubrekku, í Mikladal og á Hrafneyrarheiði. Trausti Jónsson hefur fylgst með veðurfarinu á Íslandi í áratugi og segir margt óvenjulegt við þann háa hita sem hefur verið í október en rík sunnan átt hefur verið á landinum sem stafar af óvenju miklu háþrýsti svæði yfir norðurlöndunum. „Þetta er farið að verða óvenjulegt. Þetta er búið að standa núna í þrjár vikur og við höfum ekki fengið svona hlýjar þrjár vikur á nákvæmlega þessum tíma árs síðan 1959,“ segir Trausti. Trausti segir að svona hlýindi sé ekki hægt að tengja beint við hlýnun jarðar og bætir því við að októbermánuður núna á seinni áratugum hefur verið frekar kaldur ef frá er talið árið í ár. Það gæti þó farið að breytast. „Ég held að það sé ekki beinlínis gert ráð fyrir kulda. Okkur finnst svalt vegna þess hve hefur verið hlýtt. Trausti segir að í meðal lagi á lögnum tíma hefur alhvít jörð komið fyrst á höfuðborgarsvæðinu fyrstu dagana í nóvember. Hann hvetur fólk til þess að fara að draga fram úlpurnar, líklegt sé að fyrsta snjókoman sé ekki langt undan.
Veður Tengdar fréttir Snjór í Bláfjöllum en sólin skín á Akureyri Fyrsti dagur vetrar var á laugardaginn og vafalítið eru einhverjir farnir að dusta rykið af skíðunum og snjóbrettunum. 24. október 2016 14:23 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Snjór í Bláfjöllum en sólin skín á Akureyri Fyrsti dagur vetrar var á laugardaginn og vafalítið eru einhverjir farnir að dusta rykið af skíðunum og snjóbrettunum. 24. október 2016 14:23