Bætir hressilega í úrkomuna í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2016 23:16 Fólk ætti að gæta að því að vatn eigi greiða leið að niðurföllum. Vísir/Anton Mælar Veðurstofu Íslands hafa sýnt jafnt og þétt úrkomu upp á fimm millimetra að meðaltali á klukkustund í allan dag en eftir klukkan fjögur í nótt má mögulega búast við því að það muni bæta hressilega í rigninguna. „Það mun bæta hressilega í úrkomuna í nótt, um fjögur leytið, og suðvesturhornið verður fyrir því, einnig svæðið frá Mýrdalsjökli, norður að Snæfellsnesi og alveg undir sunnanverða Vestfirði,“ segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Almannavarnir og Veðurstofan vöruðu við gífurlegri rigningu fyrr í dag og að búast mætti við vatnavöxtum og skriðuföllum á næstu dögum. Líkt og fyrr segir er talið að það muni bæta töluvert í úrkomuna um fjögur leytið í nótt en það muni taka allt að þrjár til sex klukkustundir að sjá afraksturinn af henni, eða vatnavexti og annað slíkt sem því fylgir. Viðbúið er að flóðahætta myndist bæði í litlum ám og lækjum sem og á stærri vatnasviðum, til dæmis í Hvítá í Árnessýslu, Hvítá og Norðurá í Borgarfirði. Jafnframt má búast við aukinni hættu á skriðuföllum á þessum slóðum.„Þetta er bara virkilega góð og mikil rigning,“ segir veðurfræðingurinn. Á morgun er hins vegar gott að hafa í huga að vatnið sem fylgir þessari úrkomu eigi greiða leið að niðurföllum og að fólk athugi með gamla glugga og kjallara þar sem vatn getur lekið. Horfur næsta sólarhringinnSuðaustan 8-18 m/s og rigning, hvassast á Snæfellsnesi. Heldur hægari og úrkomulítið norðaustantil. Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning í nótt og á morgun en áfram hægari og þurrt norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi á morgun. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning en dregur úr úrkomu síðdegis. Suðaustan 8-15 og bjartviði norðan- og norðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag:Austan og suðaustan 5-13 m/s og léttir víða til, en skýjað og dálítil væta suðaustanlands og vestast. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Hæg breytileg átt og bjart með köflum en hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Úrkoma suðaustan- og austanlands en þurrt norðan jökla og á Vestfjörðum. Heldur kólnandi.Á mánudag:Austanátt og dálítil vætu, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir vestlæga átt og víða þurrt. Hiti svipaður.Hér fyrir neðan má fylgjast með úrkomunni á gagnvirku spákorti. Veður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Mælar Veðurstofu Íslands hafa sýnt jafnt og þétt úrkomu upp á fimm millimetra að meðaltali á klukkustund í allan dag en eftir klukkan fjögur í nótt má mögulega búast við því að það muni bæta hressilega í rigninguna. „Það mun bæta hressilega í úrkomuna í nótt, um fjögur leytið, og suðvesturhornið verður fyrir því, einnig svæðið frá Mýrdalsjökli, norður að Snæfellsnesi og alveg undir sunnanverða Vestfirði,“ segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Almannavarnir og Veðurstofan vöruðu við gífurlegri rigningu fyrr í dag og að búast mætti við vatnavöxtum og skriðuföllum á næstu dögum. Líkt og fyrr segir er talið að það muni bæta töluvert í úrkomuna um fjögur leytið í nótt en það muni taka allt að þrjár til sex klukkustundir að sjá afraksturinn af henni, eða vatnavexti og annað slíkt sem því fylgir. Viðbúið er að flóðahætta myndist bæði í litlum ám og lækjum sem og á stærri vatnasviðum, til dæmis í Hvítá í Árnessýslu, Hvítá og Norðurá í Borgarfirði. Jafnframt má búast við aukinni hættu á skriðuföllum á þessum slóðum.„Þetta er bara virkilega góð og mikil rigning,“ segir veðurfræðingurinn. Á morgun er hins vegar gott að hafa í huga að vatnið sem fylgir þessari úrkomu eigi greiða leið að niðurföllum og að fólk athugi með gamla glugga og kjallara þar sem vatn getur lekið. Horfur næsta sólarhringinnSuðaustan 8-18 m/s og rigning, hvassast á Snæfellsnesi. Heldur hægari og úrkomulítið norðaustantil. Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning í nótt og á morgun en áfram hægari og þurrt norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi á morgun. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning en dregur úr úrkomu síðdegis. Suðaustan 8-15 og bjartviði norðan- og norðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag:Austan og suðaustan 5-13 m/s og léttir víða til, en skýjað og dálítil væta suðaustanlands og vestast. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Hæg breytileg átt og bjart með köflum en hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Úrkoma suðaustan- og austanlands en þurrt norðan jökla og á Vestfjörðum. Heldur kólnandi.Á mánudag:Austanátt og dálítil vætu, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir vestlæga átt og víða þurrt. Hiti svipaður.Hér fyrir neðan má fylgjast með úrkomunni á gagnvirku spákorti.
Veður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira