Bindiskylda á túrista gæti komið næst Sæunn Gísladóttir skrifar 12. október 2016 10:30 Capacent veltir þeirri hugmynd upp að hverjum ferðamanni verði skylt að dvelja í að minnsta kosti einn mánuð á Íslandi til að takmarka innstreymi erlends gjaldeyris og ofris krónunnar. Vísir/Ernir Velta má fyrir sér hvort Seðlabanki Íslands og fjármálastöðugleikaráð þurfi ekki að setja bindiskyldu á erlenda ferðamenn. Að hverjum ferðamanni verði skylt að dvelja hið minnsta í einn mánuð á Íslandi til að takmarka innstreymi erlends gjaldeyris og ofris krónunnar. Þessari hugmynd er varpað fram í Skuldabréfayfirliti Capacent. Í greiningunni kemur fram að umhverfið á gjaldeyrismarkaði sé farið að minna um margt á þá tíma þegar erlendir fjárfestar streymdu til landsins til að kaupa íslenska vexti. Seðlabankinn hafi komið í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og sett bindiskyldu á erlenda fjárfesta sem fjárfesta á innlendum vaxtamarkaði. Hins vegar stafi hröð og mikil gengisstyrking nú af innstreymi ferðamanna til landsins. „Þetta er eins og vatn, ef þú stíflar vatn á einum stað finnur það sér farveg annars staðar. Þetta er ákveðin ádeila að velta þessu upp. Það er að sjálfsögðu ekki raunhæft að setja bindiskyldu á ferðamenn. Ég er að benda á hættuna af bindiskyldunni sem Seðlabankinn er með,“ segir Snorri Jakobsson, ráðgjafi hjá Capacent.Snorri Jakobsson, ráðgjafi hjá Capacent. Mynd/CapacentFram kemur í greiningunni að fjárfesting í fasteignum og fasteignafélögum komi að stórum hluta í staðinn fyrir fjárfestingu í verðtryggðum skuldabréfum. Leiga fasteignafélaganna sé verðtryggð og skapi stöðugt sjóðstreymi líkt og vaxtagreiðslur. Gengi fasteignafélaganna hafi hækkað mikið síðan í sumar. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi bindiskyldu á vaxtamarkaði sem beini fjárfestum inn á fasteignamarkað. „Það sem maður hefur heyrt er að erlendir fjárfestar séu að skoða það að fara inn á fasteignamarkaðinn eða til fasteignafélaganna. Því í eðli sínu er verðtryggður fasteignasamningur eins og verðtryggt skuldabréf, leigutekjur eru eins og vaxtatekjur. Leigusamningar eru í eðli sínu skuldabréf. Þannig að ef þú mátt ekki fjárfesta í skuldabréfum með vöxtum þá geturðu alveg eins farið á fasteignamarkaðinn og fjárfest þar. Stoppir þú flæðið á einum stað þá fer það á annan,“ segir Snorri. „Hvar ætla þeir að stoppa í bindiskyldunni, er æskilegt að fjármagnið streymi inn á fasteignamarkað sem grefur undan verðbólgumarkmiði Seðlabankans ef verður mikil þensla þar?“ spyr Snorri. Fram kemur í greiningunni að gengi krónunnar styrkist stöðugt og hafi krónan styrkst um 2,9 prósent frá ágústlokum. Gengi pundsins og norsku krónunnar gagnvart krónu hafi ekki verið lægra síðan í mars 2008. Ef gengisstyrking krónunnar heldur áfram er þess ekki langt að bíða að gengi flestra gjaldmiðla gagnvart krónu verði svipað og fyrir bankahrun. Jafnframt eru breytingar í stýrivöxtum taldar ólíklegar fram að áramótum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Velta má fyrir sér hvort Seðlabanki Íslands og fjármálastöðugleikaráð þurfi ekki að setja bindiskyldu á erlenda ferðamenn. Að hverjum ferðamanni verði skylt að dvelja hið minnsta í einn mánuð á Íslandi til að takmarka innstreymi erlends gjaldeyris og ofris krónunnar. Þessari hugmynd er varpað fram í Skuldabréfayfirliti Capacent. Í greiningunni kemur fram að umhverfið á gjaldeyrismarkaði sé farið að minna um margt á þá tíma þegar erlendir fjárfestar streymdu til landsins til að kaupa íslenska vexti. Seðlabankinn hafi komið í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og sett bindiskyldu á erlenda fjárfesta sem fjárfesta á innlendum vaxtamarkaði. Hins vegar stafi hröð og mikil gengisstyrking nú af innstreymi ferðamanna til landsins. „Þetta er eins og vatn, ef þú stíflar vatn á einum stað finnur það sér farveg annars staðar. Þetta er ákveðin ádeila að velta þessu upp. Það er að sjálfsögðu ekki raunhæft að setja bindiskyldu á ferðamenn. Ég er að benda á hættuna af bindiskyldunni sem Seðlabankinn er með,“ segir Snorri Jakobsson, ráðgjafi hjá Capacent.Snorri Jakobsson, ráðgjafi hjá Capacent. Mynd/CapacentFram kemur í greiningunni að fjárfesting í fasteignum og fasteignafélögum komi að stórum hluta í staðinn fyrir fjárfestingu í verðtryggðum skuldabréfum. Leiga fasteignafélaganna sé verðtryggð og skapi stöðugt sjóðstreymi líkt og vaxtagreiðslur. Gengi fasteignafélaganna hafi hækkað mikið síðan í sumar. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi bindiskyldu á vaxtamarkaði sem beini fjárfestum inn á fasteignamarkað. „Það sem maður hefur heyrt er að erlendir fjárfestar séu að skoða það að fara inn á fasteignamarkaðinn eða til fasteignafélaganna. Því í eðli sínu er verðtryggður fasteignasamningur eins og verðtryggt skuldabréf, leigutekjur eru eins og vaxtatekjur. Leigusamningar eru í eðli sínu skuldabréf. Þannig að ef þú mátt ekki fjárfesta í skuldabréfum með vöxtum þá geturðu alveg eins farið á fasteignamarkaðinn og fjárfest þar. Stoppir þú flæðið á einum stað þá fer það á annan,“ segir Snorri. „Hvar ætla þeir að stoppa í bindiskyldunni, er æskilegt að fjármagnið streymi inn á fasteignamarkað sem grefur undan verðbólgumarkmiði Seðlabankans ef verður mikil þensla þar?“ spyr Snorri. Fram kemur í greiningunni að gengi krónunnar styrkist stöðugt og hafi krónan styrkst um 2,9 prósent frá ágústlokum. Gengi pundsins og norsku krónunnar gagnvart krónu hafi ekki verið lægra síðan í mars 2008. Ef gengisstyrking krónunnar heldur áfram er þess ekki langt að bíða að gengi flestra gjaldmiðla gagnvart krónu verði svipað og fyrir bankahrun. Jafnframt eru breytingar í stýrivöxtum taldar ólíklegar fram að áramótum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira