Áfram varað við miklu vatnsveðri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2016 10:08 Svona var ástandið á tjaldsvæðinu á Selfossi í morgun. Vísir/Magnús Hlynur Veðurstofan varar við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag, miðvikudag og fyrrihluta morgundags, fimmtudags. Mest verður úrkomuákefðin í dag. Mikið hefur rignt síðustu daga og er sjaldgæft að spáð sé jafn mikilli úrkomu um land allt líkt og hefur verið síðustu daga. Myndin hér að ofan var tekin á Selfossi í morgun við tjaldsvæðið. Miklir pollar hafa myndast þar líkt og sjá má. Gert var ráð fyrir því að úrkoman myndi ná hámarki í nótt en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu frá höfuðborgarsvæðinu fór slökkviliðið ekki í nein útköll vegna stíflaðra niðurfalla eða vatnsleka inn í hús. Fólki er áfram bent á að ganga frá niðurföllum og tryggja að vatn komist rétta leið að þeim svo lágmarka megi líkurnar á tjóni vegna úrkomunnar. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu og bakvakt var í nótt hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra en gera má ráð fyrir að mikið muni vaxa í ám og lækjum eftir því sem líður á daginn. Á þetta sérstaklega við um vatnasvæði Hvítár í Árnessýslum, við Ölfusá, og við Norðurá og Hvítá í Borgarfirði en einnig er aukin hætta á skriðuföllum á þessum slóðum. Einnig hefur verið ákveðið að loka Þórsmerkurvegi í dag vegna vatnavaxta en búist er við miklum vatnavöxtum á Þórsmerkursvæðinu í dag vegna úrkomunnar.Veðurhorfur á landinuSunnan og suðaustan 13-20 m/s og rigning og jafnvel mikil rigning allvíða en hægari og þurrt að kalla norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi. Fer að draga úr vindi og úrkomu um landið vestanvert í nótt, en áfram rigning SA-til. Suðaustan 8-15 og lengst af þurrt fyrir norðan á morgun, en annars rigning. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustlæg átt 5-10 m/s, bjartviðri norðanlands, en dálítil væta sunnan- og vestanlands. Lægir og styttir að mestu upp þegar líður á daginn. Hiti 6 til 13 stig að deginum.Á laugardag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Þykknar upp og fer að rigna sunnantil á landinu þegar líður á daginn, en lengst af bjart norðantil. Heldur svalara í veðri.Á mánudag:Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt. Rigning eða skúrir, en þurrt suðvestantil. Hiti breytist lítið. Veður Tengdar fréttir Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27 Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55 Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Sjá meira
Veðurstofan varar við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag, miðvikudag og fyrrihluta morgundags, fimmtudags. Mest verður úrkomuákefðin í dag. Mikið hefur rignt síðustu daga og er sjaldgæft að spáð sé jafn mikilli úrkomu um land allt líkt og hefur verið síðustu daga. Myndin hér að ofan var tekin á Selfossi í morgun við tjaldsvæðið. Miklir pollar hafa myndast þar líkt og sjá má. Gert var ráð fyrir því að úrkoman myndi ná hámarki í nótt en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu frá höfuðborgarsvæðinu fór slökkviliðið ekki í nein útköll vegna stíflaðra niðurfalla eða vatnsleka inn í hús. Fólki er áfram bent á að ganga frá niðurföllum og tryggja að vatn komist rétta leið að þeim svo lágmarka megi líkurnar á tjóni vegna úrkomunnar. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu og bakvakt var í nótt hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra en gera má ráð fyrir að mikið muni vaxa í ám og lækjum eftir því sem líður á daginn. Á þetta sérstaklega við um vatnasvæði Hvítár í Árnessýslum, við Ölfusá, og við Norðurá og Hvítá í Borgarfirði en einnig er aukin hætta á skriðuföllum á þessum slóðum. Einnig hefur verið ákveðið að loka Þórsmerkurvegi í dag vegna vatnavaxta en búist er við miklum vatnavöxtum á Þórsmerkursvæðinu í dag vegna úrkomunnar.Veðurhorfur á landinuSunnan og suðaustan 13-20 m/s og rigning og jafnvel mikil rigning allvíða en hægari og þurrt að kalla norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi. Fer að draga úr vindi og úrkomu um landið vestanvert í nótt, en áfram rigning SA-til. Suðaustan 8-15 og lengst af þurrt fyrir norðan á morgun, en annars rigning. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustlæg átt 5-10 m/s, bjartviðri norðanlands, en dálítil væta sunnan- og vestanlands. Lægir og styttir að mestu upp þegar líður á daginn. Hiti 6 til 13 stig að deginum.Á laugardag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Þykknar upp og fer að rigna sunnantil á landinu þegar líður á daginn, en lengst af bjart norðantil. Heldur svalara í veðri.Á mánudag:Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt. Rigning eða skúrir, en þurrt suðvestantil. Hiti breytist lítið.
Veður Tengdar fréttir Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27 Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55 Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Sjá meira
Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27
Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55
Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32