Ancelotti ósáttur og ætlar að breyta til Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 11:00 Carlo Ancelotti var ósáttur með sína menn eftir leikinn gegn Frankfurt. Vísir/Getty Carlo Ancelotti þjálfari Bayern var ósáttur með hugarfar sinna manna eftir jafnteflið gegn Frankfurt í þýsku deildinni í gær. Bayern er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar en missti niður 2-1 forystu gegn Frankfurt og það þrátt fyrir að liðið væri einum leikmanni fleiri inni á vellinum. „Við spiluðum ekki vel, við sýndum ekki gott hugarfar og lékum einfaldlega gegn liði sem var grimmara en við og nálgaðist leikinn á betri hátt," sagði Ancelotti við fjölmiðla eftir leik. „Við vorum sofandi í næstum því 45 mínútur. Seinni hálfleikurinn var örlítið betri en úrslitin voru sanngjörn fyrir bæði lið,“ bætti ítalinn snjalli við en hann þurfti að grípa í taumana og fara inn á völlinn þegar leikmönnum liðanna lenti saman eftir að leikmaður Frankfurt fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik. „Ég vildi róa mína leikmenn niður. Ég vil auðvitað að þeir haldi sér frá svona atvikum. En atvikið sýndi að mínir leikmenn voru ekki með einbeitinguna í lagi í dag.“ Ancelotti er ósáttur með að Bayern hefur átt langa kafla í leikjum tímabilsins þar sem liðið spilar ekki vel. Hann segist þurfa að gera breytingar til að laga það sem ekki er í lagi. „Við höfum verið sofandi í 45 mínútur í hverjum einasta leik á tímabilinu og það er of mikið. Það er kannski hægt að sleppa með að missa einbeitingu í 10 mínútur - en 45 mínútur er of mikið.“ „Ég verð ekki reiður þegar liðið mitt spilar illa. Það eina sem gerir mig reiðan er ef hugarfar leikmanna minna er rangt. Ég þarf að gera breytingar því ég vil ekki að liðið mitt sýni svona hugarfar,“ sagði Ancelotti að lokum, hundfúll með leikmenn sína. Erlendar Fótbolti Íþróttir Þýski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Carlo Ancelotti þjálfari Bayern var ósáttur með hugarfar sinna manna eftir jafnteflið gegn Frankfurt í þýsku deildinni í gær. Bayern er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar en missti niður 2-1 forystu gegn Frankfurt og það þrátt fyrir að liðið væri einum leikmanni fleiri inni á vellinum. „Við spiluðum ekki vel, við sýndum ekki gott hugarfar og lékum einfaldlega gegn liði sem var grimmara en við og nálgaðist leikinn á betri hátt," sagði Ancelotti við fjölmiðla eftir leik. „Við vorum sofandi í næstum því 45 mínútur. Seinni hálfleikurinn var örlítið betri en úrslitin voru sanngjörn fyrir bæði lið,“ bætti ítalinn snjalli við en hann þurfti að grípa í taumana og fara inn á völlinn þegar leikmönnum liðanna lenti saman eftir að leikmaður Frankfurt fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik. „Ég vildi róa mína leikmenn niður. Ég vil auðvitað að þeir haldi sér frá svona atvikum. En atvikið sýndi að mínir leikmenn voru ekki með einbeitinguna í lagi í dag.“ Ancelotti er ósáttur með að Bayern hefur átt langa kafla í leikjum tímabilsins þar sem liðið spilar ekki vel. Hann segist þurfa að gera breytingar til að laga það sem ekki er í lagi. „Við höfum verið sofandi í 45 mínútur í hverjum einasta leik á tímabilinu og það er of mikið. Það er kannski hægt að sleppa með að missa einbeitingu í 10 mínútur - en 45 mínútur er of mikið.“ „Ég verð ekki reiður þegar liðið mitt spilar illa. Það eina sem gerir mig reiðan er ef hugarfar leikmanna minna er rangt. Ég þarf að gera breytingar því ég vil ekki að liðið mitt sýni svona hugarfar,“ sagði Ancelotti að lokum, hundfúll með leikmenn sína.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Þýski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira