Innlent

Bein útsending: Frambjóðendur ræða um stöðu háskólanna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fjölmenni á fundinum.
Fjölmenni á fundinum. Mynd/Ragna
Stúdentaráð Háskóla Íslands, Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík og Félag Stúdenta við Háskólann á Akureyri standa fyrir opnum fundi um undirfjármögnun háskólanna mánudaginn 17. október á Háskólatorgi.

„Viðvarandi undirfjármögnun háskólanna dregur úr framþróun í samfélaginu og samkeppnishæfni landsins. Enn fremur er ljóst að ef ekki er lagt meira fé til reksturs háskólakerfisins þarf á endanum að fækka nemendum og draga úr fjölbreytileika í námsframboði,“ segir í yfirlýsingu frá þeim sem að fundinum standa.

Í pallborði sitja:

Björt Framtíð - Eva Einarsdóttir, 2. sæti í Reykjavík Suður

Framsókn - Lilja Dögg Alfreðsdóttir, 1. sæti í Reykjavík Suður 

Píratar - Björn Leví Gunnarsson, 2. sæti í Reykjavík Norður 

Samfylking - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, 1. sæti í Reykjavík Norður

Sjálfstæðisflokkur - Bjarni Benediktsson, 1. sæti í Suðvestur 

Viðreisn - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 1. sæti í Suðvestur

Vinstri græn - Svandís Svavarsdóttir, 1. sæti í Reykjavík Suður

Tekið verður við spurningum úr sal að loknum stuttum erindum fulltrúa stjórnmálaflokkanna en einnig verður hægt að senda spurningar í gegnum Twitter undir #háskólaríhættu

Fundarstjóri er Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og meðlimur í Háskólaráði Háskóla Íslands.

Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×