Þættirnir Sendiráð Íslands hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku en í þáttaröðinni verður skyggnst inn í forvitnilegan heim sendiráða okkar víða um heim.
Í nýjasta þættinum heimsækir Sindri Sindrason Gunnar Snorra Gunnarsson, sendiherra Íslands í Berlín í glæsilegan sendiherrabústaðinn sem er sá eini sem hefur verið sérstaklega hannaður fyrir Ísland.
Þar eru öll Norðurlandasendiráðin undir einu þaki og fékk Sindri að heyra sögur fólks sem hefur nýtt sér þjónustu sendiráðsins á einn eða annan hátt.
Sindri heimsótti Odd Snæ Magnússon og Munda hjá tölvuleikjafyrirtækinu Klang Games, handboltamennina Björgvin Pál Gústavsson og Arnór Þór Gunnarsson, Tomma í Tommaborgurum, og fleiri skemmtilega Íslendinga.
Það var Auður Edda Jökulsdóttir, staðgengill sendiherra, sem leiddi Sindra um húsakynnin.
Hér að ofan má sjá þátt númer tvö í heild sinni.
Sjáðu þáttinn í heild sinni: Öll sendiráð Norðurlandanna undir einum hatti í Berlín
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið

Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur
Tíska og hönnun






Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju
Lífið samstarf


