„Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 20:52 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Vísir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að „reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. Tekist hafi að rétta við ástand efnahagsmála á Íslandi frá hruni en mikilvægt væri að halda áfram á slíkri vegferð. „Hins vegar hefur aldrei verið mikilvægara en nú, að hafa augun á veginum og tryggja að við keyrum ekki of hratt. Því jafnvel þótt vegurinn hafi batnað eru beygjurnar krappar, og augnabliks kæruleysi getur verið dýrkeypt. Þess vegna skiptir máli, að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður,“ sagði Lilja. Sagði hún að skapast hefði svigrúm til þess að efla innviði samfélagsins og efla ætti heilbrigðiskerfið, fjarskiptagerfi og vegi svo allir landsmenn sitji við sama borð. Þá fagnaði hún því að Alþingi hefði fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. „Í stóra samhenginu felur fullgildingin í sér skýra stefnumörkun, um að fatlað fólk njóti fullra mannréttinda og að samfélagið okkar verði betra. Það er markmiðið með flestum þeim málum sem rædd eru í þessum sal. Að bæta samfélagið,“ sagði Lilja. Sagði hún einnig að nýlegt atvik þar sem rússneskar herflugvélar hefðu flogið undir íslenskri farþegaþotu á leið til Stokkhólms sýndi mikilvægi þess að á Íslandi væri ekki eyland þegar kemur að öryggismálum. „Atvik af þessu tagi minna okkur á hið stóra samhengi hlutanna. Að nýsamþykkt lög um þjóðaröryggisráð og -stefnu eru ekki upp á punt, heldur snúast um raunveruleg mál sem varða fullveldi Íslands og öryggi almennings.“ Þá sagði hún að stefna Framsóknarflokksins væru sú að tryggja að landið allt verði áfram í byggð, það væru hagsmunir allra. Aðrir flokkar kynnu að vera því ósammála en að allir hlytu að vera sammála um að stækka þyrfti þjóðarkökuna. „Þess vegna eru efnahagsmál svo mikilvæg. Að heimilin í landinu séu sterk, að atvinnulíf blómstri, að atvinnuþátttaka sé mikil og að við sköpum aukin verðmæti. Brýnt er að staða ríkissjóðs sé traust og að skýr stefna og festa í efnahagsmálum vísi veginn. Að við stöndum á rétti okkar sem þjóð, hvort sem við tökumst á við erlenda vogunarsjóði eða þjóðríki - eins og í Icesave málinu – eða matvælakeðju sem ber nafn Íslands og vill banna íslenskum fyrirtækjum að auðkenna sig með upprunalandinu á erlendum mörkuðum.“Hér má fylgjast með umræðunum Alþingi Tengdar fréttir Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Utanríkisráðherra er er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan Framsóknarflokksins. 26. september 2016 20:20 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að „reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. Tekist hafi að rétta við ástand efnahagsmála á Íslandi frá hruni en mikilvægt væri að halda áfram á slíkri vegferð. „Hins vegar hefur aldrei verið mikilvægara en nú, að hafa augun á veginum og tryggja að við keyrum ekki of hratt. Því jafnvel þótt vegurinn hafi batnað eru beygjurnar krappar, og augnabliks kæruleysi getur verið dýrkeypt. Þess vegna skiptir máli, að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður,“ sagði Lilja. Sagði hún að skapast hefði svigrúm til þess að efla innviði samfélagsins og efla ætti heilbrigðiskerfið, fjarskiptagerfi og vegi svo allir landsmenn sitji við sama borð. Þá fagnaði hún því að Alþingi hefði fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. „Í stóra samhenginu felur fullgildingin í sér skýra stefnumörkun, um að fatlað fólk njóti fullra mannréttinda og að samfélagið okkar verði betra. Það er markmiðið með flestum þeim málum sem rædd eru í þessum sal. Að bæta samfélagið,“ sagði Lilja. Sagði hún einnig að nýlegt atvik þar sem rússneskar herflugvélar hefðu flogið undir íslenskri farþegaþotu á leið til Stokkhólms sýndi mikilvægi þess að á Íslandi væri ekki eyland þegar kemur að öryggismálum. „Atvik af þessu tagi minna okkur á hið stóra samhengi hlutanna. Að nýsamþykkt lög um þjóðaröryggisráð og -stefnu eru ekki upp á punt, heldur snúast um raunveruleg mál sem varða fullveldi Íslands og öryggi almennings.“ Þá sagði hún að stefna Framsóknarflokksins væru sú að tryggja að landið allt verði áfram í byggð, það væru hagsmunir allra. Aðrir flokkar kynnu að vera því ósammála en að allir hlytu að vera sammála um að stækka þyrfti þjóðarkökuna. „Þess vegna eru efnahagsmál svo mikilvæg. Að heimilin í landinu séu sterk, að atvinnulíf blómstri, að atvinnuþátttaka sé mikil og að við sköpum aukin verðmæti. Brýnt er að staða ríkissjóðs sé traust og að skýr stefna og festa í efnahagsmálum vísi veginn. Að við stöndum á rétti okkar sem þjóð, hvort sem við tökumst á við erlenda vogunarsjóði eða þjóðríki - eins og í Icesave málinu – eða matvælakeðju sem ber nafn Íslands og vill banna íslenskum fyrirtækjum að auðkenna sig með upprunalandinu á erlendum mörkuðum.“Hér má fylgjast með umræðunum
Alþingi Tengdar fréttir Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Utanríkisráðherra er er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan Framsóknarflokksins. 26. september 2016 20:20 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Utanríkisráðherra er er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan Framsóknarflokksins. 26. september 2016 20:20
„Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23
Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46