Birgitta: „Spillingin flæðir upp á yfirborðið í algerri síbylju“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 21:52 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að langtímahugsun og samlennd ættu undir högg að sækja vegna þess spillingar og áreitis. Við blasi flókin og ógnvænleg heimsmynd þar sem öfgar og populismi væru orðin yfirþyrmandi veruleiki sem ógnaði tilveru allra. Í ræðu Birgittu í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagði hún Pírata hafa áunnið sér mikið traust meðal þjóðarinnar sem komið hafi þeim á óvart í fyrstu. Flokkurinn þurfi að vera undir það búinn að takast á við meiri ábyrgð en stofnendur hans hafi gert sér í hugarlund í fyrstu. „Það traust sem okkur hefur verið sýnt í skoðanakönnunum kallar á auðmýkt og mikla vinnu til að sýna í verki að það sé hægt að breyta samfélagsgerð okkar til langframa í góðri sátt við þjóðina. Það er hægt með raunsæum kerfisbreytinum, þar sem úrelt, flókin og oft mannfjandsamleg kerfi verða sett til hliðar, með nútímalegri stjórnarháttum,“ sagði Birgitta. Nefndi hún að gott gæti verið fyrir flokka að að gera með sér samkomulag um stjórnarsáttmála fyrir kosningar þannig að fyrir lægu drög að málefnum sem þeir flokkar myndu leggja áherslu mynduðu þeir ríkisstjórn. „þá myndi það breyta stjórnmálunum til langtíma og verða vonandi til þess að fólk fái á ný aukið traust á Alþingi. Því þá lægu málamiðlanir fyrir fyrirfram, og þessi dæmigerðu vonbrigði nánast strax eftir kosningar fyrirbyggðar,“ sagði Birgitta en slík nálgun kallaði hins vegar á raunsæi kjósenda og ekki væri hægt að breyta öllu á einu bretti. Sagði hún að Píratar hefðu fimm helstu markmið fyrir næsta kjörtímabil. Uppfæra Ísland með nýrri stjórnarskrá, tryggja réttláta dreifingu arðs af auðlindum, endurreisa gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, efla aðkomu almennings að ákvörðunartöku og endurvekja traust og tækla spillingu. Í þeirri vinnu hafi Píratar greint hvar mest aðkallandi breytingar þurfa að eiga sér stað svo að hægt sé að tryggja velferð allra samfélagshópa. „Við erum rík þjóð og því er það algerlega óásættanlegt hve margir lifa við fátækt og óvissu um velferð sína. Við viljum finna lausnir sem eru ekki bara plástrar heldur lausnir sem fara í snarrótina á samfélaginu okkar til að fyrirbyggja endalaust rugl og hringl með þau réttindi sem fólk á að geta gengið að án þess að rekast stöðugt á veggi og ranglæti,“ sagði Birgitta. Alþingi Tengdar fréttir „Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að "reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. 26. september 2016 20:52 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín kjörtímabilinu. 26. september 2016 21:08 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að langtímahugsun og samlennd ættu undir högg að sækja vegna þess spillingar og áreitis. Við blasi flókin og ógnvænleg heimsmynd þar sem öfgar og populismi væru orðin yfirþyrmandi veruleiki sem ógnaði tilveru allra. Í ræðu Birgittu í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagði hún Pírata hafa áunnið sér mikið traust meðal þjóðarinnar sem komið hafi þeim á óvart í fyrstu. Flokkurinn þurfi að vera undir það búinn að takast á við meiri ábyrgð en stofnendur hans hafi gert sér í hugarlund í fyrstu. „Það traust sem okkur hefur verið sýnt í skoðanakönnunum kallar á auðmýkt og mikla vinnu til að sýna í verki að það sé hægt að breyta samfélagsgerð okkar til langframa í góðri sátt við þjóðina. Það er hægt með raunsæum kerfisbreytinum, þar sem úrelt, flókin og oft mannfjandsamleg kerfi verða sett til hliðar, með nútímalegri stjórnarháttum,“ sagði Birgitta. Nefndi hún að gott gæti verið fyrir flokka að að gera með sér samkomulag um stjórnarsáttmála fyrir kosningar þannig að fyrir lægu drög að málefnum sem þeir flokkar myndu leggja áherslu mynduðu þeir ríkisstjórn. „þá myndi það breyta stjórnmálunum til langtíma og verða vonandi til þess að fólk fái á ný aukið traust á Alþingi. Því þá lægu málamiðlanir fyrir fyrirfram, og þessi dæmigerðu vonbrigði nánast strax eftir kosningar fyrirbyggðar,“ sagði Birgitta en slík nálgun kallaði hins vegar á raunsæi kjósenda og ekki væri hægt að breyta öllu á einu bretti. Sagði hún að Píratar hefðu fimm helstu markmið fyrir næsta kjörtímabil. Uppfæra Ísland með nýrri stjórnarskrá, tryggja réttláta dreifingu arðs af auðlindum, endurreisa gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, efla aðkomu almennings að ákvörðunartöku og endurvekja traust og tækla spillingu. Í þeirri vinnu hafi Píratar greint hvar mest aðkallandi breytingar þurfa að eiga sér stað svo að hægt sé að tryggja velferð allra samfélagshópa. „Við erum rík þjóð og því er það algerlega óásættanlegt hve margir lifa við fátækt og óvissu um velferð sína. Við viljum finna lausnir sem eru ekki bara plástrar heldur lausnir sem fara í snarrótina á samfélaginu okkar til að fyrirbyggja endalaust rugl og hringl með þau réttindi sem fólk á að geta gengið að án þess að rekast stöðugt á veggi og ranglæti,“ sagði Birgitta.
Alþingi Tengdar fréttir „Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að "reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. 26. september 2016 20:52 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín kjörtímabilinu. 26. september 2016 21:08 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að "reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. 26. september 2016 20:52
„Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23
Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46
Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín kjörtímabilinu. 26. september 2016 21:08