Sjálfstæðismenn í basli með tölurnar í Suðurkjördæmi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2016 23:38 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra berst við Pál Magnússon um fyrsta sætið í kjördæminu. Vísir/Anton Brink Útlit er fyrir að fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi birtist ekki fyrr en í fyrsta lagi á miðnætti. Talning fer fram á Selfossi og hefur gengið illa sé miðað við upplýsingar frá flokknum í kvöld. Beðið er eftir fyrstu tölum með töluverðri eftirvæntingu þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, etja kappi. Talning fer fram á Selfossi fyrir Suðurkjördæmi. Því miður getum við ekki birt fyrstu tölur fyrr en á miðnætti.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Kjörstaðir í Suðurkjördæmi lokuðu klukkan 18 eins og í Suðvesturkjördæmi þar sem úrslit eru ljós. Mikið hefur verið fjallað um úrslitin þar sem Bjarni Benediktsson hlaut yfirburðarkosningu en engin kona náði inn á lista efstu fjögurra. Fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi voru birtar í kvöldfréttum RÚV klukkan 19 en tilkynnt að von væri á tölum úr suðrinu síðar í kvöld. Í framhaldinu hrundi vefur flokksins, XD.is, og tilkynnt að tölur úr Suðurkjördæmi kæmu ekki strax.Á ellefta tímanum var svo tilkynnt að fyrstu tölur í kjördæminu myndu birtast klukkan 23. Nú er hins vegar ljóst, af nýjustu tilkynningu Sjálfstæðismanna á Twitter, að fyrstu tölur koma ekki fyrr en á miðnætti. Ekki liggur fyrir hvers vegna svo mikil töf hefur orðið á talningu en ekki náðist í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra flokksins, við vinnslu fréttarinnar. Sjálfstæðismenn hafa húmor fyrir töfinni eins og sjá má á þeirra nýjasta tísti.pic.twitter.com/9KXAKtj1QI— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Fólk er virkilega farið að lengja eftir tölum úr Suðurkjördæmi.@sjalfstaedisfl Nokkrar mínútur.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016 Uppfært klukkan 01:15Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi voru birtar um klukkan hálf eitt. Páll Magnússon hefur nokkuð öruggt forskot í fyrsta sæti. Stuðningsmenn hans fagna í Eyjum eins og lesa má nánar um hér. Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti, Vilhjálmur Árnason í því þriðja og Ragnheiður Elín fjórða. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Útlit er fyrir að fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi birtist ekki fyrr en í fyrsta lagi á miðnætti. Talning fer fram á Selfossi og hefur gengið illa sé miðað við upplýsingar frá flokknum í kvöld. Beðið er eftir fyrstu tölum með töluverðri eftirvæntingu þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, etja kappi. Talning fer fram á Selfossi fyrir Suðurkjördæmi. Því miður getum við ekki birt fyrstu tölur fyrr en á miðnætti.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Kjörstaðir í Suðurkjördæmi lokuðu klukkan 18 eins og í Suðvesturkjördæmi þar sem úrslit eru ljós. Mikið hefur verið fjallað um úrslitin þar sem Bjarni Benediktsson hlaut yfirburðarkosningu en engin kona náði inn á lista efstu fjögurra. Fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi voru birtar í kvöldfréttum RÚV klukkan 19 en tilkynnt að von væri á tölum úr suðrinu síðar í kvöld. Í framhaldinu hrundi vefur flokksins, XD.is, og tilkynnt að tölur úr Suðurkjördæmi kæmu ekki strax.Á ellefta tímanum var svo tilkynnt að fyrstu tölur í kjördæminu myndu birtast klukkan 23. Nú er hins vegar ljóst, af nýjustu tilkynningu Sjálfstæðismanna á Twitter, að fyrstu tölur koma ekki fyrr en á miðnætti. Ekki liggur fyrir hvers vegna svo mikil töf hefur orðið á talningu en ekki náðist í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra flokksins, við vinnslu fréttarinnar. Sjálfstæðismenn hafa húmor fyrir töfinni eins og sjá má á þeirra nýjasta tísti.pic.twitter.com/9KXAKtj1QI— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Fólk er virkilega farið að lengja eftir tölum úr Suðurkjördæmi.@sjalfstaedisfl Nokkrar mínútur.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016 Uppfært klukkan 01:15Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi voru birtar um klukkan hálf eitt. Páll Magnússon hefur nokkuð öruggt forskot í fyrsta sæti. Stuðningsmenn hans fagna í Eyjum eins og lesa má nánar um hér. Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti, Vilhjálmur Árnason í því þriðja og Ragnheiður Elín fjórða.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31