Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2016 00:30 Frá kosningaveislu Páls í Vestmannaeyjum í kvöld. Mynd/Håkon Broder Lund Uppfært klukkan 09.11: Alls greiddu 4051 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Páll Magnússon leiðir listann, í öðru sæti er Ásmundur Friðriksson og í þriðja sæti Vilhjálmur Árnason. Í fjórða sæti er Ragnheiður Elín Árnadóttir og í því fimmta Unnur Brá Konráðsdóttir. Auðir og ógildir voru 150 og gild atkvæði því 3901. Páll Magnússon er í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að lokinni fyrstu talningu. Páll bauð sig fram í fyrsta sætið gegn Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra.Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti, Vilhjálmur Árnason í því þriðja og Ragnheiður Elín í því fjórða. Unnu Brá Konráðsdóttir er svo í fimmta sæti. Talin hafa verið eitt þúsund atkvæði en skiptinguna má sjá hér að neðan. Ekki hafa fengist upplýsingar frá Sjálfstæðisflokknum hve margir greiddu atkvæði í kjördæminu. Fyrstu tölur. „Ég er mjög ánægður með þetta og hrærður yfri þessum mikla stuðningi sem ég fæ,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segist hafa unnið með afburðafólki í kosningabarátunni og það eigi hrós skilið. Hins vegar séu það kosningarnar sjálfar þann 29. október sem séu stóra málið. 4051 atkvæði var greitt í prófkjörinu. Auðir og ógildir voru 150. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“ Athygli vekur að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu er fjórða eftir fyrstu tölur. Hlutur kvenna í prófkjöri flokksins hefur vakið athygli en fjögur efstu sætin á listanum í Suðvesturkjördæmi eru skipuð körlum. Páll tekur undir áhyggjuraddir um stöðu kvenna í flokknum. „Já, ég held ég geti tekið undir það. Þetta er ákveðið áhyggjuefni en auðvitað er það þannig að það verði ekki leyst með því að karlar hætti að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Þetta er íhgununarefni og áhyggjuefni.“ Páll var staddur á kosningaskrifstofu sinni í Vestmannaeyjum þegar blaðamaður náði af honum tali. Þar var líf og fjör. „Það er 200 manna veisla í gangi og mikil fagnaðarlæti.“ Víðar er vafalítið fagnað í Eyjum þar sem Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti á listanum þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. Ekki hefur náðst í Ragnheiði Elínu Árnadóttur síðan fyrstu tölur voru birtar.Uppröðunina má sjá hér að neðan en hún er óbreytt frá fyrstu könnun. Lokatölur í Suður: 1. Páll Magnússon 2. Ásmundur Friðriksson 3. Vilhjálmur Árnason 4. Ragnheiður Elín Árnadóttir 5. Unnur Brá Konráðsdóttir— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016 Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Uppfært klukkan 09.11: Alls greiddu 4051 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Páll Magnússon leiðir listann, í öðru sæti er Ásmundur Friðriksson og í þriðja sæti Vilhjálmur Árnason. Í fjórða sæti er Ragnheiður Elín Árnadóttir og í því fimmta Unnur Brá Konráðsdóttir. Auðir og ógildir voru 150 og gild atkvæði því 3901. Páll Magnússon er í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að lokinni fyrstu talningu. Páll bauð sig fram í fyrsta sætið gegn Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra.Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti, Vilhjálmur Árnason í því þriðja og Ragnheiður Elín í því fjórða. Unnu Brá Konráðsdóttir er svo í fimmta sæti. Talin hafa verið eitt þúsund atkvæði en skiptinguna má sjá hér að neðan. Ekki hafa fengist upplýsingar frá Sjálfstæðisflokknum hve margir greiddu atkvæði í kjördæminu. Fyrstu tölur. „Ég er mjög ánægður með þetta og hrærður yfri þessum mikla stuðningi sem ég fæ,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segist hafa unnið með afburðafólki í kosningabarátunni og það eigi hrós skilið. Hins vegar séu það kosningarnar sjálfar þann 29. október sem séu stóra málið. 4051 atkvæði var greitt í prófkjörinu. Auðir og ógildir voru 150. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“ Athygli vekur að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu er fjórða eftir fyrstu tölur. Hlutur kvenna í prófkjöri flokksins hefur vakið athygli en fjögur efstu sætin á listanum í Suðvesturkjördæmi eru skipuð körlum. Páll tekur undir áhyggjuraddir um stöðu kvenna í flokknum. „Já, ég held ég geti tekið undir það. Þetta er ákveðið áhyggjuefni en auðvitað er það þannig að það verði ekki leyst með því að karlar hætti að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Þetta er íhgununarefni og áhyggjuefni.“ Páll var staddur á kosningaskrifstofu sinni í Vestmannaeyjum þegar blaðamaður náði af honum tali. Þar var líf og fjör. „Það er 200 manna veisla í gangi og mikil fagnaðarlæti.“ Víðar er vafalítið fagnað í Eyjum þar sem Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti á listanum þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. Ekki hefur náðst í Ragnheiði Elínu Árnadóttur síðan fyrstu tölur voru birtar.Uppröðunina má sjá hér að neðan en hún er óbreytt frá fyrstu könnun. Lokatölur í Suður: 1. Páll Magnússon 2. Ásmundur Friðriksson 3. Vilhjálmur Árnason 4. Ragnheiður Elín Árnadóttir 5. Unnur Brá Konráðsdóttir— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016
Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira