Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2016 14:40 Sigríður Á Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki rétt að konum hafi verið úthýst úr flokknum á grundvelli kynferðis. Þetta segir hún í pistli á heimasíðu sinni sem hún birti í dag að afloknum prófkjörum í Kraganum og í Suðurkjördæmi. Karlar náðu fjórum efstu sætunum í Kraganum og fyrstu þrjú sætin í Suðurkjördæmi eru setin af karlmönnum innan flokksins. Í Kraganum var þingmanninum Elínu Hirst hafnað af sjálfstæðisfólki og tvær sitjandi þingkonur í Suðurkjördæmi, ráðherrann Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, rúlluðu niður listann. Sigríður segir mikilvægt að gera greinarmun á kjörklefa og búningsklefa þegar kemur að stjórnmálum. „Mér þykir ekki spennandi að ræða stjórnmál út frá kynferði fólks. Ég held að flestir geri skýran greinarmun á þeim sem þeir eiga samleið með annars vegar í kjörklefanum og hins vegar búningsklefanum. Fólk almennt kýs þá frambjóðendur sem það telur sig vera sammála, fremur en samkynja.“ Bætir Sigríður við að einhverjir aðrir hlutir hljóti að hafa vegið þyngra en kyn frambjóðenda. „Þegar á allt er litið fæ ég ekki séð að með sanngirni sé hægt að halda því fram að konum hafi verið úthýst í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins á grundvelli kynferðis.“Agndofa yfiir kennaleysiMargir hafa tjáð sig frá því í gærkveldi um stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og undrast margir áhrifaleysi kvenna í efstu sætum. Helga Dögg Björgvinsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sagðist um niðurstöður prófkjörsins í Suðurvesturkjördæmi vera í sjokki yfir úrslitunum. Líkast til hefur sjokkið ekki verið minna eftir miðnættið þegar tölur fóru að berarst úr Suðurkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi gerðist það einnig að kona var felld úr öruggu þingsæti. Valgerður Gunnarsdóttir, sem vermdi annað sætið á lista flokksins í síðustu alþingiskosningum, þurfti að láta sér lynda þriðja sætið eftir að Njáll Trausti Friðbertsson hreppti annað sætið. Líklegt þykir þó að Sjálfstæðisflokkurinn leggi allt í sölurnar í því kjördæmi til að ná inn þremur mönnum á nýjan leik. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, náði mjög góðum árangri í prófkjöri sínu í Reykjavík og verður að teljast mjög líklegt að hún verði þingmaður að loknum kosningum. Einnig náði önnur ung kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, öðru sæti í Norðvesturkjördæmi og verður að teljast stórslys hjá flokknum ef það nægi ekki til þess að komast á þing. Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki rétt að konum hafi verið úthýst úr flokknum á grundvelli kynferðis. Þetta segir hún í pistli á heimasíðu sinni sem hún birti í dag að afloknum prófkjörum í Kraganum og í Suðurkjördæmi. Karlar náðu fjórum efstu sætunum í Kraganum og fyrstu þrjú sætin í Suðurkjördæmi eru setin af karlmönnum innan flokksins. Í Kraganum var þingmanninum Elínu Hirst hafnað af sjálfstæðisfólki og tvær sitjandi þingkonur í Suðurkjördæmi, ráðherrann Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, rúlluðu niður listann. Sigríður segir mikilvægt að gera greinarmun á kjörklefa og búningsklefa þegar kemur að stjórnmálum. „Mér þykir ekki spennandi að ræða stjórnmál út frá kynferði fólks. Ég held að flestir geri skýran greinarmun á þeim sem þeir eiga samleið með annars vegar í kjörklefanum og hins vegar búningsklefanum. Fólk almennt kýs þá frambjóðendur sem það telur sig vera sammála, fremur en samkynja.“ Bætir Sigríður við að einhverjir aðrir hlutir hljóti að hafa vegið þyngra en kyn frambjóðenda. „Þegar á allt er litið fæ ég ekki séð að með sanngirni sé hægt að halda því fram að konum hafi verið úthýst í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins á grundvelli kynferðis.“Agndofa yfiir kennaleysiMargir hafa tjáð sig frá því í gærkveldi um stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og undrast margir áhrifaleysi kvenna í efstu sætum. Helga Dögg Björgvinsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sagðist um niðurstöður prófkjörsins í Suðurvesturkjördæmi vera í sjokki yfir úrslitunum. Líkast til hefur sjokkið ekki verið minna eftir miðnættið þegar tölur fóru að berarst úr Suðurkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi gerðist það einnig að kona var felld úr öruggu þingsæti. Valgerður Gunnarsdóttir, sem vermdi annað sætið á lista flokksins í síðustu alþingiskosningum, þurfti að láta sér lynda þriðja sætið eftir að Njáll Trausti Friðbertsson hreppti annað sætið. Líklegt þykir þó að Sjálfstæðisflokkurinn leggi allt í sölurnar í því kjördæmi til að ná inn þremur mönnum á nýjan leik. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, náði mjög góðum árangri í prófkjöri sínu í Reykjavík og verður að teljast mjög líklegt að hún verði þingmaður að loknum kosningum. Einnig náði önnur ung kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, öðru sæti í Norðvesturkjördæmi og verður að teljast stórslys hjá flokknum ef það nægi ekki til þess að komast á þing.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira