Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2016 10:19 Hugsanlegt er að nýtt kvennaframboð á hægri vængnum komi fram. Vísir/Anton Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. Hugsanlegt sé að nýtt kvennaframboð á hægri vængnum komi fram. Helga Dögg Björgvinsdóttir var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þar sem hún sagðist ekki búa yfir skýringu á slæmu gengi kvenna í í prófkjörum flokksins. Konur hlutu afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Karlmenn verma efstu fjögur sæti lista Suðvesturkjördæmis og þrjú efstu sætin í Suðurkjördæmi.Sjá einnig: Sjálfstæðiskonur guldu afhroðRætt hefur verið um hvort listunum verði breytt svo fjölga megi konum í forystusveit flokksins og sagði Friðjón R. Friðjónsson, sem situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, að hann myndi ekki „styðja einsleita lista eins og niðurstöður prófkjöranna um helgina skiluðu.“ Þarf miðstjórn að samþykkja framboðslistana samkvæmt reglum flokksins.Helga Dögg segir að skýrt sé í reglum flokksins að hægt sé að breyta framboðslistunum. Á síðasta landsfundi hafi jafnréttisákvæði verið sett í reglur flokksins og að jafnrétti sé eitt af grunngildum Sjálfstæðisflokksins. Þar segi einnig að röðun á lista eigi að taka miða af grunngildum Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna„Þarna er kjörnefnd og forysta flokksins komin með vopn í hendurnar til þess að hafa áhrif á röðun á lista og breyta þessum prófkjörsniðurstöðum,“ segir Helga Dögg sem telur að ástandið í kynjajafnrétti sé verra í Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum. „Ég veit ekki hvort það séu sterkari karlagildi í Sjálfstæðisflokknum að einhverju leyti en konur hafa átt mjög erfitt uppdráttar. Það hefur ekki mátt tala um jafnréttismál út frá kynjasjónarmiði, og það er ennþá þannig í ákveðnum kreðsum að maður er bara þaggaður niður,“ segir Helga Dögg.Sjá einnig: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ein af þeim konum sem sóttist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum en náði ekki sæti spurði á Facebook-síðu sinni hvort að sérstakt Kvennaframboð væri lausnin. Aðspurð um það segir Helga Dögg að það hafi verið rætt á meðal kvenna í kringum hana. „Það er mjög stutt til kosninga og það þarf að hafa mjög hraðar hendur. En já, ég held að það geti alveg verið ef að öflugar konur taka sig saman, að við gætum séð eitthvað slíkt.“ Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. Hugsanlegt sé að nýtt kvennaframboð á hægri vængnum komi fram. Helga Dögg Björgvinsdóttir var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þar sem hún sagðist ekki búa yfir skýringu á slæmu gengi kvenna í í prófkjörum flokksins. Konur hlutu afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Karlmenn verma efstu fjögur sæti lista Suðvesturkjördæmis og þrjú efstu sætin í Suðurkjördæmi.Sjá einnig: Sjálfstæðiskonur guldu afhroðRætt hefur verið um hvort listunum verði breytt svo fjölga megi konum í forystusveit flokksins og sagði Friðjón R. Friðjónsson, sem situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, að hann myndi ekki „styðja einsleita lista eins og niðurstöður prófkjöranna um helgina skiluðu.“ Þarf miðstjórn að samþykkja framboðslistana samkvæmt reglum flokksins.Helga Dögg segir að skýrt sé í reglum flokksins að hægt sé að breyta framboðslistunum. Á síðasta landsfundi hafi jafnréttisákvæði verið sett í reglur flokksins og að jafnrétti sé eitt af grunngildum Sjálfstæðisflokksins. Þar segi einnig að röðun á lista eigi að taka miða af grunngildum Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna„Þarna er kjörnefnd og forysta flokksins komin með vopn í hendurnar til þess að hafa áhrif á röðun á lista og breyta þessum prófkjörsniðurstöðum,“ segir Helga Dögg sem telur að ástandið í kynjajafnrétti sé verra í Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum. „Ég veit ekki hvort það séu sterkari karlagildi í Sjálfstæðisflokknum að einhverju leyti en konur hafa átt mjög erfitt uppdráttar. Það hefur ekki mátt tala um jafnréttismál út frá kynjasjónarmiði, og það er ennþá þannig í ákveðnum kreðsum að maður er bara þaggaður niður,“ segir Helga Dögg.Sjá einnig: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ein af þeim konum sem sóttist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum en náði ekki sæti spurði á Facebook-síðu sinni hvort að sérstakt Kvennaframboð væri lausnin. Aðspurð um það segir Helga Dögg að það hafi verið rætt á meðal kvenna í kringum hana. „Það er mjög stutt til kosninga og það þarf að hafa mjög hraðar hendur. En já, ég held að það geti alveg verið ef að öflugar konur taka sig saman, að við gætum séð eitthvað slíkt.“
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30
Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00
Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05