Innlent

Vara við vatnsveðri á morgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Veðurstofa Íslands varar við „talsverðri eða mikilli rigningu“ suðaustanlands á morgun. Suðvestur af Íslandi eru lægðir sem munu ganga yfir landið. Þeim fylgir ekki mikill vindur en rigning verður líklega mikil.

Annarsstaðar á landinu er spá lítilli úrkomu. Áfram verður milt í veðri og hiti verður allt að 15 gráður á morgun.

„Útlit fyrir ágætis haustveður á sunnudag, en stutt er í næstu lægð og má búast við vaxandi suðaustan átt með rigningu sunnan- og vestantil á landinu á sunnudagskvöld,“ segir á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×