Spilakassar svæsnasta form fjárhættuspils Jakob Bjarnar skrifar 7. september 2016 13:50 Lítið sem ekkert eftirlit er með starfseminni og öll uppsetning og aðstæður miða að því að' halda fíklunum við efnið. visir/Anton Brink Vísir hefur að undanförnu fjallað um spilakassa en fyrir liggur stefna Guðlaugs Jakobs Karlssonar á hendur þeim aðilum sem reka slíka kassa, með leyfi ríkisins. Guðlaugur telur víst að um ólöglega starfsemi sé að ræða. Guðlaugur segir, í samtali við Vísi, að spilakassarnir séu svæsnasta form fjárhættuspila í þeirri merkingu að spilamennska í spilakössum séu mjög svo ánetjandi. Það sé því ákaflega mótsagnakennt, í raun fáránlegt, að leyfa spilakassa en banna spilavíti þar sem lagt er stund á Black Jack og Rúllettu. Það sé álíka gáfulegt og það var að banna bjórinn á sínum tíma en hrófla hvergi við brennivíninu. Ýmsir aðrir spilafíklar, sem sett hafa sig í samband við Vísi eftir að greint var frá stefnunni, staðfesta þetta: Þeir sem verst eru settir eru í kössunum.Kate Seselja segir CNN sögu sína, hvernig hún ánetjaðist "the crack cocaine" spilamennskunnar -- spilakössunum.Í heimi fjárhættuspila eru spilakassarnir, slot machines eða „pokies“, kallaðir „crack cocaine“ fjárhættuspilamennskunnar. Um þetta hefur verið fjallað víða en hér látið duga að vitna til sögu Kate Seselja, ástralskrar sex barna móður, sem CNN sagði nýverið. Hún fer hispurslaust yfir reynslu sína og óhjákvæmlegt er annað en draga þá ályktun að um ákaflega ánetjandi starfsemi er að ræða. Þetta er vinsælasta form fjárhættuspila á heimsvísu enda fá spilararnir þar samstundis áhrifin sem þeir sækjast eftir. Ekkert til sem heitir happdrættisvélÁ sínum tíma veitti Alþingi leyfi til reksturs á spilakössum á þeim forsendum, sem Guðlaugur telur falskar, að um sé að ræða happdrættisvélar. Guðlaugur segir ekkert slíkt til – þetta séu einfaldlega slot machines. Í auglýsingu á netinu, frá Gullnámu Háskóla Íslands má sjá að þeir velkjast hvergi í vafa um hvers kyns starfsemi þeirra er. Þar er talað um Casino slots.Þeir sem standa fyrir rekstri Gullnámunnar velkjast hvergi í vafa um hvers eðlis starfsemin er þegar þeir vilja tala til túrista.Í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga um breytingar á lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, á 125. löggjafarþingi 1999-2000, segir meðal annars að það hafi eflaust „ráðið úrslitum um framgang frumvarpanna að afraksturinn skyldi renna til óumdeildra málefna. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þessi starfsemi hefur valdið mörgum manninum mikilli óhamingju þar sem menn hafa ánetjast spilafíkn sem heilbrigðiskerfið verður nú að kljást við í vaxandi mæli.“Greitt aðgengi að fjármagni Í stefnu Guðlaugs kennir ýmissa grasa, þar er til að mynda vakin athygli á því að lítið sem ekkert eftirlit sé með þessari starfsemi. Og þar er búið svo um hnúta að spilurum, sem eru að mati Guðlaugs að 95 prósent fíklar, sé haldið vel við efnið. Og allt gert til að aðgengi þeirra að fjármunum sínum til að spila með séStefnan. Guðlaugur hefur stefnt ýmsum sem til þessa hafa talist til máttarstólpa þjóðfélagsins.„Á árinu 2009 missti stefnandi algerlega tökin á spilafíkninni en í lok október það ár er hann var að spila á Catalinu fékk hann gullpottinn hjá stefnda Happdrætti Háskóla Íslands að fjárhæð kr. 4.300.000 og samkvæmt reglum sem um útgreiðslu vinninga gilda fær vinningshafi greiddan út vinninginn þremur dögum siðar en þangað til fékk stefnandi lánaðar kr. 500.000 á Vídeómarkaðinum, í Hamraborg, Kópavogi til að spila fyrir.“Reykingar leyfðar til að halda spilurum við efniðGuðlaugur greindi frá því í viðtali við Vísi að hann hafi tapað þessum vinningi hratt og örugglega, fyrsta daginn eftir að hann fékk vinninginn greiddan út spilaði hann fyrir 750 þúsund krónur. „Var þetta skýrt dæmi þeirrar staðreyndar að hver einstakur spilasalaeigandi (sjoppueigandi) getur gert út á spilafíkla sem er alvarleg brotalöm í þessari starfsemi enda eftirlit með spilakassastarfsemi lítið sem ekkert samkvæmt upplifun og reynslu stefnanda. Jafnframt er athyglisvert að á sumum þessara spilasala eru leyfðar reykingar innanhúss til að halda spilafíklum við efnið, m.a. á Vídeómarkaðinum í Hamraborg, Kópavogi.“ Þeir sem reka spilakassana eru duglegir við að uppfæra virkni kassanna: „Þegar stefndi kemur inn á viðkomandi spilastað þá getur hann farið í afgreiðsluna og tekið út á debet kortið sitt reiðufé sem hann notar svo í spilakassana. Má benda á að kassarnir taka mest í einu 5.000 króna seðil, en þeir nýjustu taka nú 10.000 króna seðil,“ segir í stefunni. Einnig er vakin á því athygli að við alla helstu spilastaði er greitt aðgengi að hraðbanka. Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Vísir hefur að undanförnu fjallað um spilakassa en fyrir liggur stefna Guðlaugs Jakobs Karlssonar á hendur þeim aðilum sem reka slíka kassa, með leyfi ríkisins. Guðlaugur telur víst að um ólöglega starfsemi sé að ræða. Guðlaugur segir, í samtali við Vísi, að spilakassarnir séu svæsnasta form fjárhættuspila í þeirri merkingu að spilamennska í spilakössum séu mjög svo ánetjandi. Það sé því ákaflega mótsagnakennt, í raun fáránlegt, að leyfa spilakassa en banna spilavíti þar sem lagt er stund á Black Jack og Rúllettu. Það sé álíka gáfulegt og það var að banna bjórinn á sínum tíma en hrófla hvergi við brennivíninu. Ýmsir aðrir spilafíklar, sem sett hafa sig í samband við Vísi eftir að greint var frá stefnunni, staðfesta þetta: Þeir sem verst eru settir eru í kössunum.Kate Seselja segir CNN sögu sína, hvernig hún ánetjaðist "the crack cocaine" spilamennskunnar -- spilakössunum.Í heimi fjárhættuspila eru spilakassarnir, slot machines eða „pokies“, kallaðir „crack cocaine“ fjárhættuspilamennskunnar. Um þetta hefur verið fjallað víða en hér látið duga að vitna til sögu Kate Seselja, ástralskrar sex barna móður, sem CNN sagði nýverið. Hún fer hispurslaust yfir reynslu sína og óhjákvæmlegt er annað en draga þá ályktun að um ákaflega ánetjandi starfsemi er að ræða. Þetta er vinsælasta form fjárhættuspila á heimsvísu enda fá spilararnir þar samstundis áhrifin sem þeir sækjast eftir. Ekkert til sem heitir happdrættisvélÁ sínum tíma veitti Alþingi leyfi til reksturs á spilakössum á þeim forsendum, sem Guðlaugur telur falskar, að um sé að ræða happdrættisvélar. Guðlaugur segir ekkert slíkt til – þetta séu einfaldlega slot machines. Í auglýsingu á netinu, frá Gullnámu Háskóla Íslands má sjá að þeir velkjast hvergi í vafa um hvers kyns starfsemi þeirra er. Þar er talað um Casino slots.Þeir sem standa fyrir rekstri Gullnámunnar velkjast hvergi í vafa um hvers eðlis starfsemin er þegar þeir vilja tala til túrista.Í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga um breytingar á lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, á 125. löggjafarþingi 1999-2000, segir meðal annars að það hafi eflaust „ráðið úrslitum um framgang frumvarpanna að afraksturinn skyldi renna til óumdeildra málefna. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þessi starfsemi hefur valdið mörgum manninum mikilli óhamingju þar sem menn hafa ánetjast spilafíkn sem heilbrigðiskerfið verður nú að kljást við í vaxandi mæli.“Greitt aðgengi að fjármagni Í stefnu Guðlaugs kennir ýmissa grasa, þar er til að mynda vakin athygli á því að lítið sem ekkert eftirlit sé með þessari starfsemi. Og þar er búið svo um hnúta að spilurum, sem eru að mati Guðlaugs að 95 prósent fíklar, sé haldið vel við efnið. Og allt gert til að aðgengi þeirra að fjármunum sínum til að spila með séStefnan. Guðlaugur hefur stefnt ýmsum sem til þessa hafa talist til máttarstólpa þjóðfélagsins.„Á árinu 2009 missti stefnandi algerlega tökin á spilafíkninni en í lok október það ár er hann var að spila á Catalinu fékk hann gullpottinn hjá stefnda Happdrætti Háskóla Íslands að fjárhæð kr. 4.300.000 og samkvæmt reglum sem um útgreiðslu vinninga gilda fær vinningshafi greiddan út vinninginn þremur dögum siðar en þangað til fékk stefnandi lánaðar kr. 500.000 á Vídeómarkaðinum, í Hamraborg, Kópavogi til að spila fyrir.“Reykingar leyfðar til að halda spilurum við efniðGuðlaugur greindi frá því í viðtali við Vísi að hann hafi tapað þessum vinningi hratt og örugglega, fyrsta daginn eftir að hann fékk vinninginn greiddan út spilaði hann fyrir 750 þúsund krónur. „Var þetta skýrt dæmi þeirrar staðreyndar að hver einstakur spilasalaeigandi (sjoppueigandi) getur gert út á spilafíkla sem er alvarleg brotalöm í þessari starfsemi enda eftirlit með spilakassastarfsemi lítið sem ekkert samkvæmt upplifun og reynslu stefnanda. Jafnframt er athyglisvert að á sumum þessara spilasala eru leyfðar reykingar innanhúss til að halda spilafíklum við efnið, m.a. á Vídeómarkaðinum í Hamraborg, Kópavogi.“ Þeir sem reka spilakassana eru duglegir við að uppfæra virkni kassanna: „Þegar stefndi kemur inn á viðkomandi spilastað þá getur hann farið í afgreiðsluna og tekið út á debet kortið sitt reiðufé sem hann notar svo í spilakassana. Má benda á að kassarnir taka mest í einu 5.000 króna seðil, en þeir nýjustu taka nú 10.000 króna seðil,“ segir í stefunni. Einnig er vakin á því athygli að við alla helstu spilastaði er greitt aðgengi að hraðbanka.
Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00
Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00