Dómskerfi án opinbers eftirlits eykur hættu á samtryggingu Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 19:57 Ekkert opinbert eftirlit er með stjórnsýslu dómskerfisins á Íslandi. Fyrrverandi héraðsdómari segir þetta óeðlilegt og bjóða heim hættu á samtryggingu í dómskerfinu. Umboðsmaður Alþingis telur einnig eðlilegt að komið verði á slíku eftirliti. Íslenska stjórnkerfinu er skipt upp í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. En umboðsmaður Alþingis vekur athygli á því að engin lög gildi um eftirlit með stjórnsýslu dómsvaldsins. Ný lög um dómskerfið voru samþykkt á Alþingi í vor þar sem meðal annars er kveðið á um nýtt millidómsstig og stofnun Dómsýslu Íslands sem fer með málefni dómstólana óháð innanríkisráðuneytinu. Það mátti skilja á Tryggva Gunnarssyni umboðsmanni Alþingis á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í gær að betur hefði mátt standa að setningu laganna. Nefndi hann þar sérstaklega eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna sem samkvæmt nýju lögunum er í raun í höndum dómaranna sjálfra. „Og ég hef bent á að stjórnsýslureglur hér á landi, eins og stjórnsýslulög, upplýsingalög gilda um viðfangsefni framkvæmdavaldsins. En ekki um dómsvaldið. Það er mikilvægt að löggjafinn taki afstöðu til þessa," sagði Tryggvi. Bæði hvað varði innra eftirliti og sams konar ytra eftirlit og embætti umboðsmanns hafi með stjórnsýslu framkvæmdavaldsins. Áslaug Björgvinsdóttir sem lét af störfum héraðsdómara á síðasta ári fagnar þessum sjónarmiðum umboðsmanns um eftirlit með þeim 47 einstaklingum sem gegna dómarastörfum og stjórnsýslu þeirra. Hún gagnrýnir m.a. fyrirkomulag á útdeilingu mála sem nú sé í höndum dómstjóra og dómstólaráðs samkvæmt nýju lögunum þegar þau taki gildi. „Ólíkt því sem gildir í nágrannaríkjum okkar og sem talið er grundvallarregla í réttarríkjum. Um úthlutun mála eiga að gilda hlutlausar reglur og fyrirsjáanlegar. En ekki geðþóttavald dómstjóra,“ segir Áslaug. Það sé nauðsynlegt að koma á virku ytra eftirliti með stjórnsýslu dómskerfisins sem t.d. sé gert með stjórnsýsludómstól í Þýskalandi. „Og þar hefur þessi dómstóll snúið til baka og talið t.d. ákvörðun forseta Hæstaréttar Þýskalands geðþóttalega og breytt henni,“ segir héraðsdómarinn fyrrverandi. En hún sendi inn athugasemdir við frumvarpið að nýju dómstólalögunum sl. vor. Áslaug segir að hér sé dómurunum sjálfum ætlað að hafa eftirlit með starfssystkinum sínum. Návígið skapi hættu á samtryggingu innan dómskerfisins. „Sem má segja að sé í eðli sínu spillingarhættur. Að menn veigri sér við að taka erfiðar ákvarðanir sem þyrfti að taka. Vegna þess að undir er í grunninn einhver manneskja þótt hún sé með stjórnendastöðu sem þeim líkar vel við og vilja allt vel. Þá er kannski þægilegt að kasta sér í skjól og taka ekki ákvörðunina,“ segir Áslaug. Og þá á kostnað réttarríkisins að hennar mati. En það sé lykilatriði að öllu valdi fylgi raunhæft eftirlit og ábyrgð. „Það er útilokað fyrir starfsmann, hvað þá dómara í þessu landi að afhjúpa óvandaða stjórnarhætti. Hvað þá löglausa,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerði þessi mál að umtalsefni á Alþingi í dag og sagði afgreiðslu þingsins á dómstólalögunum undirstrika mikilvægi þess að Alþingi vandaði til lagasetningar. Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Ekkert opinbert eftirlit er með stjórnsýslu dómskerfisins á Íslandi. Fyrrverandi héraðsdómari segir þetta óeðlilegt og bjóða heim hættu á samtryggingu í dómskerfinu. Umboðsmaður Alþingis telur einnig eðlilegt að komið verði á slíku eftirliti. Íslenska stjórnkerfinu er skipt upp í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. En umboðsmaður Alþingis vekur athygli á því að engin lög gildi um eftirlit með stjórnsýslu dómsvaldsins. Ný lög um dómskerfið voru samþykkt á Alþingi í vor þar sem meðal annars er kveðið á um nýtt millidómsstig og stofnun Dómsýslu Íslands sem fer með málefni dómstólana óháð innanríkisráðuneytinu. Það mátti skilja á Tryggva Gunnarssyni umboðsmanni Alþingis á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í gær að betur hefði mátt standa að setningu laganna. Nefndi hann þar sérstaklega eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna sem samkvæmt nýju lögunum er í raun í höndum dómaranna sjálfra. „Og ég hef bent á að stjórnsýslureglur hér á landi, eins og stjórnsýslulög, upplýsingalög gilda um viðfangsefni framkvæmdavaldsins. En ekki um dómsvaldið. Það er mikilvægt að löggjafinn taki afstöðu til þessa," sagði Tryggvi. Bæði hvað varði innra eftirliti og sams konar ytra eftirlit og embætti umboðsmanns hafi með stjórnsýslu framkvæmdavaldsins. Áslaug Björgvinsdóttir sem lét af störfum héraðsdómara á síðasta ári fagnar þessum sjónarmiðum umboðsmanns um eftirlit með þeim 47 einstaklingum sem gegna dómarastörfum og stjórnsýslu þeirra. Hún gagnrýnir m.a. fyrirkomulag á útdeilingu mála sem nú sé í höndum dómstjóra og dómstólaráðs samkvæmt nýju lögunum þegar þau taki gildi. „Ólíkt því sem gildir í nágrannaríkjum okkar og sem talið er grundvallarregla í réttarríkjum. Um úthlutun mála eiga að gilda hlutlausar reglur og fyrirsjáanlegar. En ekki geðþóttavald dómstjóra,“ segir Áslaug. Það sé nauðsynlegt að koma á virku ytra eftirliti með stjórnsýslu dómskerfisins sem t.d. sé gert með stjórnsýsludómstól í Þýskalandi. „Og þar hefur þessi dómstóll snúið til baka og talið t.d. ákvörðun forseta Hæstaréttar Þýskalands geðþóttalega og breytt henni,“ segir héraðsdómarinn fyrrverandi. En hún sendi inn athugasemdir við frumvarpið að nýju dómstólalögunum sl. vor. Áslaug segir að hér sé dómurunum sjálfum ætlað að hafa eftirlit með starfssystkinum sínum. Návígið skapi hættu á samtryggingu innan dómskerfisins. „Sem má segja að sé í eðli sínu spillingarhættur. Að menn veigri sér við að taka erfiðar ákvarðanir sem þyrfti að taka. Vegna þess að undir er í grunninn einhver manneskja þótt hún sé með stjórnendastöðu sem þeim líkar vel við og vilja allt vel. Þá er kannski þægilegt að kasta sér í skjól og taka ekki ákvörðunina,“ segir Áslaug. Og þá á kostnað réttarríkisins að hennar mati. En það sé lykilatriði að öllu valdi fylgi raunhæft eftirlit og ábyrgð. „Það er útilokað fyrir starfsmann, hvað þá dómara í þessu landi að afhjúpa óvandaða stjórnarhætti. Hvað þá löglausa,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerði þessi mál að umtalsefni á Alþingi í dag og sagði afgreiðslu þingsins á dómstólalögunum undirstrika mikilvægi þess að Alþingi vandaði til lagasetningar.
Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira