Staða ungs fólks hefur versnað Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. september 2016 20:15 Unga kynslóðin á Íslandi hefur það mun verr en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum og staða hennar er jafnframt lakari en ungu kynslóðarinnar í öðrum vestrænum ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnt að skapa vel launuð störf fyrir ungt fólk til að þjóðin missi það ekki úr landi. Í skýrslunni sem fjármálaráðherra lét gera að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar um svo kallaða kynslóðareikninga kemur fram að unga kynslóðin hafi almennt dregist aftur úr í tekjum síðustu áratugina en þeir sem eru yfir fimmtugu hafa það betur nú en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu fólks á aldrinum 20 til 35 ára á Íslandi. „Skýrslan staðfestir áhyggjur okkar af því að aldamótakynslóðin, unga fólkið okkar, það býr við verri kjör heldur en kynslóðirnar á undan. Það er ekki bara út af himinháu húsnæðisverði, heldur hafa þau líka dregist aftur úr í tekjum,“ segir Helgi.VísirÍ skýrslunni eru vísbendingar um að ferill ævitekna einstaklinga sé að breytast í þá átt að fólk byrji almennt með lægri tekjur nú en áður, en tekjurnar aukist síðan hraðar með hærri aldri og hækkunin vari lengur. Fólk nái því hámarkstekjum eldra en áður var. Helgi segir þróunina hættulega. „Það gerist meira eftir því sem ójöfnuður vex í samfélaginu. Af því að ójöfnuðu vex líka á milli kynslóðanna um leið og hann vex almennt út í samfélaginu. Þess vegna leggur þetta svo ríkar skyldur á okkur að standa vörð um jöfnuð í samfélaginu því þannig verjum við hag unga fólksins best. Á myndinni hér að ofan sést að ráðstöfunartekjur fólks á aldrinum 25-29 ára hafa lækkað næst mest á eftir ráðstöfunartekjum yngsta hópsins á Ítalíu. Helgi segir nauðsynlegt að bregðast við þessar alvarlegu stöðu. „Við þurfum stórátak í húsnæðismálum og ég vona að þetta hjálpi til við það. Við þurfum líka breytta atvinnupólitík. Við þurfum að skapa vel launuð störf fyrir menntað ungt fólk sem byggir á þekkingu. Vegna þess að þar náum við í þau verðmæti sem að geta skapað lífskjör til að fá þau til að vilja vera hér áfram. Við viljum ekki missa unga fólkið okkar úr landi. Alþingi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Unga kynslóðin á Íslandi hefur það mun verr en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum og staða hennar er jafnframt lakari en ungu kynslóðarinnar í öðrum vestrænum ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnt að skapa vel launuð störf fyrir ungt fólk til að þjóðin missi það ekki úr landi. Í skýrslunni sem fjármálaráðherra lét gera að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar um svo kallaða kynslóðareikninga kemur fram að unga kynslóðin hafi almennt dregist aftur úr í tekjum síðustu áratugina en þeir sem eru yfir fimmtugu hafa það betur nú en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu fólks á aldrinum 20 til 35 ára á Íslandi. „Skýrslan staðfestir áhyggjur okkar af því að aldamótakynslóðin, unga fólkið okkar, það býr við verri kjör heldur en kynslóðirnar á undan. Það er ekki bara út af himinháu húsnæðisverði, heldur hafa þau líka dregist aftur úr í tekjum,“ segir Helgi.VísirÍ skýrslunni eru vísbendingar um að ferill ævitekna einstaklinga sé að breytast í þá átt að fólk byrji almennt með lægri tekjur nú en áður, en tekjurnar aukist síðan hraðar með hærri aldri og hækkunin vari lengur. Fólk nái því hámarkstekjum eldra en áður var. Helgi segir þróunina hættulega. „Það gerist meira eftir því sem ójöfnuður vex í samfélaginu. Af því að ójöfnuðu vex líka á milli kynslóðanna um leið og hann vex almennt út í samfélaginu. Þess vegna leggur þetta svo ríkar skyldur á okkur að standa vörð um jöfnuð í samfélaginu því þannig verjum við hag unga fólksins best. Á myndinni hér að ofan sést að ráðstöfunartekjur fólks á aldrinum 25-29 ára hafa lækkað næst mest á eftir ráðstöfunartekjum yngsta hópsins á Ítalíu. Helgi segir nauðsynlegt að bregðast við þessar alvarlegu stöðu. „Við þurfum stórátak í húsnæðismálum og ég vona að þetta hjálpi til við það. Við þurfum líka breytta atvinnupólitík. Við þurfum að skapa vel launuð störf fyrir menntað ungt fólk sem byggir á þekkingu. Vegna þess að þar náum við í þau verðmæti sem að geta skapað lífskjör til að fá þau til að vilja vera hér áfram. Við viljum ekki missa unga fólkið okkar úr landi.
Alþingi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira