Stjórnarandstæðingar undrast dagskrá þingsins: „Þetta er nú algjörlega absúrd“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2016 16:00 Þingmenn stjórnarandstöðunnar undruðust dagskrá Alþingis í dag. Vísir „Þetta er nú algjörlega absúrd að vera hér á þingfundi þar sem eina dagskrármálið er störf þingsins,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir á þingi í dag er hún undraðist það að það eina sem væri á dagskrá Alþingis í dag væri dagskrárliðurinn störf þingsins. Greiða átti atkvæði um þrjú mál en var atkvæðagreiðslu frestað vegna fjarvista þingmanna. Því var dagskrárliðurinn störf þingsins það eina sem eftir var á dagskrá. „Okkur var sagt að við yrðum að vera hér. Það væri svo áríðandi vegna allra þeirra stóru mála sem biðu. Það fer lítið fyrir þeim,“ bætti Sigríður Ingibjörg við og vísaði þar til orða stjórnarliða um að koma þyrfti mikilvægum málum í gegnum þingið áður en kosið yrði í haust. Undir þetta tók Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og sagði hann erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að stunda málþóf ef ekkert væri til þess að ræða á þingi. „Þetta undrar mann eftir yfirlýsingarnar um það að hér myndu stjórnarflokkarnir eiga í erfiðleikum að koma fram málum vegna málþófs stjórnarandstöðunnar,“ sagði Helgi. „Þó að ég feginn vildi stunda málþóf þá reynist það erfitt ef ekkert þingmál er á dagskrá fundarins.“ Sagðist Helgi þó ekki ætla að kvarta yfir því sem hann sagði vera aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. „Ég ætla ekki að kvarta undan því að ríkisstjórn sem ég er fullkomnlega ósammála í mörgum og veigamiklum málum sé ekki að flytja inn hér mál.“ Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, gerði dagskrá þingsins einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og sagði hún núverandi þinghald verða orðið að dellu og boða ætti til kosninga strax. „Nú liggur fyrir að fresta þarf atkvæðagreiðslum fram yfir helgi vegna fjarvista þingmanna. Þannig verður þingfundurinn hálftíma langur sem er örugglega nánast einsdæmi og verður sífellt ljósara hversu mikil della þetta þinghald er orðið. Ekkert vit í öðru en að senda þingið heim strax og boða til kosninga.“ Alþingi Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslum frestað vegna fjarvista þingmanna Forseti Alþingis segir að margir þingmenn séu fjarverandi vegna starfa sinna fyrir alþjóðanefndir þingsins. 24. ágúst 2016 15:03 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
„Þetta er nú algjörlega absúrd að vera hér á þingfundi þar sem eina dagskrármálið er störf þingsins,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir á þingi í dag er hún undraðist það að það eina sem væri á dagskrá Alþingis í dag væri dagskrárliðurinn störf þingsins. Greiða átti atkvæði um þrjú mál en var atkvæðagreiðslu frestað vegna fjarvista þingmanna. Því var dagskrárliðurinn störf þingsins það eina sem eftir var á dagskrá. „Okkur var sagt að við yrðum að vera hér. Það væri svo áríðandi vegna allra þeirra stóru mála sem biðu. Það fer lítið fyrir þeim,“ bætti Sigríður Ingibjörg við og vísaði þar til orða stjórnarliða um að koma þyrfti mikilvægum málum í gegnum þingið áður en kosið yrði í haust. Undir þetta tók Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og sagði hann erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að stunda málþóf ef ekkert væri til þess að ræða á þingi. „Þetta undrar mann eftir yfirlýsingarnar um það að hér myndu stjórnarflokkarnir eiga í erfiðleikum að koma fram málum vegna málþófs stjórnarandstöðunnar,“ sagði Helgi. „Þó að ég feginn vildi stunda málþóf þá reynist það erfitt ef ekkert þingmál er á dagskrá fundarins.“ Sagðist Helgi þó ekki ætla að kvarta yfir því sem hann sagði vera aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. „Ég ætla ekki að kvarta undan því að ríkisstjórn sem ég er fullkomnlega ósammála í mörgum og veigamiklum málum sé ekki að flytja inn hér mál.“ Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, gerði dagskrá þingsins einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og sagði hún núverandi þinghald verða orðið að dellu og boða ætti til kosninga strax. „Nú liggur fyrir að fresta þarf atkvæðagreiðslum fram yfir helgi vegna fjarvista þingmanna. Þannig verður þingfundurinn hálftíma langur sem er örugglega nánast einsdæmi og verður sífellt ljósara hversu mikil della þetta þinghald er orðið. Ekkert vit í öðru en að senda þingið heim strax og boða til kosninga.“
Alþingi Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslum frestað vegna fjarvista þingmanna Forseti Alþingis segir að margir þingmenn séu fjarverandi vegna starfa sinna fyrir alþjóðanefndir þingsins. 24. ágúst 2016 15:03 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Atkvæðagreiðslum frestað vegna fjarvista þingmanna Forseti Alþingis segir að margir þingmenn séu fjarverandi vegna starfa sinna fyrir alþjóðanefndir þingsins. 24. ágúst 2016 15:03