Stjórnarandstæðingar undrast dagskrá þingsins: „Þetta er nú algjörlega absúrd“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2016 16:00 Þingmenn stjórnarandstöðunnar undruðust dagskrá Alþingis í dag. Vísir „Þetta er nú algjörlega absúrd að vera hér á þingfundi þar sem eina dagskrármálið er störf þingsins,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir á þingi í dag er hún undraðist það að það eina sem væri á dagskrá Alþingis í dag væri dagskrárliðurinn störf þingsins. Greiða átti atkvæði um þrjú mál en var atkvæðagreiðslu frestað vegna fjarvista þingmanna. Því var dagskrárliðurinn störf þingsins það eina sem eftir var á dagskrá. „Okkur var sagt að við yrðum að vera hér. Það væri svo áríðandi vegna allra þeirra stóru mála sem biðu. Það fer lítið fyrir þeim,“ bætti Sigríður Ingibjörg við og vísaði þar til orða stjórnarliða um að koma þyrfti mikilvægum málum í gegnum þingið áður en kosið yrði í haust. Undir þetta tók Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og sagði hann erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að stunda málþóf ef ekkert væri til þess að ræða á þingi. „Þetta undrar mann eftir yfirlýsingarnar um það að hér myndu stjórnarflokkarnir eiga í erfiðleikum að koma fram málum vegna málþófs stjórnarandstöðunnar,“ sagði Helgi. „Þó að ég feginn vildi stunda málþóf þá reynist það erfitt ef ekkert þingmál er á dagskrá fundarins.“ Sagðist Helgi þó ekki ætla að kvarta yfir því sem hann sagði vera aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. „Ég ætla ekki að kvarta undan því að ríkisstjórn sem ég er fullkomnlega ósammála í mörgum og veigamiklum málum sé ekki að flytja inn hér mál.“ Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, gerði dagskrá þingsins einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og sagði hún núverandi þinghald verða orðið að dellu og boða ætti til kosninga strax. „Nú liggur fyrir að fresta þarf atkvæðagreiðslum fram yfir helgi vegna fjarvista þingmanna. Þannig verður þingfundurinn hálftíma langur sem er örugglega nánast einsdæmi og verður sífellt ljósara hversu mikil della þetta þinghald er orðið. Ekkert vit í öðru en að senda þingið heim strax og boða til kosninga.“ Alþingi Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslum frestað vegna fjarvista þingmanna Forseti Alþingis segir að margir þingmenn séu fjarverandi vegna starfa sinna fyrir alþjóðanefndir þingsins. 24. ágúst 2016 15:03 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
„Þetta er nú algjörlega absúrd að vera hér á þingfundi þar sem eina dagskrármálið er störf þingsins,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir á þingi í dag er hún undraðist það að það eina sem væri á dagskrá Alþingis í dag væri dagskrárliðurinn störf þingsins. Greiða átti atkvæði um þrjú mál en var atkvæðagreiðslu frestað vegna fjarvista þingmanna. Því var dagskrárliðurinn störf þingsins það eina sem eftir var á dagskrá. „Okkur var sagt að við yrðum að vera hér. Það væri svo áríðandi vegna allra þeirra stóru mála sem biðu. Það fer lítið fyrir þeim,“ bætti Sigríður Ingibjörg við og vísaði þar til orða stjórnarliða um að koma þyrfti mikilvægum málum í gegnum þingið áður en kosið yrði í haust. Undir þetta tók Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og sagði hann erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að stunda málþóf ef ekkert væri til þess að ræða á þingi. „Þetta undrar mann eftir yfirlýsingarnar um það að hér myndu stjórnarflokkarnir eiga í erfiðleikum að koma fram málum vegna málþófs stjórnarandstöðunnar,“ sagði Helgi. „Þó að ég feginn vildi stunda málþóf þá reynist það erfitt ef ekkert þingmál er á dagskrá fundarins.“ Sagðist Helgi þó ekki ætla að kvarta yfir því sem hann sagði vera aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. „Ég ætla ekki að kvarta undan því að ríkisstjórn sem ég er fullkomnlega ósammála í mörgum og veigamiklum málum sé ekki að flytja inn hér mál.“ Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, gerði dagskrá þingsins einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og sagði hún núverandi þinghald verða orðið að dellu og boða ætti til kosninga strax. „Nú liggur fyrir að fresta þarf atkvæðagreiðslum fram yfir helgi vegna fjarvista þingmanna. Þannig verður þingfundurinn hálftíma langur sem er örugglega nánast einsdæmi og verður sífellt ljósara hversu mikil della þetta þinghald er orðið. Ekkert vit í öðru en að senda þingið heim strax og boða til kosninga.“
Alþingi Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslum frestað vegna fjarvista þingmanna Forseti Alþingis segir að margir þingmenn séu fjarverandi vegna starfa sinna fyrir alþjóðanefndir þingsins. 24. ágúst 2016 15:03 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Atkvæðagreiðslum frestað vegna fjarvista þingmanna Forseti Alþingis segir að margir þingmenn séu fjarverandi vegna starfa sinna fyrir alþjóðanefndir þingsins. 24. ágúst 2016 15:03