Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 21:06 Jóna Sólveig Elínardóttir Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Jóna Sólveig bjóða sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi en hún er alin upp á bóndabæ á Sólheimahjáleigu. Í samtali við Vísi segist Jóna Sólveig hafa tekið þátt í starfi Viðreisnar frá upphafi en hún hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum áður. Aðspurð hvers vegna hún bjóði sig nú fram til þings segir hún: „Ég finn að ég hef eitthvað til málanna að leggja og finnst komið nóg af því að sitja heima og rífast við sjónvarpið. Ég er frjálslynd, Viðreisn er frjálslyndur flokkur og sá flokkur sem ég finn að ég á mesta samleið með.“ Jóna Sólveig hefur tekið þátt í málefnastarfi Viðreisnar og þá situr hún í stjórn flokksins. Hún segir kosningabaráttuna leggjast vel í sig og hún sé full tilhlökkunar fyrir komandi vikur og mánuði. Jóna Sólvegi segir ýmis mál brenna á fólkinu í Suðurkjördæmi sem hún vilji setja á oddinn í komandi kosningum og ef hún nær kjöri á þing. „Það má nefna ferðaþjónustuna, samgöngumál og svo þarf að efla heilsugæsluna.“ Jóna Sólveig er 31 árs, gift og á þrjú börn. Hún er með BA-próf í frönsku og masterspróf í alþjóðastjórnmálum, er eins og áður segir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ en hefur um nokkurt skeið starfað við rannsóknir og verkefnastjórn hjá háskólanum. Í gær var greint frá því að Pawel Bartoszek, Þorsteinn Víglundsson og Gylfi Ólafsson muni bjóða sig fram fyrir Viðreisn í kosningunum sem verða í lok október. Pawel og Þorsteinn sækjast eftir efstu sætunum í Reykjavík en Gylfi sækist eftir toppsætinu í Norðvesturkjördæmi. Þá má búast við því að formaður flokksins og einn af stofnendum hans Benedikt Jóhannesson bjóði sig einnig fram. X16 Suður Tengdar fréttir Pawel í framboð fyrir Viðreisn Pawel Bartoszek hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og gengið til liðs við Viðreisn. 23. ágúst 2016 11:08 Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Jóna Sólveig bjóða sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi en hún er alin upp á bóndabæ á Sólheimahjáleigu. Í samtali við Vísi segist Jóna Sólveig hafa tekið þátt í starfi Viðreisnar frá upphafi en hún hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum áður. Aðspurð hvers vegna hún bjóði sig nú fram til þings segir hún: „Ég finn að ég hef eitthvað til málanna að leggja og finnst komið nóg af því að sitja heima og rífast við sjónvarpið. Ég er frjálslynd, Viðreisn er frjálslyndur flokkur og sá flokkur sem ég finn að ég á mesta samleið með.“ Jóna Sólveig hefur tekið þátt í málefnastarfi Viðreisnar og þá situr hún í stjórn flokksins. Hún segir kosningabaráttuna leggjast vel í sig og hún sé full tilhlökkunar fyrir komandi vikur og mánuði. Jóna Sólvegi segir ýmis mál brenna á fólkinu í Suðurkjördæmi sem hún vilji setja á oddinn í komandi kosningum og ef hún nær kjöri á þing. „Það má nefna ferðaþjónustuna, samgöngumál og svo þarf að efla heilsugæsluna.“ Jóna Sólveig er 31 árs, gift og á þrjú börn. Hún er með BA-próf í frönsku og masterspróf í alþjóðastjórnmálum, er eins og áður segir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ en hefur um nokkurt skeið starfað við rannsóknir og verkefnastjórn hjá háskólanum. Í gær var greint frá því að Pawel Bartoszek, Þorsteinn Víglundsson og Gylfi Ólafsson muni bjóða sig fram fyrir Viðreisn í kosningunum sem verða í lok október. Pawel og Þorsteinn sækjast eftir efstu sætunum í Reykjavík en Gylfi sækist eftir toppsætinu í Norðvesturkjördæmi. Þá má búast við því að formaður flokksins og einn af stofnendum hans Benedikt Jóhannesson bjóði sig einnig fram.
X16 Suður Tengdar fréttir Pawel í framboð fyrir Viðreisn Pawel Bartoszek hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og gengið til liðs við Viðreisn. 23. ágúst 2016 11:08 Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Sjá meira
Pawel í framboð fyrir Viðreisn Pawel Bartoszek hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og gengið til liðs við Viðreisn. 23. ágúst 2016 11:08
Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27