Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 21:06 Jóna Sólveig Elínardóttir Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Jóna Sólveig bjóða sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi en hún er alin upp á bóndabæ á Sólheimahjáleigu. Í samtali við Vísi segist Jóna Sólveig hafa tekið þátt í starfi Viðreisnar frá upphafi en hún hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum áður. Aðspurð hvers vegna hún bjóði sig nú fram til þings segir hún: „Ég finn að ég hef eitthvað til málanna að leggja og finnst komið nóg af því að sitja heima og rífast við sjónvarpið. Ég er frjálslynd, Viðreisn er frjálslyndur flokkur og sá flokkur sem ég finn að ég á mesta samleið með.“ Jóna Sólveig hefur tekið þátt í málefnastarfi Viðreisnar og þá situr hún í stjórn flokksins. Hún segir kosningabaráttuna leggjast vel í sig og hún sé full tilhlökkunar fyrir komandi vikur og mánuði. Jóna Sólvegi segir ýmis mál brenna á fólkinu í Suðurkjördæmi sem hún vilji setja á oddinn í komandi kosningum og ef hún nær kjöri á þing. „Það má nefna ferðaþjónustuna, samgöngumál og svo þarf að efla heilsugæsluna.“ Jóna Sólveig er 31 árs, gift og á þrjú börn. Hún er með BA-próf í frönsku og masterspróf í alþjóðastjórnmálum, er eins og áður segir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ en hefur um nokkurt skeið starfað við rannsóknir og verkefnastjórn hjá háskólanum. Í gær var greint frá því að Pawel Bartoszek, Þorsteinn Víglundsson og Gylfi Ólafsson muni bjóða sig fram fyrir Viðreisn í kosningunum sem verða í lok október. Pawel og Þorsteinn sækjast eftir efstu sætunum í Reykjavík en Gylfi sækist eftir toppsætinu í Norðvesturkjördæmi. Þá má búast við því að formaður flokksins og einn af stofnendum hans Benedikt Jóhannesson bjóði sig einnig fram. X16 Suður Tengdar fréttir Pawel í framboð fyrir Viðreisn Pawel Bartoszek hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og gengið til liðs við Viðreisn. 23. ágúst 2016 11:08 Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Jóna Sólveig bjóða sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi en hún er alin upp á bóndabæ á Sólheimahjáleigu. Í samtali við Vísi segist Jóna Sólveig hafa tekið þátt í starfi Viðreisnar frá upphafi en hún hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum áður. Aðspurð hvers vegna hún bjóði sig nú fram til þings segir hún: „Ég finn að ég hef eitthvað til málanna að leggja og finnst komið nóg af því að sitja heima og rífast við sjónvarpið. Ég er frjálslynd, Viðreisn er frjálslyndur flokkur og sá flokkur sem ég finn að ég á mesta samleið með.“ Jóna Sólveig hefur tekið þátt í málefnastarfi Viðreisnar og þá situr hún í stjórn flokksins. Hún segir kosningabaráttuna leggjast vel í sig og hún sé full tilhlökkunar fyrir komandi vikur og mánuði. Jóna Sólvegi segir ýmis mál brenna á fólkinu í Suðurkjördæmi sem hún vilji setja á oddinn í komandi kosningum og ef hún nær kjöri á þing. „Það má nefna ferðaþjónustuna, samgöngumál og svo þarf að efla heilsugæsluna.“ Jóna Sólveig er 31 árs, gift og á þrjú börn. Hún er með BA-próf í frönsku og masterspróf í alþjóðastjórnmálum, er eins og áður segir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ en hefur um nokkurt skeið starfað við rannsóknir og verkefnastjórn hjá háskólanum. Í gær var greint frá því að Pawel Bartoszek, Þorsteinn Víglundsson og Gylfi Ólafsson muni bjóða sig fram fyrir Viðreisn í kosningunum sem verða í lok október. Pawel og Þorsteinn sækjast eftir efstu sætunum í Reykjavík en Gylfi sækist eftir toppsætinu í Norðvesturkjördæmi. Þá má búast við því að formaður flokksins og einn af stofnendum hans Benedikt Jóhannesson bjóði sig einnig fram.
X16 Suður Tengdar fréttir Pawel í framboð fyrir Viðreisn Pawel Bartoszek hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og gengið til liðs við Viðreisn. 23. ágúst 2016 11:08 Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Pawel í framboð fyrir Viðreisn Pawel Bartoszek hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og gengið til liðs við Viðreisn. 23. ágúst 2016 11:08
Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27