Viðskipti erlent

Domin­os kynnir pítsu­sendla­dróna til sögunnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Framtíðin er á leiðinni og hún lítur svona út.
Framtíðin er á leiðinni og hún lítur svona út. Mynd/ Dominos á Nýja Sjálandi
Dominos í Nýja-Sjálandi þróar nú leiðir til þess að senda pítsur til svangra viðskiptavina sinna þar í landi með hjálp dróna.

Mun fyrirtækið hefja sendingar af þessu tagi síðar á árinu en fyrirtækið starfar með bandarísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun dróna.

„Við höfum alltaf sagt að það er eiginlega óskiljanlegt að nota tveggja tonna tæki til þess að senda tveggja kílóa pöntun,“ sagði Don Meji, framkvæmdastjóri Dominos í Nýja-Sjálandi.

Stefnt er að því að Nýja-Sjáland ríði á vaðið áður en þjónustan verður kynnt til leiks í Ástralíu, Frakklandi, Hollandi, Japan og Þýskalandi.

Andfætlingar okkar virðast vera ansi hugmyndaríkir þegar kemur að því að senda pizzur en fyrr á árinu kynnti Dominos í Ástralíu sérstakt pítsusendlavélmenni.

Meji segir að stefnt sé að því að viðskiptavinir panti pítsur í gegnum síma og muni dróninn svo komast á áætlunarstað með því að fylgja GPS-merkjum frá síma viðskiptavinarins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×