Sigurður Ingi: Sameiginleg sýn að kjósa 29. október Una Sighvatsdóttir og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 11. ágúst 2016 18:49 „Allt frá því í vor þá höfum við sagt að það séu verkefni sem við viljum ljúka,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fundurinn í dag var til að fara yfir þá sýn, sem við höfum, til að við getum lokið [málunum] á þeim tíma sem til stefnu er með það að markmiði að ganga til kosninga 29. október.“ Um leið og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af Sigmundi Davíð sem forsætisráðherra í vor í kjölfar Panamaskjala hneykslisins boðaði ný ríkisstjórn að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing og kosningum flýtt til haustsins. Allir stjórnmálaflokkarnir eru komnir á skrið við að búa sig undir haustkosningar. Aðspurður um hvaða mál það væru sem þyrfti að klára sagði forsætisráðherrann að þar væri að mestum hluta mál sem ekki náðist að klára í vor. Þau mál hafa verið í vinnslu í þingnefndum og væru mislangt komin í ferlinu. „Það eru nokkur ný mál sem við kynntum í vor sem verða lögð fram í þinginu á næstu dögum.“ Sigurður Ingi deilir ekki þeim áhyggjum Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að aukin hætta sé á málþófi ef kjördagur liggur fyrir. „Þingstörf gengu mjög vel í vor og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en það haldi áfram. Við erum sammála um 29. október og ég vona að menn séu tilbúnir til að vinna verkin með þeim hætti, að ljúka þeim, fyrir þann tíma. Þetta eru allt mál sem skipta landi og þjóð miklu máli.“ Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
„Allt frá því í vor þá höfum við sagt að það séu verkefni sem við viljum ljúka,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fundurinn í dag var til að fara yfir þá sýn, sem við höfum, til að við getum lokið [málunum] á þeim tíma sem til stefnu er með það að markmiði að ganga til kosninga 29. október.“ Um leið og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af Sigmundi Davíð sem forsætisráðherra í vor í kjölfar Panamaskjala hneykslisins boðaði ný ríkisstjórn að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing og kosningum flýtt til haustsins. Allir stjórnmálaflokkarnir eru komnir á skrið við að búa sig undir haustkosningar. Aðspurður um hvaða mál það væru sem þyrfti að klára sagði forsætisráðherrann að þar væri að mestum hluta mál sem ekki náðist að klára í vor. Þau mál hafa verið í vinnslu í þingnefndum og væru mislangt komin í ferlinu. „Það eru nokkur ný mál sem við kynntum í vor sem verða lögð fram í þinginu á næstu dögum.“ Sigurður Ingi deilir ekki þeim áhyggjum Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að aukin hætta sé á málþófi ef kjördagur liggur fyrir. „Þingstörf gengu mjög vel í vor og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en það haldi áfram. Við erum sammála um 29. október og ég vona að menn séu tilbúnir til að vinna verkin með þeim hætti, að ljúka þeim, fyrir þann tíma. Þetta eru allt mál sem skipta landi og þjóð miklu máli.“
Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira